Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 2

Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 2
2 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrver- andi bankastjórar Lands- bankans, munu bera vitni í máli Baldurs Guðlaugs- sonar, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra, sem ákærður hefur verið fyrir 192 millj- óna króna innherjasvik. Þeir eru meðal tólf manna sem saksóknarinn í málinu hefur farið fram á að verði leiddir fyrir dóminn sem vitni. Önnur vitni eru ráðuneytis- stjórar, seðlabankastjóri, starfsmaður Seðlabank- ans og forstjóri Fjár- málaeftirlitsins (FME), sem allir sátu í samráðs- hópi Seðlabankans um fjármálastöðugleika með Baldri, og starfsmenn FME og Landsbankans. Á morgun mun verj- andi Baldurs leggja fyrir dóminn greinargerð um málið auk vitnalista. Dag- setning fyrir málflutning hefur ekki verið ákveðin. - sh Saksóknari kallar tólf manns úr ráðuneytum, Seðlabanka, Landsbanka og FME fyrir dóm sem vitni: Sigurjón og Halldór vitna í máli Baldurs 1. Jónína S. Lárusdóttir, fv. ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu 2. Jónas Friðrik Jónsson, fv. forstjóri Fjármálaeftirlitsins 3. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans 4. Bolli Þór Bollason, fv. ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu 5. Áslaug Árnadóttir, fv. ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu 6. Ingimundur Friðriksson, fv. seðlabankastjóri 7. Rut Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu 8. Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri verðbréfasviðs Fjármálaeftirlitsins 9. Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans 10. Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans 11. Sigurjón Þ. Árnason, fv. bankastjóri Landsbankans 12. Halldór J. Kristjánsson, fv. bankastjóri Landsbankans Tólf vitni saksóknara BALDUR GUÐLAUGSSON ORKUMÁL „Þetta er vindmylla með hámarksgetu upp á 30 kílóvött, miðað við tíu metra vind á sek- úndu,“ segir Haraldur Magnús- son bóndi sem hyggst reisa rúm- lega þrjátíu metra háa vindmyllu við bæ sinn í Belgsholti í Mela- sveit. Vindmyllan verður líklega sú fyrsta sem skráð verður inn á orkudreifikerfið hér á landi og verður, eftir því sem Fréttablað- ið kemst næst, sú hæsta á land- inu. Mastrið sjálft er 25 metrar á hæð en spaðarnir um sex metrar á lengd. Haraldur stefnir að því að vind- myllan verði komin í notkun í mars en um tvö ár eru síðan hann fór að vinna í henni. „Ég fékk veðurstöð í fimmtugs- afmælisgjöf árið 2003 sem skrá- ir allt veðurfar í tölvu. Þá fór ég að hugsa hvort hægt væri að nota vindinn til að búa til orku. Ég tók saman niðurstöðurnar og sendi Orkustofnun, sem fannst þetta álit- legar niðurstöður,“ segir Haraldur. „Ég fékk styrk úr Orkusjóði vorið 2008. Verkefnið fór í smá frost eftir bankahrun en svo fór allt á fullt.“ Haraldur segir að grunnurinn að því að reisa svona vindmyllu sé að notast við rannsóknarniður- stöður á vindstyrk. Hann leitaði á náðir Sigurðar Inga Friðleifssonar, í Orkusetrinu á Akureyri, en hann hefur verið að skoða möguleikann á því að setja upp vindmyllu við Sólheima í Grímsnesi. „Sigurði Inga fannst vindkúrfan hjá mér vera ákjósanleg. Hann benti mér á sænska framleiðandann Hanne- vind í Svíþjóð en það fyrirtæki framleiðir nokkuð hagstæðar vind- myllur að hans sögn. Nú er ég bara að bíða eftir staðfestingu á því hve- nær ég fæ vindmylluna afgreidda frá fyrirtækinu og stefni á að koma henni upp í mars.“ Að ýmsu er að huga áður en vind- myllan verður reist. Haraldur þarf meðal annars byggingarleyfi sem hann vonast til að fá í vikunni. Allt stefnir í að vindmyllan hans Haraldar verði sú fyrsta sem framleiði orku sem fari inn á orku- dreifingarkerfið. „Það var nú ekki stefnan í fyrstu en ef þessi áform ganga eftir verður hún fyrsta vind- myllan sem framleiðir rafmagn inn á dreifikerfið,“ segir Haraldur. En eitthvað hlýtur vindmyllan að kosta? „Kostnaðurinn við hana er um tíu milljónir með eigin vinnu. En auk styrksins úr Orkusjóði fékk ég framlag úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem hefur verið að styrkja smærri bændavirkj- anir og vatnsaflsvirkjanir. Vind- myllan féll í sama flokk og þær,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Melasveit. kristjan@frettabladid.is Hyggst reisa hæstu vindmyllu landsins Haraldur Magnússon ætlar að reisa þrjátíu metra háa vindmyllu við bæ sinn í Belgsholti í Melasveit. Framleiðir rafmagn í eigin þágu. Afgangurinn fer inn á orkudreifikerfið. Í fyrsta sinn sem rafmagn úr vindmyllu fer þangað inn. VINDMYLLAN Vindmyllan sem Haraldur stefnir á að reisa er framleidd af sænska fyrirtækinu