Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 78
58 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR MORGUNMATURINN „Ég fæ mér jarðarberja AB mjólk með Kellogg’s Special K. Annars er hafragrauturinn í skólanum alltaf góður.“ Andrea Röfn Jónasdóttir, nemi og fyrirsæta. Söngkonan Jóhanna Guðrún er stödd í Svíþjóð, þar sem hún tekur þátt í stórri jólasýningu ásamt mörgum af þekktustu söngvurum Svíþjóðar. „Það er þvílík mæting á þetta. Það eru tvær sýn- ingar í gangi sem berjast um vinsældirnar og þessi er greinilega að vinna þá keppni,“ segir María Björk Sverrisdóttir, samstarfskona Jóhönnu Guðrúnar. Þema sýningarinnar er sænska konungsfjöl- skyldan og er um nokkurs konar söngleik að ræða. Skemmtunin, sem felur í sér þriggja rétta kvöld- verð, er haldin fjórum sinnum í stórum höllum í Svíþjóð og munu um sextán þúsund manns hafa barið Jóhönnu og félaga augum þegar yfir lýkur á föstudagskvöld. Á meðal þeirra sem stíga á svið með henni eru Andreas Johnson, Jessica Andersson, Brolle og Eric Saade, sem er ungur og upprennandi söngvari og tekur þátt í sænsku Eurovision-undan- keppninni í ár. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda, þar á meðal fimm stjörnur á sænsku tónlistarsíðunni Poplight.zitiz.se. Jóhanna er sjálf í hlutverki Svíaprinsessu og ber kórónu á höfði. Á meðal laga sem hún syngur eru Respect sem Aretha Franklin gerði vinsælt og að sjálfsögðu Eurovision-slagarinn Is it True? María Björk hætti sem umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar í sumar eftir tíu ára samstarf og við starfinu tók norski umbinn Eyvind Brydøy. María starfar þó enn fyrir Jóhönnu og stóð meðal annars á bak við þátttöku hennar í Svíþjóðar-gigginu. „Við erum að vinna saman og munum gera það í framtíð- inni. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ferill hennar haldi áfram en við ætlum að sjá hvernig hlutirnir þróast,“ segir María. - fb Með kórónu á sænskri sýningu JÓHANNA OG SAADE Jóhanna Guðrún ásamt Eric Saade sem er einn af vinsælustu ungu söngvurunum í Svíþjóð. „Það er mjög ánægjulegt hvað við höfum fengið góð viðbrögð,“ segir Þorleifur Einarsson, sem leikstýrði nýjum þáttum sem eru byggðir á sunnudagaskólanum og eru að koma út á mynddiski. Tæplega eitt þúsund eintök hafa verið seld í forsölu af disknum, sem er gefinn út af Skálholtsútgáfunni. Ákveðið hefur verið að framleiða fjögur þúsund eintök til viðbótar, sem er um það bil tvöföldun á því sem var upphaflega stefnt á. „Við vissum í rauninni ekkert hvað við vorum að fara út í. Svo stækkaði þetta og stækkaði og varð miklu meira en við bjuggumst við,“ segir Þorleifur. „Mér skilst að for- eldrar vilji miðla þessum boðskap og þeir hafa kannski ekki tíma eða annað til að mæta í sunnudaga- skólann. Þar af leiðandi er svona DVD-diskur mjög góð lausn á því. Við höfum heyrt frá foreldrum og öðrum að það hafi löngu verið kominn tími á þetta.