Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 31
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Jólagjafir Skoðaðar með hagtölugleraugum Sparisjóðir Reka þriðjung bankaútibúa 2 Úttekt Lánshæfismatið skerðir möguleikana Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 1. desember 2010 – 13. tölublað – 6. árgangur 10 ára Svansmerking! Kostir Staðgreiðslulána Auðveldaðu viðskiptin með Staðgreiðslulánum Borgunar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í,“ bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunn- ar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verð- lagi á milli ára. Velta í raf- tækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifj- ar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um til- boð núna en áður,“ segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsölu- vertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslætt- irnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent,“ segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkj- um Evu við Laugarveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnun- ardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum,“ segir Har- aldur og bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaup- ir fólk bara vöruna sem er á tilboði,“ segir hann. Tilboð halda verslun uppi í kreppunni Meira er um útsölur nú fyrir jólin en fyrri ár. Hegðun neyt- enda hefur sömuleiðis breyst. Neytendur elta tilboðsvörur. Google til rannsóknar Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur ákveðið að rann- saka hvort netleitarfyrirtæk- ið Google hafi gerst brotlegt við samkeppnisreglur sambandsins. Borist hafa kvartanir frá öðrum leitarvélum, sem telja Google hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Þrýstingur vex Þrýstingur á Miðjarðarhafsríki evrusvæðisins hefur vaxið eftir að Evrópusambandið og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn ákváðu að koma Írum til hjálpar. Fjárfest- ar seldu í gær í stórum stíl ríkis- skuldabréf frá Spáni, Portúgal og Ítalíu. Þurfi að koma Portúgal til bjargar mun það kosta álíka mikið og björgunaraðgerðirnar fyrir Ír- land, en fari Spánn sömu leið reyn- ir á þolmörk neyðarsjóðs ESB. MP banki tapaði 1.857 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Þetta er rúmlega fjórfalt verri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar bankinn tapaði 412 milljón- um króna. Uppgjör MP banka hefur legið um nokkurt skeið á borði Fjármála- eftirlitsins. Ákveðið var að birta það í ljósi fregna um að bankinn uppfyllti ekki kvaðir um eigið fé. Í uppgjörinu kemur fram að tapið skýrist af styrkingu krón- unnar, niðurfærslu á lánum í er- lendri mynt og 750 milljóna króna sáttagreiðslu við einn af gömlu bönkunum. Reiknað eiginfjárhlutfall MP banka nam 9,2 prósentum í lok júní. Á sama tíma í fyrra stóð það í 17,5 prósentum. Eignfjárhlutfall fjár- málafyrirtækja má lögum sam- kvæmt fara lægst í 8,0 prósent. Fjármálaeftirlitið getur hins vegar krafist allt að sextán prósenta eig- infjárhlutfalls líkt og það gerir í tilviki nýju bankanna. - jab Er rétt yfir lágmarks- kröfu FME GUNNAR KARL Unnið hefur verið að því á árinu að fá nýtt hlutafé í MP banka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 6-7 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.