Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 16
16 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR LENTIR Á JÖRÐU Þrír geimfarar úr alþjóðlegu geimstöðinni lentu í Úkr- aínu í síðustu viku eftir sex mánaða dvöl í geimnum. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Nokkuð færri kvart- anir bárust landlæknisembættinu í fyrra en árin tvö þar á undan. Alls bárust embættinu 237 kvartanir í fyrra en árið 2008 voru þær 282 og árið 2007 voru þær 274. Þetta kemur fram í ársskýrslu landlæknisembættisins fyrir árið 2009. Kvartanirnar lúta að samskipt- um almennings við þá sem veita heilbrigðisþjónustu. Málin sem um ræðir eru misjafnlega umfangs- mikil og alvarleg, allt frá hnökr- um í samskiptum til alvarlegra mistaka. Röng eða ófullnægjandi meðferð var tilefni flestra kvartana árið 2009 eins og verið hefur mörg und- anfarin ár. 58 kvartanir beindust að Landspítalanum en það eru tals- vert færri tilvik en árin á undan. Af þeim voru fimmtán á hendur bráða- og slysalækningadeild, tíu á hendur geðdeild, tíu lyflækninga- deild og átta á hendur skurðlækn- ingadeild. Kvartanir á hendur einkastofum lækna voru 44 og fækkaði umtals- vert frá árinu áður, þegar þær voru 71, en fjöldinn var svipaður og árið 2007 þegar 49 kvartanir bárust. Fram kemur í ársskýrslu land- læknisembættisins að einn heil- brigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi árið 2009. Tveimur var veitt lögformleg áminning. Af öðrum aðgerðum landlækn- is vegna kvartana má nefna að aðfinnslur voru átján og ábending- ar um það sem betur mætti fara 36. Í 104 málum þótti ekki ástæða til aðgerðar. bjorn@frettabladid.is Færri kvörtuðu til landlæknis í fyrra Landlæknisembættinu bárust 237 kvartanir á síðasta ári. Kvörtunum fækkaði milli ára. Röng eða ófullnægjandi meðferð var tilefni flestra kvartana. Einn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi í fyrra og tveimur veitt áminning. Á GANGINUM Af 58 kvörtunum sem bárust landlækni og beindust að Landspítalan- um voru flestar vegna bráða- og slysalækningadeildar. 44 kvartanir voru á hendur einkastofum lækna. Kvartanir 2009 eftir tilefni FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Má bjóða ykkur meiri Vísi? VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! RÚSSLAND, AP Dmitrí Medvedev Rússlands- forseti lagði í stefnuræðu sinni þetta árið sérstaka áherslu á nauðsyn þess að rúss- neskum stjórnvöldum tækist að semja við Vesturlönd um sameiginlegar eldflauga- varnir. „Næstu tíu árin bíða okkar þessir val- kostir,“ sagði hann í þingsalnum í Kreml. „Annaðhvort náum við samkomulagi um eldflaugavarnir og búum til sameiginlegan vettvang fyrir samstarf, eða þá, ef okkur tekst ekki að komast að sameiginlegri og uppbyggilegri afstöðu, að nýtt vopnakapp- hlaup fer af stað.“ Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Portúgal í síðasta mánuði samþykktu leið- togar NATO nýja áætlun um eldflaugavarn- ir og buðu jafnframt Rússum að taka þátt. Vitað er að mikil andstaða er við þau áform meðal margra áhrifamanna í Rússlandi, ekki síst innan hersins. Medvedev hefur hins vegar fyrir sitt leyti fallist á boð Atlantshafsbandalagsins, þótt óljóst sé nákvæmlega hvernig samstarfinu við Rússa verði háttað. - gb Forseti Rússlands leggur áherslu á samstarf við Vesturlönd um sameiginlegar eldflaugavarnir: Medvedev varar við nýju vopnakapphlaupi DMITRÍ MEDVEDEV Flutti stefnuræðu sína á sameinuðu þingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Röng meðferð 36 Ófullnægjandi meðferð 36 Aðgengi að heilbrigðisþjónustu 17 Sjúkraskrá 12 Samskiptaörðugleikar milli heilbrigðisstarfsmanns og sjúklings 17 Áfengis- eða lyfjanotkun heilbrigðisstarfsmanns 6 Læknisvottorð 16 Ófullnægjandi eftirlit 7 Röng greining 12 Trúnaðarbrot 3 Ófullnægjandi upplýsingar 4 Samskiptaörðugleikar heilbrigðisstarfsfólks 1 Óljóst tilefni 1 Örorkumat 3 Heilbrigðisstarfsmaður fer út fyrir verksvið sitt 3 Skottulækningar 0 Önnur atriði 57 Alls 237 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík Flúðir EURO Panelofn 50x120 cm 12.390 Hágæða ofnar á áður óþekktu verði MARGAR STÆRÐIR MARGAR STÆRÐIR EURO handklæðaofn beinn hvítur 50x80 cm 7.290 EURO handklæðaofn kúptur króm 50x120 cm 17.990 VOTTUÐ GÆÐAVARA KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ PKP - 21 HAÍTÍ „Þarna er mikil neyð og við ákváðum því að gefa meira vatn,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarfor- maður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað lindarvatn á flöskum undir merkjum Iceland- ic Glacial á jörðinni Hlíðarendi við Þorlákshöfn. Fyrirtækið sendi í vikunni 42 tonn af vatni á flöskum til Haítí. Fólk þar hefur glímt við mikla neyð í kjöl- far jarðskjálfta sem reið þar yfir í byrjun árs og lagði höfuðborgina Port-au-Prince nánast í rúst. Hjálp- arstofnun úti sem ekki er rekin í hagnaðarskyni dreifir vatninu til nauðstaddra. Í síðasta mánuði braust út kóleru- faraldur í borginni og hefur hann dregið 1.415 manns til dauða. Þar að auki eru 56 þúsund taldir hafa veikst af völdum faraldursins og óttast að allt að tvö hundruð þúsund til við- bótar geti veikst á næstu mánuðum. Kólera getur komið upp þar sem hreinlæti er af skornum skammti og aðgangur að hreinu drykkjarvatni takmarkaður. Í borginni búa nú 1,3 milljónir manna við slæman kost í búðum fyrir þá sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum. Fyrirtæki Jóns, sem er að hluta til í eigu bandaríska drykkjavöru- risans Anheuser Busch, sendir vatnið til Haítí frá Bandaríkjunum. Þetta er þriðja sendingin frá því að jarðskjálftinn reið yfir. - jab BARIST VIÐ KÓLERU Sjúklingar á sjúkrahúsi í bænum Limbe á Haítí. Talið er að 1.415 hafi látist af völdum kólerufaraldurs þar í landi á mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrirtæki Jóns Ólafssonar brást við neyðarkalli nauðstaddra: Sendi 42 tonn af vatni til Haítí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.