Sólskin - 01.07.1936, Blaðsíða 19
ir. Hér hafa til dæmis verið dugganda-hjón í
vor. Hér hefir líka verpt urt. Sú önd er auð-
þekkt á því, hvað hún er lítil. Svo hafa hér
verpt ýmsar endur, sem voru með unga, sem
köfuðu, en hvaða endur það voru, vissi eg
ekki.
Mjói: Geta grænhöfða-endur ekki kafað?
Ingveldur: Jú, þær geta gert það og þær
gera það stundum, til dæmis ef þær eru eltar
á bát, meðan þær eru í sárum og geta ekki
flogið. Annars gera þær það sjaldan. Þó sá
eg nokkrar gera það á Tjörninni í vor. Mér
datt í hug, hvort þær hefðu ekki vanist á það
í vetur, þegar allt var frosið og þær þurftu að
leita sér fæðu í sjónum, þar sem þær náðu
ekki marhálminum, nema að kafa.
Mjói: Álftirnar geta víst ekki kafað?
Ingveldur: Jú, þær geta það, en þær gera
það víst sjaldan. Maður, sem eg þekki, segist
einu sinni hafa séð álft kafa hér á Tjörninni.
Það voru þrjár álftir saman, og það var leik-
ur í þeim. Þær voru vængstýfðar, svo að þær
gátu ekki flogið, en þær flögruðu eftir vatns-
horðinu, og svo stakk ein þeirra sér og synti
tö'luvert langa leið í kafi; líklega 50 til 60
skref.
Mjói: Skref álftarinnar?
17