Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 2
2 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR MENNTUN Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingartækniskól- ans, segir ásókn í húsgagnasmíði hafa sprungið út síðustu misseri. Alls sóttu 22 um að byrja í hús- gagnasmíði á komandi vorönn. Undanfarið hafa nýnemar hverju sinni verið tíu talsins. Guðmundur segir aðsóknina að húsgagnasmíðinni sveiflast tals- vert eins og tískubylgjur. Stund- um hafi hún farið „undir frost- mark“ eins og hann orðar það. „Þegar uppsveiflan í þjóðfé- laginu var sem mest var minnsti spenningurinn fyrir þessu námi en upp úr hruni byrjaði einhver undiralda í hina áttina og núna virðist þetta vera alveg í þver- öfuga stefnu,“ segir Guðmund- ur, sem kveður námið í hús- gagnasmíði reyndar hafa tekið nokkrum breytingum. Það hafi færst meira í áttina að hönnun og því sæki fleiri listanemendur í deildina. „Nú leyfum við nemendum að hanna sín eigin húsgögn og smíða eða þá að velja sér hús- gögn eftir einhverja fræga hönn- uði og smíða þau. Þar af leiðandi höfum við verið að fá nemendur sem hyggja á framhaldsnám í ein- hverju tengdu listum,“ útskýrir Guðmundur. Þótt sumir hyggi á framhalds- nám að loknu námi í húsgagna- smíði ætla aðrir að róa á önnur mið. „Það er kostur að geta bæði hannað og smíðað sína gripi. Margir hafa hug á því að selja sína eigin hönnun og ég hef verið að segja við þessa nemendur að það sé aldrei að vita nema grund- völlur sé fyrir því að fólk hafi litla verslun og verkstæði á bak við – eins og þetta var hérna áður fyrr,“ segir Guðmundur. Í gær og í dag sýna fyrsta árs nemar smíði sína á skápum og borðum í Tækniskólanum á Skóla- vörðuholti og er öllum heimill aðgangur að sýningunni. Skóla- stjórinn segir samsetningu nem- endahópsins hafa breyst gríðar- lega. Þótt húsgagnasmiðir séu ekki alveg orðnir að kvennastétt sé yfir helmingur nemendanna konur. „Eftir að þetta varð vinsælt hefur kynjahlutfallið verið næst- um jafnt og það er virkilega gaman að því og mjög ánægju- legt að líta inn í kennslustofuna,“ segir Guðmundur Hreinsson. gar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS AÞENA - HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ HAÍTÍ? EFTIR MARGRÉTI ÖRNÓLFSDÓTTUR HVAÐ ER MÁLIÐ? Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi ;) FJÖRUVERÐLAUNIN Í FLOKKI UNGLINGA BÓKA „Bráðskemmti leg bók, fjörug og f yndin..., ævintýraleg og nútímaleg,“ –H. Ó. Morgun blaðið (Um fyrri bókin a) „Margrét Örnólfsdóttirvarpar áreynslulaust upp hæfilega hversdagslegri og hæfilega ævintýralegri mynd af heimi krakka í dag.“ –Ú. D. bokmenntir.is(Um fyrri bókina) Húsgagnasmíði slær í gegn hjá nýnemum Í hámarki uppsveiflunnar var aðsókn að námi í húsgagnasmíði í Tækniskólan- um í lágmarki. Eftir hrunið flykkjast nýnemar í deildina. Nýnemar eru tíu að jafnaði en 22 vilja hefja nám eftir jól. Konur eru nú fleiri en karlar í deildinni. GUÐMUNDUR HREINSSON OG MAGNÚS ÓLAFSSON KENNARI ÁSAMT NEMENDUM Skólastjóri Byggingartækniskólans og fyrsta árs nemar í húsgagnasmíði á sýningu á skápum og borðum sem nemendur smíðuðu. Sýningin hófst í gær og lýkur í dag í Tækniskólanum á Skólavörðuholti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þegar uppsveiflan í þjóðfélaginu var sem mest var minnsti spenning- urinn fyrir þessu námi en upp úr hruni byrjaði einhver undiralda í hina áttina og núna virðist þetta vera alveg í þveröfuga stefnu.” GUÐMUNDUR HREINSSON SKÓLASTJÓRI VÍSINDI Bart de Boer, vísindamað- ur við Háskólann í Amsterdam, heldur því fram að talfæri kvenna séu sérlega vel hönnuð til þess að tala skýrt. Talfæri karla henti ekki jafnvel til þess að koma frá sér skýru máli. Talfæri apa séu þó sýnu óhentugust. De Boer gerði tölvulíkan af ólík- um talfærum og prófaði hvernig þau hentuðu til að mynda hljóð. Í ljós kom að barkakýli kvenna er staðsett alveg mátulega hátt til að framleiða skýr talhljóð, en barka- kýli karla er aðeins of neðarlega. Niðurstöður rannsókna de Boers eru birtar í tímaritinu Journal of Phonetics. - gb Rannsakar talfæri kynjanna: Konur byggðar til að tala skýrt Sölvi, er ekki einfaldara að sleppa bara jólahlaðborðinu? „Þegar ég var sextán sagði ég við mömmu að ef ég vildi lifa eins og munkur þá gengi ég í klaustur.