Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 42

Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 42
42 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Viðskiptaráðherra hefur nú skipað eina nefndina enn til þess að kanna kosti og galla verð- trygginga. Sú síðasta skilaði af sér í vor. Hér er væntanlega ein- ungis átt við hina almennu heim- ild til að verðtryggja höfuðstól fjárskuldbindinga. Nefndin á að snara fram áliti og tillögum í lok jólamánaðarins hvernig eigi að „draga úr vægi verðtrygginga“. Samt sem áður hefur ríkisstjórn- in nú lýst yfir því, áður en nefnd- in skilar af sér, að hún hyggist gera einmitt það. Það er stórmerkilegt, að nú, þremur áratugum eftir setn- ingu Ólafslaga, þurfi að setja upp nefnd til að meta ágæti verð- trygginga, eins og þær séu ekki löngu búnar að sanna ágæti sitt. Sjálfsagt er að tíunda það, hafi einhverjum yfirsést það. Verðtrygging er óvirk ef ekki eru verðlagsbreytingar. Ef verð- gildi gjaldmiðilsins breytist lagar verðtrygging fjár skuldbindingar að því, hvort sem hann rýrnar (verðbólga) eða eflist (verð- hjöðnun), sem er einstæður og ómetan legur eiginleiki. Verð- trygging tryggir sannvirði. Hún sér til þess að því sé skilað sem fengið er að láni. Verðtrygging ver sparnað og hefur ein viðhaldið sterkri stöðu lífeyrissjóðanna gegnum hrunið. Henni er það að þakka að til er öflugur „sparisjóður“ í landinu enn; að yfirleitt er einhver eign eftir í landinu. Verðtryggingin er sigur vegarinn í fjármálaóreið- unni. Hún er skjaldborgin. Verðtrygging er forsenda lang- tímalána og þar með afborgana- getu við húsnæðiskaup. Þessi atriði eru spyrt saman. Án slíkra langtímalána væri ekki heldur hægt að bjóða upp á jafngreiðslu- kjör (annúitet) sem jafnar og dreifir greiðslubyrði á lánstím- ann og gerir greiðsluáætlanir áreiðanlegar. Fyrir vikið hefur fólk yfirleitt getað ráðist í íbúða- kaup með skaplegum hætti. Unnt er að fresta greiðslum án þess að neinn skaðist ef fólk lendir í tímabundnum greiðsluerfiðleik- um. Kostir þessa eru slíkir að til- vinnandi er þó ríflega sé borgað með slíkum lánum. Verðtryggingar eru ekki bundn- ar við skuldir (lán). Margur sá sem vill losna við verðtrygging- ar skulda vill ómögulega losna við verðtryggingar persónuafsláttar eða bóta almannatrygginga. Líf- eyrir úr lífeyrissjóðum miðast við gildandi kaupgjald en ekki gamalt – hann er þannig séð verðtryggð- ur, enda er verðtrygging ekkert annað en sanngjörn við miðun við raunvirði. Lífeyrinn væri hins vegar ógerlegt að verðmætis- tryggja án verðtrygginga skulda. Þeir sem greiða af verðtryggðum lánum eru með óbeinum hætti að greiða í eigin lífeyrisvasa. Verðtryggingin afnam að miklu leyti hið sturlaða fjármálaástand sem hér ríkti á áttunda og níunda áratugnum þegar hún var loks orðin útbreidd eftir tilkomu 86- kerfisins og svo húsbréfa kerfisins (1990) og kom hér á tiltölulega skaplegu ástandi á tíunda ára- tugnum, þrátt fyrir að ýmis ljón væru sett í veg þess. Fram að því hafði hún ekki það vægi að sporna gegn óstjórninni og áhrif- um hávaxtastefnunnar. Útbreidd verðtrygging afnemur ýmsa hvata til verðþenslu. Án hennar hefði „þjóðarsáttin“ (1989) aldrei getað skilað sér í árangri. Án hennar var einfaldlega ekki við neitt ráðið. Hún er trygging þess stöðug leika sem þó hefur verið – en fær ekki við öllu gert. Verðtryggingin átti engan þátt í bólunni sem hér var blásin upp á þessum áratug. Veit einhver heilbrigða skýr- ingu þess, að íbúðaverð rauk upp úr þurru á tveimur árum, segi og skrifa, upp um 100% – og það á sama tíma og almennt verðlag hækkaði einungis um 10% og að eftirspurn skuli ekki hafa hrapað við það, eða þá að þetta hafi ekki þótt neitt skondið. Verðtrygging var ekki nýtt fyrirbrigði þá. Einn meginkostur verðtrygg- inga er að þær refsa fyrir óstjórn og óvarkárni