Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2010 Í Aftenposten þann 29. ágúst sl. er greint frá því að Öryggis- ráð Noregs (NSM) hafi í fyrsta sinn orðið vart við tölvuárás á orkufyrirtæki þar í landi en ekki er greint frá því hvaða fyrirtæki urðu fyrir barðinu á þessari árás. Tölvuglæpamenn höfðu verið að prófa sig áfram í langan tíma áður en ráðist var á orkufyrir- tæki í Noregi en fyrr á árinu létu þeir til skarar skríða í Hvíta- Rússlandi og Þýskalandi. Not- ast var við veikleika í hugbún- aði frá Siemens (Simatic WinCC) sem notaður er til að stýra bún- aði í allt frá pizzaofnum til olíu- borpalla. Þennan hugbúnað er að finna í a.m.k. 200 fyrirtækj- um í olíuiðnaði, orkuiðnaði og málm- og matvælafyrirtækjum. USB lykill var skilinn eftir sem innihélt tölvuóværu (Trojan) og þegar starfsmaður fyrirtækis tengdi hann við tölvu smitaði hann tölvuna og þaðan var árásinni svo stýrt. Það er ekki enn vitað hverjir stóðu á bak við þessa árás né í hvaða tilgangi. Leiða má að því líkur að upp- lýsingakerfi sem íslensk fyrir- tæki og stofnanir nota séu allt eins líkleg skotmörk tölvuþrjóta í þeim tilgangi að leita leiða til að prófa sig áfram við hönnun kerfa og aðferða sem notuð eru annars staðar í heiminum. Jafnvel sem stökkpall til að framkvæma árásir frá. Dr. Charlie Miller, stærðfræð- ingur sem vann fyrir öryggis- ráð bandarískra stjórnvalda við hönnun á tölvuvarnarbúnaði (Intrusion Detection System IDS) og kannaði veikleika upplýsinga- kerfa annarra landa í fimm ár, færði rök fyrir því, byggð á rann- sóknum undanfarinna ára, að hægt væri að taka niður helstu stoðkerfi Evrópusambandsins. Það myndi kosta um 100 milljón- ir Bandaríkjadala, 750 manns og tvö ár til að framkvæma. Slík árás í framkvæmd myndi vera með sama sniði og árásir á norsk orkufyrirtæki þar sem tölva starfsmanns t.d. hjá London Stock Exchange eða frönsku orkufyrirtæki væri smituð með njósnahugbúnaði. Næstu 12-18 mánuði væru notaðir til að safna gögnum um högun kerfa, koma fyrir hugbúnaði víðar á innri netum, hlera netsamskipti og komast yfir aðgangsorð o.s.frv. Þetta væri gert í þeim tilgangi að komast yfir stjórnborð bún- aðar sem notaður er til að stýra miðlægum kerfum. Um 18-21 mánuðum síðar væri hin eigin- lega árás gangsett. Opnað yrði fyrir eldveggi og svokölluð DDOS (Distributed Denial of Service) árás sett af stað sem myndi slökkva á öllum helstu stoðkerf- um og íbúar Evrópu sambandsins myndu vakna upp við rafmagns- leysi, sím- og netkerfi óvirk, bankakerfi lamað, samgöngur niðri o.s.frv. Það myndi taka nokkra daga að koma öllum kerf- um í gang að nýju en afleiðing- arnar yrðu gífurlegar, svo ekki sé talað um kostnað og trú almenn- ings á upplýsingatækni. 100 milljónir Bandaríkjadala er ekki há upphæð ef hún er sett í samhengi við til dæmis það að Tiger Woods greiddi fyrrum eigin konu sinni þessa upphæð vegna skilnaðar þeirra, þessa upphæð er hægt að vinna á eina hönd í póker í Las Vegas og svo mætti áfram telja. Það má áætla að um 1,6 millj- arðar árása séu gerðir daglega á fyrirtæki og opinbera aðila í Bandaríkjunum. Tölvuhernaður er nýtt hugtak sem við eigum eftir að venjast og þótt það geti hljómað eins og vísindaskáld- skapur þá er það fjarri því. Árás áþekk þeirri í Noregi hefur verið framkvæmd áður, þann 27. apríl 2007 réðust tölvu- þrjótar á Internetfréttaveitu í Eistlandi á sama tíma og landið var í harðvítugum pólitískum deilum við Rússa. Árásir héldu áfram að stigmagnast á næstu þremur vikum sem enduðu með því að helstu stoðkerfi Eistlands voru knésett. Mun þróaðri árásir gætu mögulega fylgt í kjölfar þessara árása því þeir sem stjórnuðu árásinni öfluðu gagna sem hægt væri að nýta til annars- konar árása víðsvegar um heim- inn. Einnig var gerð tölvuárás á Georgíu nokkru áður en Rússar réðust inn í landið 2008 og 2009 þegar átök voru þar í landi yfir héraðinu Abkasíu í Suður- Ossetíu. Hér á landi mætti færa rök fyrir því að við séum það fjarri öðrum löndum að lítill ávinning- ur væri fyrir tölvuglæpamenn að valda skaða eða brjótast inn í helstu stoðkerfi landsins en það er því miður öðru nær. Við erum álitlegt skotmark t.d. fyrir aðila sem myndu vilja æfa slíkar árás- ir því við erum að keyra sama hugbúnað og önnur lönd. Annað dæmi um álitlegt skotmark er Wikileaks en fréttir berast af því að hér á landi verði settur upp fréttamiðill frá þeim. Nýlega birti heimasíða Wiki- leaks