Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 54
34 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Kammerhópurinn Camerarctica
heldur sína árlegu kertaljósatón-
leika í kirkjum rétt fyrir jólin.
Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist
eftir Mozart við kertaljós í átján
ár og þykir mörgum ómissandi
að koma úr miðri jólaösinni inn í
kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.
Fernir tónleikar verða haldnir að
þessu sinni, í Kópavogskirkju 19.
desember, í Hafnarfjarðarkirkju
20. desember, í Garðakirkju 21.
desember og loks í Dómkirkjunni
í Reykjavík 22. desember.
Camerarctica skipa nú þau
Ármann Helgason klarinettuleik-
ari, Hildigunnur Halldórsdóttir og
Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar,
Svava Bernharðsdóttir og Guðrún
Þórarinsdóttir víóluleikarar og
Sigurður Halldórsson sellóleik-
ari. Leikin verða tvö verk, kvint-
ett fyrir klarinettu og strengi eftir
samtímatónskáld Mozarts, Franz
Krommer, og strengjakvintett
eftir Mozart. Að venju lýkur tón-
leikunum á því að Camerarctica
leikur jólasálminn góða „Í dag er
glatt í döprum hjörtum“ sem er úr
Töfraflautunni eftir Mozart.
Tónleikarnir eru klukkustund-
arlangir og hefjast allir klukkan
21.00 nema fyrstu tónleikarnir í
Kópavogskirkju en þeir hefjast kl.
22.30.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 og
kr. 1.000 fyrir nemendur og eldri
borgara. Frítt er inn fyrir börn.
Mozart við kertaljós
CAMERARCTICA Leikur við kertaljós fyrir jólin eins og undanfarin ár.
Kári Þormar dómorganisti heldur
orgeltónleika í kvöld í tilefni af 25
ára afmæli Schuke-orgels Dóm-
kirkjunnar í Reykjavík.
Fyrsta Dómkirkjuorgelið var
vígt 14. júní 1840, fyrir rúmum 170
árum. Nokkur orgel voru brúkuð
þar til það sem nú prýðir kirkjuna
var keypt fyrir aldarfjórðungi.
Útlit þess teiknaði Þorsteinn Gunn-
arsson arkitekt. Orgelið var vígt
sunnudaginn 1. desember 1985.
Á tónleikunum ætlar Kári Þorm-
ar meðal annars að leika Tokkata
eftir Jón Nordal sem samin var í
tilefni af vígslu orgelsins árið 1985
og skrifuð í minningu Páls Ísólfs-
onar. Þá á Páll Ísólfsson síðasta
verkið á efnisskránni, Introdukt-
ion og passakaglia í f-moll. Á tón-
leikunum verður einnig frumflutt
orgelverk eftir 25 ára gamalt tón-
skáld, Högna Egilsson.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20 og er aðgangur ókeypis. Eftir
tónleika er gestum boðið að skoða
fyrsta Dómkirkjuorgelið á kirkju-
loftinu.
Tónleikar í tilefni 25
ára orgelafmælis
Gjafamenning er útgangs-
punktur sýningarinnar Gjöf
sem stendur yfir í gallerí-
inu SPARK design space.
Sigríður Sigurjónsdótt-
ir sýningarstjóri komst að
ýmsu forvitnilegu þegar
hún undirbjó sýninguna.
„Þegar ég fór að skoða fyrirbær-
ið gjafamenningu komst ég að
ýmsu forvitnilegu, enda hefur
margt verið skrifað og skoðað í
sambandi við hana,“ segir Sigríð-
ur Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri
og framkvæmdastjóri gallerísins
SPARK design space á Klappar-
stíg 33.
„Mannfræðingar á borð við
Marcel Mauss hafa rannsakað
það ferli að gefa og þiggja, gjafir
segja ýmislegt um vinasamband
og geta líka búið til ójafnvægi í
því ef gjafir hæfa ekki tengslum
fólks.“
Ástralski hönnuðurinn Megan
Herbert hannaði gjafapappír
fyrir sýninguna. Útgangspunktur
hans er gjafamenning en Megan
leggur áherslu á að gjöf sé ein-
læg og vel ígrunduð og hannaði
hún því arkir af pappír og korti
sem hafa nánd, tíma, leiðsögn,
hagsýni, samskipti og áskorun
að leiðarljósi.
