Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2010 13 FJARSKIPTI Síminn braut gegn trúnaðarskyld- um með því að nýta sér upplýsingar um við- skiptavini keppinauta sinna, Nova og Voda- fone. Eru þetta niðurstöður Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS) eftir að Nova lagði fram formlega kvörtun vegna meintra brota Sím- ans á trúnaðarskyldum sínum samkvæmt samtengisamningi með því að nota upplýsing- ar í markaðslegum tilgangi. Í rannsókn PFS, þar sem stuðst var við gögn sem Samkeppniseftirlitið lagði hald á við húsleit hjá Símanum, kom í ljós að umfangsmiklir úthringilistar með persónu- upplýsingum þúsunda viðskiptavina keppi- nautanna höfðu verið unnir. Listarnir höfðu meðal annars að geyma símanúmer, kenni- tölur og í sumum tilvikum starfsheiti. Einnig voru útlistuð lengd og fjöldi símtala hvers og eins einstaklings. Síminn hefur viðurkennt að sölumenn sínir hafi ekki haft heimild til að nýta upplýsing- arnar í markaðstilgangi. Þó hafnaði fyrirtæk- ið því að geta ekki átt rétt á upplýsingunum vegna ýmissa annarra ástæðna. PFS mun framkvæma úttekt á samskiptum heildsölu og smásölu Símans í kjölfarið og er fyrirtækinu gert að setja sér verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna. - sv Póst- og fjarskiptastofnun segir í úrskurði að Síminn hafi nýtt sér upplýsingar um viðskiptavini keppinauta: Síminn braut gegn trúnaðarskyldum BRAUT TRÚNAÐ Síminn nýtti sér sundurliðaðar persónu- upplýsingar viðskiptavina keppinauta í markaðslegum tilgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Hæstiréttur í New York ríki í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Vickrams Bedi um að fá tryggingu sína lækkaða, en hann situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt Helgu Ingvarsdóttur, unnustu sinni. Þau eru grunuð um að hafa svikið milljónir dala út úr þekktum píanóleikara og milljarðaerfingja. Í Bandaríkjunum er hægt að reiða fram tryggingarfé til þess að þurfa ekki að sitja í varðhaldi og er tryggingin þrjár millj- ónir dala hjá þeim Vickram og Helgu. Helga mun ekki hafa farið fram á lækkun. Hæstiréttur New York segir nei: Fær tryggingu ekki lækkaða PARIÐ Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi sitja í gæsluvarðhaldi. STJÓRNMÁL Skýrsla og tillögur umbótanefndar Samfylkingar- innar verða kynntar og ræddar á flokksstjórnarfundi á laugar- dag. Verkefni nefndarinnar, sem tók til starfa í maí, var að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Sextán sátu í nefndinni en með verkefnisstjórn fóru Ásgeir Beinteinsson skólastjóri, Hólm- fríður Sveinsdóttir stjórnsýslu- fræðingur, Jón Ólafsson heimspekingur og Kolbrún Benediktsdóttir lögfræðingur. - bþs Samfylkingin og bankahrunið: Tillögur að um- bótum kynntar Tók lögregluþjón hálstaki Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn- inni, en honum er gefið að sök að hafa veist að lögregluþjóni árla að laugardagsmorgni í október í fyrra við skemmtistaðinn Glaumbar í Tryggva- götu. Hann er sagður hafa tekið lögregluþjóninn hálstaki með þeim afleiðingum að laganna vörðurinn tognaði. Skilorð fyrir líkamsárás Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karl á þrítugsaldri í sjö mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn er sakfelldur fyrir að ráðast á annan mann við söluturninn Krílið á Ísafirði í apríl á þessu ári og veita honum varanlega áverka. Þá þarf hinn sakfelldi að greiða málskostnað og 400 þúsund krónur í miskabætur til handa fórnarlambinu. DÓMSMÁL SAMGÖNGUR Iceland Express hyggst hefja flug til Orlando á Flórída í mars og apríl á næsta ári. Orlando verður fjórði áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum. Þegar er flogið til New York og munu Boston og Chicago bætast við í sumar. Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, segir félagið hafa flogið til Orlando í október og það hafi gengið mjög vel. Verði við- tökurnar nú svipaðar eða betri komi vel til greina að framhald verði á fluginu til Orlando. - sv Iceland Express til Flórída: Hefur flug til Orlando í mars Fylgstu með Sprota og vinum hans á hverjum degi fram til jóla í spennandi ævintýri um leyndarmál Destu prinsessu. Ævintýrið er í fyrsta sinn á táknmáli í tilefni 50 ára afmælis Félags heyrnarlausra. Sagan er skrifuð og lesin af Felix Bergssyni og Kári Gunnarsson myndskreytir. Sprotarnir eru talsmenn barnaþjónustu Landsbankans og eru skemmtilegir og skynsamir í fjármálum. Gjafakort Sprotanna er sniðug gjöf fyrir káta krakka og fæst í öllum útibúum Landsbankans. LEYNDARMÁL DESTU PRINSESSU FYLGSTU MEÐ Á SPROTI.IS ÆVINTÝRI SPROTA OG VINA HANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.