Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 13

Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2010 13 FJARSKIPTI Síminn braut gegn trúnaðarskyld- um með því að nýta sér upplýsingar um við- skiptavini keppinauta sinna, Nova og Voda- fone. Eru þetta niðurstöður Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS) eftir að Nova lagði fram formlega kvörtun vegna meintra brota Sím- ans á trúnaðarskyldum sínum samkvæmt samtengisamningi með því að nota upplýsing- ar í markaðslegum tilgangi. Í rannsókn PFS, þar sem stuðst var við gögn sem Samkeppniseftirlitið lagði hald á við húsleit hjá Símanum, kom í ljós að umfangsmiklir úthringilistar með persónu- upplýsingum þúsunda viðskiptavina keppi- nautanna höfðu verið unnir. Listarnir höfðu meðal annars að geyma símanúmer, kenni- tölur og í sumum tilvikum starfsheiti. Einnig voru útlistuð lengd og fjöldi símtala hvers og eins einstaklings. Síminn hefur viðurkennt að sölumenn sínir hafi ekki haft heimild til að nýta upplýsing- arnar í markaðstilgangi. Þó hafnaði fyrirtæk- ið því að geta ekki átt rétt á upplýsingunum vegna ýmissa annarra ástæðna. PFS mun framkvæma úttekt á samskiptum heildsölu og smásölu Símans í kjölfarið og er fyrirtækinu gert að setja sér verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna. - sv Póst- og fjarskiptastofnun segir í úrskurði að Síminn hafi nýtt sér upplýsingar um viðskiptavini keppinauta: Síminn braut gegn trúnaðarskyldum BRAUT TRÚNAÐ Síminn nýtti sér sundurliðaðar persónu- upplýsingar viðskiptavina keppinauta í markaðslegum tilgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Hæstiréttur í New York ríki í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Vickrams Bedi um að fá tryggingu sína lækkaða, en hann situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt Helgu Ingvarsdóttur, unnustu sinni. Þau eru grunuð um að hafa svikið milljónir dala út úr þekktum píanóleikara og milljarðaerfingja. Í Bandaríkjunum er hægt að reiða fram tryggingarfé til þess að þurfa ekki að sitja í varðhaldi og er tryggingin þrjár millj- ónir dala hjá þeim Vickram og Helgu. Helga mun ekki hafa farið fram á lækkun. Hæstiréttur New York segir nei: Fær tryggingu ekki lækkaða PARIÐ Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi sitja í gæsluvarðhaldi. STJÓRNMÁL Skýrsla og tillögur umbótanefndar Samfylkingar- innar verða kynntar og ræddar á flokksstjórnarfundi á laugar- dag. Verkefni nefndarinnar, sem tók til starfa í maí, var að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Sextán sátu í nefndinni en með verkefnisstjórn fóru Ásgeir Beinteinsson skólastjóri, Hólm- fríður Sveinsdóttir stjórnsýslu- fræðingur, Jón Ólafsson heimspekingur og Kolbrún Benediktsdóttir lögfræðingur. - bþs Samfylkingin og bankahrunið: Tillögur að um- bótum kynntar Tók lögregluþjón hálstaki Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn- inni, en honum er gefið að sök að hafa veist að lögregluþjóni árla að laugardagsmorgni í október í fyrra við skemmtistaðinn Glaumbar í Tryggva- götu. Hann er sagður hafa tekið lögregluþjóninn hálstaki með þeim afleiðingum að laganna vörðurinn tognaði. Skilorð fyrir líkamsárás Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karl á þrítugsaldri í sjö mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn er sakfelldur fyrir að ráðast á annan mann við söluturninn Krílið á Ísafirði í apríl á þessu ári og veita honum varanlega áverka. Þá þarf hinn sakfelldi að greiða málskostnað og 400 þúsund krónur í miskabætur til handa fórnarlambinu. DÓMSMÁL SAMGÖNGUR Iceland Express hyggst hefja flug til Orlando á Flórída í mars og apríl á næsta ári. Orlando verður fjórði áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum. Þegar er flogið til New York og munu Boston og Chicago bætast við í sumar. Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, segir félagið hafa flogið til Orlando í október og það hafi gengið mjög vel. Verði við- tökurnar nú svipaðar eða betri komi vel til greina að framhald verði á fluginu til Orlando. - sv Iceland Express til Flórída: Hefur flug til Orlando í mars Fylgstu með Sprota og vinum hans á hverjum degi fram til jóla í spennandi ævintýri um leyndarmál Destu prinsessu. Ævintýrið er í fyrsta sinn á táknmáli í tilefni 50 ára afmælis Félags heyrnarlausra. Sagan er skrifuð og lesin af Felix Bergssyni og Kári Gunnarsson myndskreytir. Sprotarnir eru talsmenn barnaþjónustu Landsbankans og eru skemmtilegir og skynsamir í fjármálum. Gjafakort Sprotanna er sniðug gjöf fyrir káta krakka og fæst í öllum útibúum Landsbankans. LEYNDARMÁL DESTU PRINSESSU FYLGSTU MEÐ Á SPROTI.IS ÆVINTÝRI SPROTA OG VINA HANS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.