Hannevind og á að geta framleitt allt að 30 kílóvött. MYND/HANNEVIND Ég fékk veðurstöð í fimmtugsafmælisgjöf árið 2003 sem skráir allt veðurfar í tölvu. Þá fór ég að hugsa hvort hægt væri að nota vindinn til að búa til orku. HARALDUR MAGNÚSSON BÓNDI Í BELGSHOLTI EFNAHAGSMÁL „Harla ólíklegt er að aðstæður til afnáms gjald- eyrishafta batni frá því sem nú er,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nas- daq-OMX, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Skyn- samlegast sé að höftin verði afnumin sem allra fyrst. „Það er alger- lega ósannað mál að afnám haftanna nú muni hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið,“ segir Þórð- ur og færir rök fyrir því „að tafir geti haft mun alvarlegri afleið- ingar fyrir lífskjör á Íslandi en að ganga til verks nú þegar“. „Sé litið til samkeppnishæfni efnahagslífsins og eignastöðu þjóðar búsins hefur Ísland ekki staðið jafn vel um árabil.“ Sjá síðu 36 Þórður Friðjónsson: Kjöraðstæður til að afnema gjaldeyrishöft Björgvin, er nú Skálmöldin önnur? „Já, ný Skálmöld er risin.“ Björgvin Sigurðsson og félagar hans í rokksveitinni Skálmöld eru að gera góða hluti og hafa þegar gefið út plötu og munu leika á stærstu þungarokkshljóm- leika hátíð heims á næsta ári. LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn, annar sextán ára en hinn 23 ára, hafa gengist við því hjá lögreglu að hafa stolið sjö úrum að andvirði um fimm milljónir króna úr versluninni Leonard í Kringlunni í fyrradag, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Úrin voru ófund- in síðdegis í gær. Pilturinn var handtekinn snemma í fyrrinótt en maðurinn eftir hádegið í gær. Þeir höfðu farið í versl- unina, spennt upp læstan skáp með verkfæri sem þeir höfðu meðferðis, hrifsað nokkur úr og látið sig síðan hverfa. Allt tók þetta örskotsstund. Þjófarnir huldu ekki andlit sín, því þeir töldu sig vekja meiri athygli þannig búnir heldur en ella. Það varð til þess að þeir náðust greinilega á mynd í öryggis myndavélum í versluninni. Þótt þeir hafi játað verknaðinn áttu þeir í erfiðleik- um með að gera grein fyrir því hvað þeir hefðu gert við úrin. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins á sá eldri talsverðan sakaferil að baki, þar á meðal í tengslum við fíkniefni. Pilturinn hefur einnig komið við sögu hjá lögreglu en í minni mæli þó. Til stóð að piltinum yrði sleppt í gærkvöld en eldri maðurinn sæti inni að minnsta kosti fram eftir degi í dag. - jss LÖGREGLAN Þjófarnir voru yfirheyrðir af lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Sjö úrum að verðmæti fimm milljónir króna stolið úr Leonard: Þjófar játuðu en úrin ófundin ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON LÖGREGLUMÁL Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í vestur- borginni fyrr í vikunni. Um var að ræða 100 grömm af marijúana, sem var að mestu í söluumbúðum. Á sama stað var einnig lagt hald á talsvert af sterum. Húsráðandi, karlmaður á þrí- tugsaldri, var handtekinn og ját- aði hann sök sína. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. - jss Fundu fíkniefni við húsleit: Sterar og maríj- úana í vesturbæ SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli á grá- sleppuvertíðinni 2010 svaraði til 17.947 tunna af söltuðum hrogn- um. Fara þarf aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veiði, eins og kemur fram á vef Lands- sambands smábátaeigenda. Afkoma flestra sem stunduðu veiðarnar var góð, enda hátt verð á hrognunum. Alls stunduðu 344 bátar veið- arnar á vertíðinni, sem var 65 bátum fleira en 2009. Langmest veiði var í Breiða- firði, 5.480 tunnur eða 30 prósent heildarveiðinnar. Mestu var land- að í Stykkishólmi, 2.736 tunnum. - shá Grásleppuvertíðin 2010: Frábær veiði og verð hrogna hátt Á GRÁSLEPPU Oddur V. Jóhannsson gerir út á grásleppu og er einn af 344 bátum sem gerðu út í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR JARÐVÁ Viðbúnaður vegna eldgoss- ins í Eyjafjallajökli hefur verið færður af „neyðarstigi“ niður á „óvissustig“, að því er fram kemur á vef Almannavarna. Óvissustig er lægsta almannavarnastigið. Síðustu merki um eldgosið í Eyjafjallajökli sem hófst 14. apríl síðastliðinn voru í byrjun júní. Meðan óvissustig er í gildi er áfram tryggð vöktun og eftirlit með þáttum sem snúa að fram- vindu í eldfjallinu sem og þeim atriðum sem snúa að afleiðingum gossins svo sem aurflóðum og öskufoki. Enn er gríðarlegur hiti í hrauninu og næst eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi. - óká Viðbúnaði vegna goss breytt: Úr neyðarstigi yfir í óvissustig SPURNING DAGSINS ®
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.