Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 6
6 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Tveir ungir menn, átján og nítján ára, hafa verið ákærðir fyrir tilraun til brennu og brots gegn valdstjórninni fyrir Héraðs- dómi Vesturlands. Þeir voru hand- teknir í Borgarnesi í lok nóvem- ber í fyrra eftir að hafa kastað bensín sprengjum í lögreglustöð bæjarins til að reyna að frelsa vin sinn úr haldi. Piltarnir höfðu verið á dansleik fyrr um kvöldið og lent þar í orða- skaki við lögreglu eftir að ódæll félagi þeirra var handtekinn. Hann hafði í ölæði ógnað fólki með hafnaboltakylfu. Samkvæmt ákæru fóru þeir í kjölfarið og útbjuggu bensínsprengju með því að fylla áfengisflöskur af bensíni og troða tuskum niður í flösku- hálsinn. Sprengjunum köstuðu þeir logandi í lögreglustöðina. Önnur brotnaði, en eldurinn læsti sig ekki í húsið. Í ákæruskjali segir að atlagan „hefði getað leitt til eldsvoða sem hefði haft í för með sér almanna- hættu með miklum skemmdum eða eyðileggingu á húsnæðinu, ef eldur hefði náð að breiðast út, en hending ein réði því að svo var ekki“. Þrátt fyrir að piltarn- ir hafi ráðist að húsinu í því skyni að frelsa mann úr haldi var húsið mann- laust, enda hafði félagi þeirra verið fluttur með lögreglubíl til Reykja- víkur þegar í ljós kom að hann var eftirlýst- ur þar. Þetta höfðu þeir hins vegar ekki hug- mynd um. Fjórir voru upphaflega handteknir vegna málsins en sem fyrr segir eru einung- is tveir ákærðir. - sh Tveir ungir piltar eiga fangelsisvist yfir höfði sér fyrir að bregðast of harkalega við handtöku félaga síns: Ákærðir fyrir sprengjuárás á lögreglustöð FRÉTTIN FRÁ 28. NÓVEMBER „Sem betur fer er þetta rammbyggt steinhús þannig að við fuðrum nú ekki svo glatt upp,“ lét Theódór Þórðarson yfirlög- regluþjónn hafa eftir sér þegar málið kom upp. FJARLÆGÐ EFTIR KATRÍNU SIGURÐARDÓTTUR Allur ágóði sölunnar rennur óskertur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA SÖ LU TÍ M A BI L 4. -1 8. D ES EM BE R Út sö lu st að ir á k ae rle ik sk ul an .is BETRI BORG f y r i r a l l a Flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga Opinn fundur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar þann 10. desember kl. 08.30–09.45 í Tjarnarbíó. DAGSKRÁ 08.30 Setning 62. fundar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar Margrét K. Sverrisdóttir formaður mannréttindaráðs 08.35 Næsti kafli Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður 08.45 Fatlað fólk eða fatlað samfélag? Embla Ágústsdóttir varaformaður í stjórn NPA-miðstöðvarinnar 09.00 Mannréttindi — aukin tækifæri geðfatlaðra í nærsamfélagi Jóna Rut Guðmundsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 09.15 Fyrirspurnir og umræður 09.45 Fundarslit Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Boðið verður upp á morgunverð FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir. WIKILEAKS Kevin Rudd, utanríkis- ráðherra Ástralíu og fyrrverandi forsætisráðherra, segir Banda- ríkjastjórn sjálfa bera ábyrgð á því að samskiptakerfi Bandaríkjahers, sem átti að vera öruggt, reyndist ekki vera nægilega öruggt. Ábyrgðin sé engan veginn á herðum Julians Assange, stofn- anda Wikileaks sem þessa dagana birtir hvert leyniskjalið á fætur öðru frá bandarískum sendiráð- um víðs vegar um heim. „Ég tel að spyrja megi um það hvort öryggiskerfi þeirra hafi verið nægilega traust og hvaða aðgang fólk hafði að þessu efni yfir langt tímabil,“ sagði Rudd. „Meginábyrgðin, og þar með lagaleg ábyrgð, hvílir á þeim ein- staklingum sem bera ábyrgð á þessum upphaflega leka í heim- ildarleysi.