Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 30

Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 30
 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR30 Umsjón: nánar á visir.is 10,4 MILLJARÐAR KRÓNA er afgangur af vöruskiptum við útlönd í nóvember, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fyrir ári nam afgangur af vöruskiptum í mánuðinum rúmum 8,5 milljörðum króna. Fjárfestar hafa keypt hlutafé í fyrirtækjum þeirra sem lært hafa að stýra sprotafyrirtækjum hjá Við- skiptasmiðju Klaks fyrir rúman milljarð króna á tveimur árum. Námið hófst haustið 2008, á sama tíma og efnahagslífið hér fór á hlið- ina. „Einn milljarður króna er mjög há fjárhæð á ekki lengri tíma,“ segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, fram- kvæmdastjóri Klaks – Nýsköpunar- miðstöðvar sem heldur utan um námið með Háskólanum í Reykja- vík. Honum telst til að forsvars- menn í kringum fimmtíu sprota- fyrirtækja hafi setið á skólabekk í Viðskiptasmiðjunni. Þar á meðal eru forsvarsmenn sprota fyrirtækisins Gavía (Hafmyndar) sem selt var á dögunum. Ekki er vitað hve hátt kaupverðið var og ekki útilokað að það hafi verið í kringum einn millj- arður króna. Á meðal forsvarsmanna annarra fyrirtækja eru stofnendur AGR, Trackwell, markaðsrannsókna- fyrirtækisins Clara, Remake Electric og Gogoyoko. Nýsköpun- arsjóður atvinnulífsins, Frumtak og einstaka fjárfestar hafa keypt hlutafé fyrirtækjanna. Í Viðskiptasmiðjunni er kennt hvernig á að stofna ný fyrirtæki eða koma fyrirtækjum í rekstri á rétta braut. Nemendur útskrifast með diplómu í frumkvöðlafræðum. Útskrift annars árgangs Við- skiptasmiðjunnar verður haldin á morgun. Skráning stendur yfir fyrir þriðja árið, sem hefst í jan- úar. - jab Fjárfestar hafa sett fjármagn í sprotafyrirtæki nemenda Viðskiptasmiðju Klaks: Hafa keypt hlutafé fyrir rúman milljarð DR. EYÞÓR ÍVAR JÓNSSON Ekki er útilokað að fjárfestar hafi lagt allt upp í einn milljarð króna í þau sprotafyrirtæki sem útskrifast hafa frá Viðskiptasmiðjunni, segir forsvarsmaður smiðjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nánari upplýsingar varðandi auglýsingar veitir: Örn Geirsson, sími: 512 5448, netfang: orn@365.is Áramótaannáll Markaðarins - uppgjör á árinu 2010 í viðskiptalífinu Hvað stendur upp úr í viðskiptalífinu á árinu sem er senn liðið? Hvernig tókst fyrirtækjunum að vinna sig út úr erfiðleikunum? Hvernig er alþjóðlega umhverfið? Hvað er framundan á nýju ári? Markaðurinn ræðir við fjölda fólks í viðskiptalífinu. Dómnefnd Markaðarins velur bestu og verstu viðskipti ársins og menn viðskiptalífsins árið 2010. Áramótaannáll Markaðarins kemur út miðvikudaginn 29. desember. Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti niður í fjögur prósent. Verðbólga er við verðbólgumarkmið og gengið stöðugt en efnahagsbatinn veikur. Ekki er útilokað að vextir fari neðar í byrjun næsta árs, að mati greiningar Arion banka. Efnahagsbati var á þriðja ársfjórðungi þótt hann hafi ekki verið jafn sterkur og Seðla- bankinn bjóst við. Seðlabankinn gerði ráð fyrir þriggja prósenta hagvexti á milli fjórð- unga á þriðja ársfjórðungi. Niðurstaðan var 1,2 prósent. Þórarinn G. Pétursson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, sagði á vaxta- ákvörðunarfundi bankans í gær búist við að endurskoðaðar tölur, sem skili sér seint í hús, muni verða nær því sem bankinn spáði. Peningastefnunefnd Seðlabankans greindi frá þeirri ákvörðun að breyta vöxtum; vextir á innlánum lækka um fimmtíu punkta, vextir á 28 daga hámarksvöxtum innistæðubréfa og veðlánavöxtum lækka um hundrað punkta og daglánavextir um 1,5 prósent. Virkir stýri- vextir Seðlabankans eins og hann skilgreinir þá, meðaltal af innlánsvöxtum og innistæðu- bréfum, lækka þessu samkvæmt um 75 punkta og eru þeir nú fjögur prósent. Þetta er nokkuð meira en greiningaraðil- ar gerðu ráð fyrir. Meðalspár þeirra hljóðuðu upp á allt að 7,5 prósenta lækkun. Fram kom í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að á meðan verðbólga hald- ist áfram lítil, enda komin að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans, og gengið verði stöðugt sé svigrúm til frekari vaxta- lækkunar. Greiningardeild Arion banka tekur undir þetta og bendir á að raunverulegir virkir vextir eru enn hærri en Seðlabankinn skil- greinir í dag, eða 4,4 prósent. Deildin segir bankann geta lækkað vexti um allt að hundr- að til 150 punkta á næsta vaxtaákvörðunar- fundi í byrjun febrúar á næsta ári. jonab@frettabladid.is Frekara svigrúm til lækkunar stýrivaxta haldist verðbólga lítil MÁR Á VAXTAÁKVÖRÐUNARFUNDINUM Tilkynnt verður um endurskoðaða áætlun um afnám gjaldeyrishafta snemma á næsta ári. Jöklabréfaeigendur hafa ekki flutt vaxtagreiðslur úr landi líkt og þeir hafa heimild til, að sögn seðlabankastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Magma Energy í Svíþjóð hefur lokið við að greiða síðasta hlut- ann af kaupverði sínu fyrir HS Orku. Lokagreiðslan nam rétt rúmum 3 milljörðum króna eða 27 milljónum dala. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Magma Energy. Þar segir að greiðslan hafi verið innt af hendi til Geysis Green Energy og að þar með eigi Magma 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Í tilkynningunni segir að loka- greiðslan hafi verið fjármögn- uð með skammtímaláni. Lánið er svo aftur tryggt með skuldabréfi útgefnu af Magma og bréfið er tryggt með fé á bankareikning- um félagsins. Sölu HS Orku loks lokið: Magma búið að greiða í topp Eignaleigufyrirtæki hafa afskrif- að kröfur á einstaklinga að and- virði um 27 milljarða króna vegna bílalána og bílasamninga í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Því til viðbótar hafa ríflega fimm þúsund manns fengið höfuð- stól lækkaðan gegn því að færa lánin í íslenskar krónur. Heildar- lækkun vegna þess nam um þremur milljörðum króna. Heildarafskriftir vegna bíla- fjármögnunar einstaklinga nemur því um 30 milljörðum króna. - bj Áhrif af dómi Hæstaréttar: Hafa afskrifað 30 milljarða NÝIR BÍLAR Fimm þúsund manns hafa fengið höfuðstól af bílalánum lækkaðan. HS ORKA Lokagreiðsla Magma Energy nam rúmum 3 milljörðum króna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.