Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 8
 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR – Lifið heil www.lyfja.is Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir. REYKJAVÍK Borgaryfirvöld í Reykja- vík gera ráð fyrir nær tveggja millj- arða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinn- ar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnar- fundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmark- ið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækk- un skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorp- hirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjár- veitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætl- un sé lagður grunnur að vexti borg- arinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjár- hagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnu- málin þar sem við setjum veruleg- ar fjárhæðir í mannaflsfrekar fram- kvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni.“ Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlut- ans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti sjálfstæðismanna, segist einn- ig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frek- ar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækk- anir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa.“ thorgils@frettabladid.is Þurftu að fylla upp í fimm milljarða gat Borgaryfirvöld stoppa í fimm milljarða gat með hagræðingu og hækkunum. Leikskólagjöld eru meðal þess sem hækkar á næsta ári. Formaður borgarráðs segir horft til framtíðar. Minnihlutinn átelur forgangsröðun í fjárhagsáætlun. KYNNA ÁFORM Jón Gnarr borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skattahækkanir: Útsvar: 13,03% í 13,20% Fasteignaskattar: 0,214% í 0,240% Lóðarleiga: 0,08% í 0,20% Gjaldskrárhækkanir: Sorphirðugjald 260 milljónir Leikskólar: ■ Gjaldskrá hækkar um 5,35 prósent ■ Námsgjald elsta árgangs verður sama og annarra árganga ■ Hjón og sambúðarfólk þar sem annar er í námi fá ekki afslátt af leikskólagjöldum ■ Systkinaafsláttur vegna annars og þriðja barns lækkar úr 100 prósent- um niður í 75. Hækkanir 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.