Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 47
MARKAÐURINN F R É T T I R 9MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Hundruð milljarða í stýringu Einkabankaþjónusta Eigna- og lífeyrisþjónusta Netbanki Hafðu samband í síma 440 4920 til að fá nánari upplýsingar eða til að mæla þér mót við ráðgjafa. Sveigjanlegt þjónustustig Netbankinn Eigna- og lífeyris þjónustan Einkabankaþjónustan Alhliða fjármálaþjónusta Vöktun safna Eigna- stýring Lífeyris- þjónusta Fjárfestingar- ráðgjöf Upplýsingar um skattamál Verðbréfa- viðskipti Banka- þjónusta Eignastýring Íslandsbanka eignastyring@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 44 4920 Vörur voru fluttar út fyrir 462,7 milljarða króna fyrstu tíu mán- uði þessa árs en flutt var inn fyrir 364,2 milljarða króna. Af- gangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 98,5 milljörð- um en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 74,0 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuður- inn var því 24,5 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Þetta kemur fram á vefsíðu Hag- stofunnar. Þar segir að í október hafi verið fluttar út vörur fyrir 47 milljarða króna og inn fyrir 36,9 milljarða króna. Vöruskiptin í október voru því hagstæð um 10,1 milljarð króna. Í október 2009 voru vöruskiptin hagstæð um tæpa 10,5 milljarða króna á sama gengi¹. Sjávarafurðir voru 39,7 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 7,7 prósentum meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðn- aðarvörur voru 55,4 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 34,2 prósentum meira en á sama tíma árið áður. Vöruskipti hagstæð um 100 milljarða SJÁVARAFURÐIR Nema rétt tæpum fjörutíu prósentum alls útflutnings það sem af er árinu. Íslenska netmarkaðsfyrirtækið Nordic Emarketing hefur skapað sér nafn víða um heim undanfarin ár þar sem það hefur verið leiðandi í markaðssetningu á vefnum. Kristján Már Hauksson, eigandi fyrir- tækisins, hefur staðið lengi í þessum bransa, eða frá árinu 1997, en segir í samtali við Markaðinn að nánast óend- anlegir möguleikar séu fyrir hendi. Nordic Emarketing sérhæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum um allan heim að koma sínum boðskap áleiðis til neyt- enda með markvissum hætti, þar á meðal með leitarvélabestun, þ.e. því að verða sem sýnilegust á leitarvélum. „Það sem við sérhæfum okkur í er að hjálpa fólki við að marka sér heild- stæða stefnu í markaðssetningu yfir netið og leitarvélabestun er bara hluti af því. Fyrir utan leitarvélar einbeit- um við okkur að félagsmiðlunum, borðaauglýsingum, umfjöllunum á fagbloggum og þar fram eftir götunum.“ Fyrirtækið hefur að undanförnu starfað með nokkrum af stærstu vörumerkjum heims, svo sem Puma, Siemens og Tesco-verslunarrisan- um, og Kristján segir smæð Íslands og áherslu á erlend samskipti hjálpa mikið í þessum efnum. „Okkar stærsti kúnnahópur er ekk- ert endilega fólk sem talar ensku, heldur eru erum við með sérþekkingu á margtyngdum mörkuðum, annað en breskir aðilar, til dæmis, sem hafa bara verið að horfa inn á við. Þegar þarlendir aðilar ætla svo að snúa sér að erlendum mörkuðum eru markaðs- fyrirtækin í þeirra landi ekki eins fær og þess vegna koma viðskiptavinir til okkar og við erum að ná gríðarlega góðum árangri.“ Ekki er hörgull á tækifærum í mark- aðsmálum á netinu og Nordic Emark- eting hefur nóg að gera í spennandi bransa. Leiðandi í netmarkaðsmálum KRISTJÁN MÁR HAUKSSON Eigandi Nordic Emarketing. MARKAÐURINN/ANTON Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 91 milljarði króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2010 samanborið við tæpa 77 millj- arða á sama tímabili 2009. Afla- verðmæti hefur því aukist um 14 milljarða eða 18,2 prósent á milli ára. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu inn- anlands nam 36 milljörðum króna og jókst um 23 prósent frá árinu 2009. Aflaverðmæti sjófrystingar var tæpir 33,3 milljarðar, sem er 26,7 prósenta aukning milli ára. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 39,6 prósent milli ára og var um 13,4 milljarðar. Aflaverðmæti eykst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.