Fréttablaðið - 01.12.2010, Síða 31

Fréttablaðið - 01.12.2010, Síða 31
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Jólagjafir Skoðaðar með hagtölugleraugum Sparisjóðir Reka þriðjung bankaútibúa 2 Úttekt Lánshæfismatið skerðir möguleikana Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 1. desember 2010 – 13. tölublað – 6. árgangur 10 ára Svansmerking! Kostir Staðgreiðslulána Auðveldaðu viðskiptin með Staðgreiðslulánum Borgunar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í,“ bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunn- ar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verð- lagi á milli ára. Velta í raf- tækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifj- ar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um til- boð núna en áður,“ segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsölu- vertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslætt- irnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent,“ segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkj- um Evu við Laugarveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnun- ardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum,“ segir Har- aldur og bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaup- ir fólk bara vöruna sem er á tilboði,“ segir hann. Tilboð halda verslun uppi í kreppunni Meira er um útsölur nú fyrir jólin en fyrri ár. Hegðun neyt- enda hefur sömuleiðis breyst. Neytendur elta tilboðsvörur. Google til rannsóknar Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur ákveðið að rann- saka hvort netleitarfyrirtæk- ið Google hafi gerst brotlegt við samkeppnisreglur sambandsins. Borist hafa kvartanir frá öðrum leitarvélum, sem telja Google hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Þrýstingur vex Þrýstingur á Miðjarðarhafsríki evrusvæðisins hefur vaxið eftir að Evrópusambandið og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn ákváðu að koma Írum til hjálpar. Fjárfest- ar seldu í gær í stórum stíl ríkis- skuldabréf frá Spáni, Portúgal og Ítalíu. Þurfi að koma Portúgal til bjargar mun það kosta álíka mikið og björgunaraðgerðirnar fyrir Ír- land, en fari Spánn sömu leið reyn- ir á þolmörk neyðarsjóðs ESB. MP banki tapaði 1.857 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Þetta er rúmlega fjórfalt verri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar bankinn tapaði 412 milljón- um króna. Uppgjör MP banka hefur legið um nokkurt skeið á borði Fjármála- eftirlitsins. Ákveðið var að birta það í ljósi fregna um að bankinn uppfyllti ekki kvaðir um eigið fé. Í uppgjörinu kemur fram að tapið skýrist af styrkingu krón- unnar, niðurfærslu á lánum í er- lendri mynt og 750 milljóna króna sáttagreiðslu við einn af gömlu bönkunum. Reiknað eiginfjárhlutfall MP banka nam 9,2 prósentum í lok júní. Á sama tíma í fyrra stóð það í 17,5 prósentum. Eignfjárhlutfall fjár- málafyrirtækja má lögum sam- kvæmt fara lægst í 8,0 prósent. Fjármálaeftirlitið getur hins vegar krafist allt að sextán prósenta eig- infjárhlutfalls líkt og það gerir í tilviki nýju bankanna. - jab Er rétt yfir lágmarks- kröfu FME GUNNAR KARL Unnið hefur verið að því á árinu að fá nýtt hlutafé í MP banka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 6-7 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.