“ Þessi afstaða Rudds stangast nokkuð á við yfirlýsingar Júlíu Gillard forsætisráðherra, sem tók við af Rudd í júlí eftir að hafa steypt honum af leiðtogastóli Verkamannaflokksins. Hún sagði Wikileaks-birtingarn- ar „gróflega ábyrgðarlausar“, en tók reyndar fram eins og Rudd að birting skjalanna hefði ekki orðið möguleg ef lög hefðu ekki verið brotin í Bandaríkjunum. Áströlsk stjórnvöld eru enn að skoða hvort Assange hafi með ein- hverjum hætti gerst brotlegur við áströlsk lög. Assange var handtekinn í Lond- on á þriðjudag og verður í varð- haldi meðan framsalsmál hans er til afgreiðslu í breska dóms- kerfinu. Sænsk stjórnvöld vilja fá hann framseldan til Svíþjóðar vegna ásakana um kynferðisbrot, en Assange hefur mótmælt fram- salsbeiðninni. Hann hefur ekki verið formlega ákærður, en kærur hafa verið lagð- ar fram og saksóknari vill fá hann KJÖRKASSINN Ætlar þú að eyða minna í jóla- gjafir í ár en í fyrra? Já 67,7% Nei 32,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú dregið úr akstri á árinu vegna hækkandi bensín- verðs? Segðu þína skoðun á visir.is Rudd segir sektina vera Bandaríkjanna Julian Assange bíður úrskurðar breskra dómstóla um framsal til Svíþjóðar. Utanríkisráðherra Ástralíu segir að öryggiskerfi Bandaríkjanna hafi brugðist. Þar sé hin eiginlega ábyrgð lekans, en ekki hjá stofnanda Wikileaks sem birtir skjölin. UPPLJÓSTRUNARSÍÐAN WIKILEAKS Tölvuþrjótar hafa tekið höndum saman um að ráðast á fyrirtæki sem hafa neitað Wikileaks um þjónustu. NORDICPHOTOS/AFP Assange er ásakaður fyrir brot gegn tveimur konum og eru þau sögð hafa átt sér stað í ágúst síðastliðnum þegar Assange dvaldist um tíma í Svíþjóð vegna ráðstefnu sem þar var haldin. Bæði breskir og sænskir fjölmiðlar hafa kafað ofan í þessar ásakanir, rætt við ýmsa heimildarmenn og dregið upp ítarlega mynd af því sem á að hafa gerst. Assange kom til Stokkhólms 11. ágúst og fékk að gista í íbúð konu sem var fjarverandi en starfaði með samtökunum sem héldu ráðstefnuna. Hún kom síðan heim degi fyrr en til stóð og leyfði Assange að gista eina nótt í viðbót. Assange ber ekki á móti því að hafa sofið hjá henni þá um nóttina, og þeim ber saman um að smokkur hafi brugðist. Náin kynni þeirra héldu samt áfram með hléum í nokkra daga. Á ráðstefnunni, sem haldin var á laugardegi, daginn eftir að fyrri konan kom heim í íbúðina sína, kynntist Assange annarri konu. Sú var frá Jönköping og tveim- ur dögum síðar, á mánudegi, fóru þau saman til Jönköping þar sem þau sváfu saman, og þeim ber báðum saman um að þá hafi verið notaður smokkur. Um morguninn virðist sem Assange hafi aftur haft samfarir við hana, að þessu sinni án smokks og að því er virðist meðan hún var sofandi eða hálfsofandi. Þau skildu engu að síður í góðu og ákváðu að hafa samband áfram. Daginn eftir ræddu konurnar tvær, sem höfðu hist á ráðstefnunni, hins vegar saman og virtust báðar komnar með bakþanka, höfðu áhyggjur af þungun eða kynsjúkdómum og gengu á fund lögreglunnar í Stokkhólmi undir lok vikunnar þar sem þær báðar lögðu fram kærur. Atburðirnir í Svíþjóð Í sænskum lögum er gerður greinarmunur á þremur afbrigðum nauðgunar eftir því hve alvarlegt brotið þykir vera. Alvarlegasta gerðin felur í sér gróft ofbeldi og liggur við því allt að tíu ára fangelsisdómur. Þar á eftir er nauðgun, sem vissulega felur í sér ofbeldi en þó ekki jafn gróft. Við þess konar nauðgun liggur allt að sex ára fangelsi. Loks er hægt að ákæra fyrir „ólögmæta þvingun“, sem er vægasta afbrigðið en getur engu að síður haft í för með sér allt að fjögurra ára fangelsisdóm. Þetta afbrigði nauðgunar getur til dæmis falist í því að settur sé andlegur eða tilfinninga- legur þrýstingur á fórnarlambið til að þvinga það til kynmaka. Þrjú afbrigði nauðgunar til yfirheyrslu áður en ákvörðun verður tekin um ákæru. Sænsk lög um kynferðisbrot eru strangari en í flestum öðrum lönd- um, þannig að Assange gæti reynst erfitt að komast undan þeim. Á fréttasíðum breska útvarpsins BBC segir að lögfræðingar gant- ist stundum með að menn þurfi að fá skriflegt leyfi áður en stofnað er til kynmaka. gudsteinn@frettabladid.is Önnur konan Sakaður um vísvitandi áreitni Sakaður um kynferðislega áreitni - neitaði að nota smokk Sakaður um ólögmæta þvingun - hélt henni niðri Hin konan Sakaður um nauðgun - hafði samfarir við hana án smokks þegar hún var sofandi Ásakanirnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.