„Við Megan veltum líka gjafa-
menningu í Japan mikið fyrir
okkur. Japanar leggja mjög mikið
upp úr innpökkun gjafa, gefa
kannski hversdagslega hluti, en
pakka þeim afar fallega inn og
þannig verður til viðurkennd
gjöf,“ segir Sigríður og bendir á
að hægt sé að gefa óáþreifanleg-
um gjöfum á borð við samveru
og tiltekt vægi og merkingu með
innpökkun.
Auk verka Megan eru á sýn-
ingunni tíu hlutir sem valdir eru
með gjafahugtakið að leiðarljósi.
„Hlutirnir fela meðal annars í sér
spariskap, jafnvægi, hlýju, ilm,
bragð, notalegheit, fegurð, tíma,
sögur og þekkingu svo eitthvað
sé nefnt,“ segir í fréttatilkynn-
ingu. Verkin eru eftir hönnuðina
Andreu Maack, Auði Ösp Guð-
mundsdóttur, Birnu Geirfinns-
dóttur, Brynhildi Pálsdóttur,
Bylgju Svansdóttur, Egil Kalevi,
Emblu Vigfúsdóttur, Guðfinnu
Mjöll Magnúsdóttur, Guðrúnu
Rögnu Sigurjónsdóttur, Hildi-
gunni Gunnarsdóttur, Hrafnkel
Birgisson, Lindu Björg Árnadótt-
ur, Þuríður Rós Sigurþórsdóttur,
Snæfríð Þorsteins, Sigríði Erlu
Guðmundsdóttur, Tinnu Gunn-
arsdóttur og Sruli Recht.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin alla daga nema sunnudag frá
10 til 18. Hún stendur til 15. jan-
úar. sigridur@frettabladid.is
Hvað máttu gefa hverjum
SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Bendir á að gjafamenning eigi sér margar forvitnilegar hliðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eitt helsta rit um gjafamenningu er bókin The Gift eða
Gjöfin eftir franska félgsfræðinginn Marcel Mauss. Bókin
kom fyrst út árið 1950. Mauss kemst meðal annars
að þeirri niðurstöðu að hluturinn (gjöfin) verði aldrei
aðskilinn frá þeim aðilum sem komi að gjafaskiptunum.
Við gjafaskipti myndist félagsleg tengsl og um leið sé
ætlast til að gjalda gjöf með gjöf. Mauss talar um þrjú
skref í gjafaferlinu. Að gefa, sem er fyrsta skrefið í að
stofna til eða viðhalda ákveðnum tengslum. Að þiggja
er þá annað skrefið, að þiggja ekki jafngildir því að
hafna tengslum við gefandann. Síðasta skrefið er að
endurgjalda. Á fyrstu blaðsíðu bókar Mauss er vitnað í
Hávamál en þar má einmitt finna mikla speki um vináttu
og gjafir. Til að mynda í 42. erindi:
Vin sínum
skal maðr vinr vera
ok gjalda gjöf við gjöf;
hlátr við hlátri
skyli höldar taka
en lausung við lygi.
GJÖFIN EKKI AÐSKILIN FRÁ GJAFASKIPTUM
UMBÚÐIRNAR SKIPTA MÁLI Ástralski hönnuðurinn Megan Herbert hannaði gjafapappír fyrir sýninguna Gjöf sem hefur gjafa-
menningu að leiðarljósi.
DÓMKIRKJAN Að loknum tónleikum
geta gestir skoðað orgelið á kirkjuloft-
inu.
34
menning@frettabladid.is
LJÓÐ Á NÝJA SVIÐINU Borgarleikhúsið efnir til ljóðaupplestrar á Nýja sviðinu klukkan 20 annað kvöld. Hjalti
Rögnvaldsson leikari les þýðingar Sölva Björns Sigurðssonar á ljóðum John Keats og Arthurs Rimbaud, en Sölvi þýddi
einmitt líka Óveðrið eftir Shakespeare, sem er jólasýning Borgarleikhússins í ár.