“ Í aðalhlutverkum eru þau Haf- dís og Klemmi, sem lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum áður en þau fara í sunnudagaskólann. Leik- arinn Jóel Sæmundsson og Hafdís Matsdóttir, sunnudagaskólakenn- ari í Lindakirkju, fara með hlut- verk þeirra. - fb Sunnudagaskólinn slær í gegn HAFDÍS OG KLEMMI Hafdís og Klemmi lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum á nýja mynddisknum. - Skáldsögur ársins 2009 - Pétur Gunnarsson, Guðni Elísson, Haukur Már, Ólafur Jóhann Ólafsson, Kristín Svava ... - Greinar, ljóð og ritdómar TMM – LOKAHEFTI ÁRSINS Ó M I S S A N D I Ö L LU B Ó K M E N N TA F Ó L K I RITSTJÓRI: Guðmundur Andri Thorsson Hlý vetrarúlpa með hettu og loðkraga. Vind- helt efni sem hrindir frá sér vatni. Svört og ljós- brún í dömustærðum. Svört, dökkbrún, rauð í herrastærðum. „Það var engin lögreglufylgd en það voru öryggisverðir sem pöss- uðu upp á okkur,“ segir Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommari í hljóm- sveit Jónsa úr Sigur Rós. Sveitin hélt tónleika í Suður- Kóreu á mánudagskvöld. Ástandið í landinu hefur verið ótryggt upp á síðkastið vegna átaka á milli Suður- og Norður-Kóreu en Þorvaldur vissi ekki hvort öryggisverðirnir hefðu verið fengnir vegna þess. „Þegar við fórum á hótelbarinn löbbuðu þeir með okkur og biðu eftir okkur og þegar ég fór á klósettið beið öryggisvörður mín þegar ég kom til baka. Ég hef aldrei lent í þessu áður,“ segir Þorvaldur. „Það var engin ástæða til að hafa þá þarna. Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Við hefðum aldrei farið út ef það hefði verið hætta á ferðinni og ég fann ekkert fyrir þessum titringi í Seúl.“ Trommarinn segir tónleikana í borginni eina þá bestu á tónleika- ferðinni, sem hófst í London í apríl. „Þetta voru frábærir tónleikar og frábærir áhorfendur, hugsanlega þeir bestu á þessum túr. Þeir voru búnir að stilla saman strengi sína og fylltu sviðið af skutlum í einu laginu. Það er gaman fyrir okkur þegar áhorfendur eru búnir að undirbúa sig og gera eitthvað fyrir okkur. Þeir voru líka með snjósprey í öðru lagi.“ Hann segir tónleikaferðina hafa verið draumi líkasta. Það kemur ekki á óvart því áður en lokatónleik- arnir í Laugardalshöll 29. desember hefjast hefur sveitin spilað á 99 tón- leikum um víða veröld, fyrir fram- an um 200 þúsund manns, til að kynna fyrstu sólóplötu Jónsa, Go. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ævintýri og ógleymanleg reynsla. Það eru yndislegir strákar í hljóm- sveitinni og við erum allir rosalega heppnir finnst mér að hafa hver annan.“ Þorvaldur gaf út sína fyrstu sóló- plötu í fyrra eftir að hafa dvalið í sjö ár í Bandaríkjunum við nám og störf. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og það er frábært að vinna með Jónsa. Hann er einn allra besti söngvari sem ég hef á ævinni unnið með.“ Spurður hvort hann hafi hitt ein- hverja fræga á tónleikaferðinni er fátt um svör. Reyndar hitti Þorvald- ur kollega sinn í The Roots, Quest- love, í upptökuveri sjónvarpsstöðv- arinnar NBC í New York, en tókst ekki að hitta rapparann Jay-Z og goðsögnina Stevie Wonder eins og hann hafði vonast eftir. „Ég er búinn að missa þrisvar af Jay-Z. Ég væri alveg til í að taka í höndina á honum og segja að mér finnist hann frábær.“ freyr@frettabladid.is ÞORVALDUR ÞORVALDSSON: FÉKK ÖRYGGISFYLGD Á KLÓSETTIÐ Lífverðir fylgdu hljómsveit Jónsa eftir í Suður-Kóreu VEL HEPPNUÐ TÓNLEIKAFERÐ Hljómsveit Jónsa sem hefur verið á tónleikaferð um heiminn á þessu ári. Frá vinstri að ofan eru Óli Björn, Alex, Jónsi og Þorvaldur og Úlfur situr fyrir framan. Þorvaldur hitti Quest- love, trommara The Roots, og fór vel á með þeim félögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.