trúnaðargögn ýmissa stjórnvalda og varð fyrir árás tölvuþrjóta. Þar kemur m.a. fram að kínverskur ráðamaður lét fyrir- skipa tölvuárás á Google eftir að hafa séð slóð á heimasíðu sem innihélt upplýsingar um viðkom- andi sem honum mislíkaði. Einn- ig má þar finna upplýsingar um að Bandaríkin telji verulega ógn stafa af tölvuhernaði Kínverja. Þrátt fyrir að við Íslendingar séum eyland og að hér sé enginn her þá megum við ekki sofna á verðinum, „stinga hausnum í sandinn“ og gera ráð fyrir því að ekkert slæmt muni henda okkur. Það er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu nú markvisst að vinna að mótun áætlana til að lágmarka tjón sem stafað gæti af völdum tölvuhernaðar. Tölvuglæpir og tölvuhernaður Tölvuöryggi Ólafur Róbert Rafnsson ráðgjafi í upplýsinga- öryggismálum hjá Capacent Leiða má að því líkum að upplýsingakerfi sem íslensk fyrirtæki og stofnanir nota séu allt eins líkleg skotmörk tölvuþrjóta í þeim tilgangi að leita leiða til að prófa sig áfram við hönnun kerfa og aðferða sem notuð eru annars staðar í heiminum. Það eru vond tíðindi í loftinu í Kópavogi enda liggur fyrir að skera niður rekstur bæjar félagsins um 700 milljónir. Þjónusta bæjar- félagsins mun verða sett niður á öllum sviðum en þó er það sameigin- leg niðurstaða að verja grunnþjón- ustuna með öllum tiltækum ráðum. Viðskilnaður Sjálfstæðis flokksins og Framsóknarflokksins er slíkur að litlu má muna að bæjarfélag- ið sé sett í gjörgæslu félagsmála- ráðuneytisins. Það er nöturleg aðkoma nýrrar bæjarstjórnar við þessar aðstæður, fyrsta verkefni nýs meirihluta er að skerða þjónustu við börn, aldr- aða og láta af stuðningi við ýmis góð mál sem skipta sam félagið í Kópavogi miklu máli. Kópavogs- búar hafa því miður veðjað á ranga stjórnmálaflokka í 20 ár til þess að gæta hagsmuna sinna. Til þess að byggja upp samfélag sem stendur af sér erfiða tíma. Kópa- vogur hefur verið rekinn á glæfra- legan hátt og kjörnir fulltrúar hafa farið ógætilega með skattfé íbúanna. Bæjarfélagið hefur verið skuldsett upp fyrir öll mörk og nú er þannig komið að vaxtabyrðin er slík að grunnþjónustan er farin að líða fyrir. Það er mikilvægt að halda því til haga að fjárfestingar í landakaup- um undanfarinna ára hafa verið langt fram úr öllu hófi og er það í raun illskiljanlegt hvernig meiri- hluti sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna komst að þeirri niður stöðu að fjárfesta með þeim hætti sem gert hefur verið. Það hefur gjarnan verið sagt að sjálf- stæðismenn geti einungis stjórnað í uppsveiflu, þegar nóg er af fjár- magni í umferð eins og var. Sönn- un þess liggur á borðinu þessa dagana í Kópavogi, sannleikurinn er nefnilega sá sjálfstæðismenn kunna ekkert með fé að fara enda stendur Kópavogsbær verr að vígi en nokkru sinni fyrr eftir langa valdatíð íhaldsins og framsóknar- manna. Það er sársaukafullt að taka þátt í þeim niðurskurði sem fram- undan er og er það sem eitur í beinum félagshyggjufólks að neyð- ast í þær aðgerðir sem framundan eru til þess að bjarga bæjarfélag- inu undan þeirri smán að missa fjárræði yfir til félagsmálaráðu- neytisins. Reyndar er það engin nýlunda að það virðist vera verk- efni félagshyggjufólks að moka flórinn eftir hægriöflin. Þó skal hafa það hugfast að það koma dagar eftir þennan dag og undir öruggri stjórn nýja meirihlutans í Kópavogi er hugsað lengra en til morgundags- ins. Kópavogur mun rísa upp úr öskustónni og blómstra á ný. Þá er hyggilegt að leggja það vel á minnið til framtíðar að forðast gylliboðin og sjónhverfingarnar sem frjálshyggjan býður gjarnan uppá. Afleiðingarnar eru sam- félaginu allt of dýrar. Kópavogur er í verulegum fjárhagsvanda Kópavogur Arnþór Sigurðsson fulltrúi í Íþrótta- og tómstundaráði Kópavogs Viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er slíkur að litlu má muna að bæjarfélagið sé sett í gjörgæslu félagsmálaráðuneytisins. OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA 750 Ef þú getur borið pakkann kostar sendingin aðeins 750 krónur. Glimrandi hagstætt fyrir jólapakkana þína. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is | www.flytjandi. is | sími 525 7700 | Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. Á ekki við kæli- og frystivöru. Verð fyrir heimakstur með jólapakka er 750 kr. KR. VIÐ STYÐJUM MÆÐRASTYRKS- NEFND! 80 ÁFANGASTAÐIR DAGLEGA UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.