Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 74
54 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR HANDBOLTI Hornamaðurinn Guð- jón Valur Sigurðsson mun í kvöld klæðast handboltabúningi í fyrsta skipti í tíu mánuði. Hann verð- ur í leikmannahópi Rhein-Neck- ar Löwen í kvöld er liðið tekur á móti Þýskalandsmeisturum Kiel í mikilvægum leik sem sýndur verð- ur beint á Stöð 2 Sport. Hann fór í aðgerð á hné strax eftir Evrópumótið og þurfti svo aftur að leggjast undir hnífinn í maí. Biðin eftir því að komast aftur út á völlinn hefur því verið löng fyrir Guðjón. „Ég hef getað æft ágætlega í nokkurn tíma en það er ekki hægt að æfa allt sem maður þarf að gera í leikjum. Mun- urinn á æfingum og leikjum er eins og hlaupaskór og spariskór. Ég hef getað beitt mér af fullu afli í 3-4 vikur. Auðvitað finn ég aðeins fyrir meiðslunum en minna en fyrir aðgerðirnar,“ segir Guð- jón Valur, sem bíður spenntur eftir því að fá. „Það verður mjög góð tilfinn- ing að fara aftur í treyjuna. Ég er samt ekki að fara að spila mikið í þessum leik. Ég er að koma mér af stað og ætla að reyna að vera skynsamur með því að fara rólega og varlega af stað,“ segir Guðjón, sem engu að síður byrjar í stórleik sem mun endanlega skera úr um hvort Löwen á einhvern möguleika á að berjast um titilinn.. „Ég ákvað að velja þægileg- an leik til að byrja með. Þetta er fín upphitun fyrir Celje á laug- ardaginn,“ segir Guðjón léttur. „Það er annars mjög mikið undir. Við sýndum gegn Kiel og Hamb- urg í síðustu leikjum að við getum unnið þau. Vorum yfir lengstum í leiknum en vorum of fljótir að tapa niður forskotinu og leikjunum. Við erum að færast nær þessum liðum sem hafa verið saman lengur en við. Það er jákvætt.“ Guðjón Valur viðurkennir fús- lega að tíminn utan vallar hafi á tíðum verið erfiður en hann veltir sér ekki upp úr því enda kominn af stað og þá fylgja vonandi skemmti- legri tímar. Íslenskir handknatt- leiksunnendur gleðjast mikið yfir þessum tíðindum enda gæti farið svo að Guðjón Valur nái að spila með landsliðinu á HM í janúar. „Ég ætla að byrja á því að lifa af nokkra leiki áður en ég fer að hugsa of mikið um HM. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hversu erfið svona stórmót eru. Auðvitað geri ég mér samt vonir um að komast með á HM og mun gera allt sem ég get til þess að komast þangað,“ segir Guðjón. Félag hans er eflaust ekki of spennt fyrir því að hann fari á HM. Þjálfarinn hans hjá Löwen er eflaust ekki hrifinn af því að hann spilaði þar en landsliðsþjálf- ari Íslands vill örugglega að hann spili á HM. Vandamálið þar er að þjálfarinn er sá sami – Guðmundur Guðmundsson. „Ég þarf að ná báðum þessum þjálfurum saman á fund og fara yfir þetta með þeim. Það gæti reynst erfitt,“ segir Guðjón léttur og hlær við. henry@frettabladid.is Geri allt sem ég get til að komast á HM Guðjón Valur Sigurðsson mun í kvöld leika sinn fyrsta handboltaleik síðan Ísland vann bronsverðlaun á EM í Austurríki. Guðjón hefur á þessum tíma farið í tvær aðgerðir á hné. „Það verður gott að komast aftur í treyjuna,“ segir Guðjón Valur en hann segist ætla að lifa af nokkra leiki með Rhein-Neckar Löwen áður en hann fer að hugsa of mikið um HM sem fram fer í janúar. TÍU MÁNAÐA BIÐ Á ENDA Guðjón Valur segir að það verði góð tilfinning að klæðast aftur búningi Rhein-Neckar Löwen í kvöld. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Vonlaust að sitja á bekknum Guðjón Valur hefur í meiðslunum setið mikið á bekknum hjá Guðmundi þjálfara. Hann segir ekkert hjálpa til að sitja þar og fá að láta í sér heyra. „Það er alveg vonlaust að sitja á bekknum. Ég ber mikla virðingu fyrir þjálfurum og aðstoðarþjálfur- um eftir að hafa fylgst með af bekknum. Ég hef fengið að upplifa Gumma í nýju ljósi. Ég segi stundum eitthvað við Guðmund sem mér finnst skipta máli en þar sem ég er leikmaður get ég ekki sagt honum að taka þennan eða hinn af velli. Hann kvartar stundum yfir því að ég sé of rólegur á bekknum,” sagði Guðjón. „Ég get ekki komist upp með það og síðan farið að spila með viðkomandi aðilum stuttu síðar. Þeir munu ekkert gefa á mig,” sagði Guðjón sem ætlaði sér ekkert að sitja á bekknum en lét tilleiðast þegar Guðmundur óskaði eftir aðstoð. „Ég þarf líka að sinna ýmsum verkefnum. Fara á tæknifundi fyrir leiki sem eru oftast drepleiðinlegir. Ég hef samt kynnst dómurum og eftirlitsmönnum frá öðrum hliðum og það er jákvætt. Ég vil samt endilega fara að spila núna frekar en að standa í þessu.“ VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 50 HELGILEIKIR Í JÓLAMÁNUÐINUM Stöð 2 Sport 2 boðar ykkur mikinn fögnuð í desember. 50 leikir í enska boltanum, þar af fjórar heilar umferðir um jólin. Gerast kraftaverkin hjá Liverpool? Verða stuðningsmenn Arsenal og Chelsea bænheyrðir eða ná Rooney og félagar að halda hásætinu í deildinni? Fáðu þér áskrift, sjáðu æsispennandi helgileiki og haltu heilaga hátíð í desember. Fjöldi stórleikja: Chelsea – Everton Liverpool – Aston Villa Man. Utd. – Arsenal Newcastle – Liverpool Tottenham – Chelsea Chelsea – Man. Utd. Arsenal – Chelsea F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.