í fjármálum og neyða menn til að taka afleiðing- unum. Fyrir því finna menn nú eftir ósköpin. Þetta eiga ábyrgir menn að vita og sjá fótum sínum forráð. Hvernig það má vera að þessi eiginleiki verðtrygginga hafi ekki nægt til að kenna mönn- um ábyrgð í fjármálum eru sér- stök býsn. Hafna ber þeirri villukenn- ingu að verðtrygging sé hemill á hagstjórnartilburði og að „stýri- tæki“ Seðlabankans virki ekki vegna hennar. Vara ber við hug- myndum um að stýrivextir eigi að hafa áhrif á vaxtastig umsaminna langtíma-fasteignalána. Það mun eyðileggja jafngreiðslukjörin sem byggja á föstum vöxtum og af og frá að Seðlabankinn fái að krukka í gerða samninga og leika sér með greiðslubyrði skuldsettra íbúða- eigenda til neyslustýringar. Þar er hagfræðikenning komin út fyrir sín mörk. Hvernig í ósköpunum hyggjast menn „draga úr vægi verðtrygg- inga? Nær væri að auka vægi þeirra og koma sér loks að því, einum fjörutíu árum eftir að það var að réttu orðið brýnt, að koma hér á heilsteyptu verðtrygginga- kerfi. Hafi menn nokkurn minnsta áhuga á að reka af höndum sér „verðtryggingar“ sem eru óæski- legar þá myndu þeir afnema breytilega vexti og banna verð- bætingu í þeim. Afnema þessar meinsemdir frá því snemma á áttunda áratugnum, sem sáð var hér þegar menn heyktust á því að taka upp höfuðstóls-verðtrygg- ingar og höfðu svo ekki rænu á að afnema þegar Ólafslög voru loks sett. Hér er ekki svigrúm til að styðja þennan málflutning frek- ari rökum, en þau eru til reiðu, sem og tillögur. Vægi verðtryggingar Verðtrygging Hjalti Þórisson þjóðfélagsfræðingur og framhaldsskólakennari Sæl Svandís. Frænka þín í bæjar-stjórn Kópavogs sagði við mig að ég ætti bara að skrifa þér bréf ef ég hefði svona mik- inn áhuga á því að börn 8-10 ára hefðu leyfi til þess að fara í sund án forráðamanna sinna. Ég ákvað að hafa þetta opið bréf til þín vegna þess að það er ágætt að fá smá umræðu um þá ákvörðun að banna tveimur árgöngum barna að fara með jafn- öldrum sínum í sund. Það er töluvert sem mælir gegn því að herða þessar reglur ef ekki eru fyrir því góð og gild rök Ég hef verið að tala við „sundsérfræð- inga“ og reynt að fá rök eða ástæðu studda ein- hverjum tölum en ekk- ert fengið. Þetta bann kemur í veg fyrir tölu- verða hreyfingu fyrir börn. Sérstaklega þau sem eru svo heppin að búa nálægt sundlaugum og hafa til þessa getað farið ein í sund. Þetta þekki ég persónulega, því dóttir mín sem er 9 ára eyddi töluverðu af sumrinu í Sundlaug Kópavogs með vinkonum sínum. Sundnámskeið á vegum íþrótta- félaga og sveitarfélaga eru nú í boði fyrir unga krakka og ekki má gleyma ungbarnasundinu, auk þess eru einhverjir leikskólar farnir að bjóða upp á námskeið fyrir elstu börnin. Sundstöðum hefur fjölgað töluvert þau ár sem það hefur verið leyfilegt fyrir börn frá áttunda ári að fara ein í sund og ég leyfi mér að fullyrða að öryggisgæsl- an hafi batnað mikið. Ég leyfi mér líka að efast um að foreldrar sem fara með börn sín í sund yrðu mikið í því að fara á eftir 8 og 9 ára börn- um sínum í sundlaug- ina eftir að hafa setið í heita pottinum. Eftirlit- ið er því áfram á ábyrgð starfsfólks sundstaða. Það er víst margt fleira í þessari reglu- gerð sem þeir sem til þekkja hafa athugasemd- ir við. Ég skora því á þig að fresta gildistökunni og fá frekari umsagn- ir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Ef það er ekki möguleiki þá bið ég þig að endurskoða ákvörðun- ina með aldurinn, því hvað er skemmtilegra en að busla í vatni þegar maður er barn. Viltu leyfa börnum að fara í sund Svandís Sund Ómar Stefánsson fyrrv. bæjarfulltrúi í Kópavogi og „sundpabbi“ Það er ágætt að fá smá umræðu um þá ákvörðun að banna tveimur árgöngum barna að fara með jafnöldr- um sínum í sund. Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að und- anförnu getað fylgst með undar- legri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), ann- ars vegar og Landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðuneytisins hins vegar. Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við for- mann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusam- bandinu í samningaferl- inu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í við- talinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi ann- ars vegar og ESB hins vegar. Bændasamtökin hafa, sem kunn- ugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferl- inu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki“. Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmun- um bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur – byggja þannig undir greinina til framtíð- ar – því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar. Vegna þessa er kominn upp fyrr- nefndur krytur milli ráðuneytisins og bændasamtakanna og deilan snýst um það hvorir séu með ólund, bændaforingjarnir eða ráðuneytismenn. Í viðtali blaðsins við Harald Bene- diktsson heldur Haraldur því fram að ,,allt sé þetta Jóni að kenna” (þ.e. Jóni Bjarnasyni). Jón lætur svo upplýsingafulltrúa sinn (Bjarna Harðarson) svara fyrir sig í sama blaði nokkru seinna og sá er hreint ekki á því að rétt sé með farið, því að ráðuneytið sé einmitt á kafi í hinni títtnefndu rýnivinnu. Þar hafa menn það: Hvorugur vill kannast við að vera með ólund, sem vonlegt er. Hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin geta nefnilega leyft sér slíka fram- komu; ekki á opinberum vettvangi og ekki heldur að tjaldabaki. Þeim ber báðum skylda til að vinna að málinu af heilindum, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ráðu- neytinu vegna þess að um umsókn Íslands að Evrópusambandinu var samið við stjórnarmyndunina og hún síðan samþykkt af Alþingi, en Bændasamtökunum vegna þess að þau eiga að gæta hagsmuna bænda, sem a.m.k. sumir hverjir, eru ekki alveg sannfærðir um að þau séu að gera nægjanlega vel. Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum“ sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögn- um af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferl- inu). Vitanlega er fullkomlega eðli- legt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinn- ar og gera má ráð fyrir að samtök- in hafi. Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar mál- efni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðar- ins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjáls- hyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkis- sjóður Íslands súpa nú seyðið af. Gera verður þá kröfu til Bænda- samtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samn- inganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarn- ir sem unnið er að, verði sem best- ir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands. Bændaforusta og samninganefnd Ísland og ESB Ingimundur Bergmann vélfræðingur og bóndi Gera verður þá kröfu til Bændasam- taka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninga- nefndarinn- ar. AF NETINU HS-orka í höndum Magma verði þrotabú Útrásarafgangarnir í samvinnu við Ross Beaty i Magma og gjaldþrota Reykjanesbæ reyna sem fyrr að láta okkur standa frammi fyrir orðnum hlut. Viðrinin þykjast búin að kaupa HS-Orku en það fyrirtæki er aðeins til að nafninu. Hitaveita Suðurnesja skipti rekstrinum í tvennt í fjármálafyllerísæfingu en aðeins í orði en ekki á borði. Græðgiseðjótin á bakvið atlöguna að auðlindum þjóðarinnar vilja ekki skilja pólitískar yfirlýsingar ríksstjórnarinnar um að það eigi að vinda ofanaf kaupum Magma á HS-Orku. Orkumál lúta laga- og regluverki sem hið opinbera á að nota til að keyra Magma HS-Orku í þrot. pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.