“ Sölvi Fannar Viðarsson einkaþjálfari er nú með fyrirlestra undir nafninu Á jóla- hlaðborð með góðri samvisku. Þar fjallar hann meðal annars um hvernig auka megi aðdráttarafl og kynþokka. VERSLUN Eftir talsvert hringl í gegnum fimmtíu ára sögu Hagkaups var skarið tekið af í fyrra um rétta notkun á nafni fyrirtækisins. „Við erum í eintölu,“ segir Gunn- ar Ingi Sigurðsson fram- kvæmdastjóri. Eftir að ýmsar matreiðslu- bækur hafa ýmist verið nefndar Kökubók Hagkaups eða Hagkaupa eftir stefnu stjórnenda hverju sinni leit- aði fyrirtækið til Íslenskrar málnefndar eftir leiðbein- ingum. „Í fyrra talaði ég við mik- inn speking þar, mér fróðari, sem sagði að í raun væri hvort tveggja alveg rétt. En hann útskýrði þó að í raun væru þetta ein kaup,“ segir Gunnar um aðdraganda þess að ákveðið var fyrir um ári að nafnið yrði framvegis í eintölu. Vitnaði ráðgjafi hjá málnefnd- inni meðal annars til orðabókar Johans Fritzner frá nítjándu öld um forníslensku og fornnorsku. Nú hefur allt kynningarefni og annað sem ber nafn Hagkaups verið samræmt. „Okkur fannst dálítið kjánalegt að segja Hag- kaupapokum. Það eina sem er kannski ljótt í eintölunni er þágu- fallið – frá Hagkaupi – en það venst. Og þannig verður það, að minnsta kosti á meðan þeir eru sáttir við okkur hjá málnefnd- inni,“ segir framkvæmdastjórinn. - gar VIÐSKIPTI Skiptastjóri þrotabús Fons hefur hafnað tveimur kröfum slitastjórnar Glitn- is í búið, sem nema samtals 10,8 milljörð- um króna. Kröfurnar eru vegna framvirkra samninga um hlutabréfa- og gjaldeyrisvið- skipti sem skiptastjórinn telur að séu ekki undirritaðir með fullnægjandi hætti. Dómsmál hefur verið höfðað fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur vegna ágreinings um kröf- urnar. Kröfurnar nema 8,35 milljörðum og 2,43 milljörðum og eru vegna sjö fram- virkra samninga um hlutabréfaviðskipta og átta framvirkra samninga um gjaldeyris- viðskipti. Í greinargerð skiptastjórans sem lögð hefur verið fyrir dóminn segir að einungis einn samningur úr hvorum bunka hafi verið undirrit- aður af Pálma Haraldssyni og Guðnýju Reimarsdóttur. Það sé ófullnægjandi, auk þess sem vafi sé um að þau hafi haft umboð til að skuldbinda félagið með þeim hætti þar sem við- skiptin teldust óvenjuleg eða mikils háttar. Glitnir hefur mótmælt afstöðunni og sagt að samningarnir séu lögmætir og ekki hafi þurft undirritun. - sh Skiptastjóri þrotabús Fons hafnar kröfum frá slitastjórn Glitnis vegna framvirkra samninga: Tíu milljarðar greiddir án undirritunar samninga PÁLMI HARALDSSON LIÐIN TÍÐ Ekki er von á fleiri Hag- kaupabókum. Hér eftir verða þær allar Hagkaupsbækur í eintölu eins og allt annað sem tengist nafni fyrirtækisins. Hringli með nafn Hagkaups lokið með leiðbeiningum frá Íslenskri málnefnd: Hagkaup framvegis í eintölu HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Ágreiningur um millj- arðaviðskipti Glitnis og Fons kemur til kasta dómara. ATVINNULEYSI Þeir sem hafa verið á atvinnuleysisskrá í samtals tíu mánuði þetta ár fá greiddar tæpar 45.000 krónur í desember í uppbót úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að auka útgjöld Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs um 280 milljónir króna í þessu skyni. Atvinnulausir þurfa ekki ð sækja sérstaklega um uppbótina, sem verður greidd út fyrir gamlársdag. Fjárhæð sem greidd verður til hvers og eins ræðst af fjölda atvinnuleysisdaga. Uppbótin verð- ur lægst 11.214 krónur miðað við óskertar bætur. - pg Atvinnuleysistryggingasjóður: 280 milljónir í jólabónus fyrir atvinnulausa DÓMSMÁL Útgerðarfélagið Rammi hf. hefur stefnt íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, að gefa ekki út úthafsrækju- kvóta á yfir- standandi fisk- veiði. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi og fær flýtimeðferð. Hafrannsóknastofnunin lagði til að heildarafli í úthafsrækju yrði 7.000 tonn. Jón Bjarnason ákvað hins vegar með reglugerð um miðjan júlí að úthafsrækju- veiðar yrðu gefnar frjálsar á þessu fiskveiðári. Rammi telur meðal annars að ákvörðun ráð- herra brjóti í bága við megin- reglur stjórnsýsluréttar og gegn eignarréttarákvæði 72. greinar stjórnarskrárinnar. Úthafsrækjuveiðar frjálsar: Rammi stefnir íslenska ríkinu JÓN BJARNASON EFNAHAGSMÁL Til stendur að afskrifa 13,8 milljarða vegna Lánasjóðs landbúnaðarins sam- kvæmt fram- haldsnefnd- aráliti um fjáraukalög fyrir árið 2010. Sjóðurinn var vistaður hjá Landsbank- anum en alls er ætlunin að afskrifa ýmsar skuldbinding- ar ríkisins hjá Landsbankanum um rúma 22 milljarða króna. Björn Valur Gíslason, þing- maður Vinstri grænna í fjár- laganefnd, segir að í hinu „mikla óðagoti“ sem fylgdi einkavæð- ingu Landsbankans á sínum tíma tóku Björgólfur Guðmundsson og félagar Lánasjóð landbúnaðarins með í kaupunum. Hann segir að „gleymst“ hafi að aflétta ríkis- ábyrgðinni á þeim tíma. Skuld- bindingin lenti því á ríkissjóði þegar Landsbankinn féll. Lánasjóður landbúnaðarins: Fjórtán milljarða lán afskrifað BJÖRN VALUR GÍSLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.