Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 44

Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 44
44 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Hvaða lærdóm geta jafnaðarmenn dregið af umbótaskýrslunni? Nú er svonefnd umbótanefnd Samfylkingarinnar búin að leggja fram skýrslu um vankanta og mistök flokksins á Hruntím- anum og komið með tillögur um betra og siðaðra framferði. Menn hafa beðið í nokkurn tíma eftir að sumir forystumenn væru dregn- ir fyrir framan eins konar lands- dóm flokksins og fengju mikla og eflaust réttláta dóma. Nefndin hefur útskýrt að hún hafi tekið aðra stefnu; einbeitt sér að flokkn- um sem slíkum og mistökum hans í samstarfsstjórnum með Sjálfstæðis flokknum. Ugglaust var það mun heppilegri aðferð. Þeim sem þrá hausaveiðar skal þó bent á að auðvelt er að lesa nöfn út úr almennum aðfinnslum um stjórn- leysi, aðhaldsleysi gagnvart efna- hags- og bankamálum, laus tök á innri málefnum flokksins og svo framvegis. Það er furðulegt að fjöl- miðlamenn hafi ekki lesið betur út úr skýrslunni en það eitt hvern- ig Jóhanna formaður mat einstök atriði og bað þjóðina afsökunar. Hvað um það. Skýrsla umbóta- nefndar er tímamótaplagg. Aldrei áður hefur stjórnmálaflokkur skipað nefnd til að greina öll mis- tök og snögga bletti á flokki sínum og leggja fram fyrir alþjóð. Það hefði verið mun tímabærra að Hrunflokkarnir, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, skilgreindu sín mistök og kæmu með tillögur að endurbættri vinnu til framtíð- ar. En báðir þessir flokkar hafa fúlsað við slíkri vinnu. Sjálfstæðis- flokkur inn veifaði því mjög að „endurreisn“ væri hafin í flokkn- um og svo yrði haldið áfram. Skýrsla nefndarinnar var kynnt á landsfundi flokksins. Þá sté óvænt í pontu fararstjóri Hruns- ins, Davíð Oddsson, fann þessari vinnu allt til foráttu, fordæmdi vinnuna og réðist illa að gömlum félögum sínum eins og Vilhjálmi Egilssyni, formanni nefndarinn- ar. Þetta var hrottaleg og óvænt árás og mörgum fundarmönnum ógeðfelld. Að loknum orðum Davíðs, sem enn hafði mikil völd greinilega innan flokksins, var endurreisn- inni troðið í hvelli niður í skúffu og litli formaðurinn með stóra nafnið hélt áfram á braut forvera síns Davíðs; engin endurskoðun, ESB var versti óvinurinn og eggj- um hent í björgunarliðið frá hliðar- línu. Þetta var nú öll reisnin. Umbótanefndin hvessir augun á mörg atriði. Hún áréttar hvern- ig haga þurfi starfi, skipulagi og stefnu flokksins svo ekki verði endurtekið að hann sogist inn í atburðarás á borð við þá sem leiddi til hruns bankanna. Nefndin undirstrikar enn fremur að Samfylkingin stefni að áframhaldandi forystu í íslenskum stjórnmálum og verði að sannfæra stuðningsmenn sína og kjósendur að harmsaga á borð við slæleg vinnubrögð í máli Hrunsins endur- taki sig ekki. Nefndin er mjög gagnrýnin á að Samfylkingin beygði sig undir vald Sjálfstæðisflokksins; að hún hafi endurtekið hlutverk margra smáflokka á 20. öld sem studdu stefnu Sjálfstæðisflokksins og kusu hann til forystu meðan litlir molar féllu til þeirra á sama tíma sem smáflokkarnir voru sakaðir um spillingu. Sagan átti að sýna að aðeins Sjálfstæðisflokkurinn væri óspilltur. En sagan er kenjótt. Í ljósi undanfarinna atburða verður áhugavert fyrir Íslendinga fram- tíðarinnar að fylgjast með hver eftirmælin um Sjálfstæðisflokk- inn verða. Sér í lagi á nýfrjáls- hyggjutímanum í formannstíð Davíðs Oddssonar. Samfylkingin fylgdi ekki eftir eigin stefnu um fagmennsku og ábyrgð. Hún missti einnig af tækifærinu til að endur- skoða starfsemi stjórnsýslunnar og stjórnmálamanna sem flokkur- inn hafði boðað í skýrslunni. Sam- fylkingin fylgdi með öðrum orðum ekki eigin reglum og sveik þjóð- ina þegar hún var komin til valda. Hver getur treyst slíkum flokki til framtíðar? En Samfylkingin gerði samt hreint fyrir sínum dyrum. Það hafa grjótkastarar stjórnar- andstöðunnar ekki gert. Meginniðurstaða nefndarinnar er þessi: Samfylkingin hafði frá upphafi verið veikari aðilinn í samstarfi hennar og Sjálfstæðis- flokksins. Sennilega er ástæðan að þingflokkurinn var samsettur af einstaklingum sem voru áður í litlum flokkum sem voru vanir að leika aðra fiðlu í stórsinfóníuhljóm- sveit Sjálfstæðisflokksins. Það eitt ýtir undir brýnni þörf flokksins að skilgreina sig. Samfylkingin verð- ur aldrei samstarfsaðili eða stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisflokksins. Stefna íhaldsmanna og kapítalista og jafnaðarmanna eru gjörólíkar. Þess vegna var og er Sjálfstæðis- flokkurinn helsti pólitíski andstæð- ingur Samfylkingarinnar og öfugt. Á þessari staðreynd verður Sam- fylkingin að byggja í framtíðinni. Annars verður flokkurinn bara sama pólitíska hækja Sjálfstæðis- flokksins eins og sundurleitir smá- flokkar á liðinni öld. Nú átta menn sig á, að Sam- fylkingin er stór og breið fylk- ing með öflugt flokksstarf og með meirihluta kjósenda á bak við sig. Stjórnarandstaðan hefur vonað í þó nokkurn tíma að vinnuálagið og allt að því ómannleg vinna sem núverandi ríkisstjórn hefur tekist á við myndi brjóta hana á bak aftur og leysa hana upp með minnkandi fylgi og flótta kjós- enda. Annað hefur komið í ljós. Nýjustu skoðanakannanir sýna, að stjórnin stendur styrkum fótum og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknar flokkurinn og aðrir stjórnarandstöðuflokkar njóta ekki mikils fylgis. Þjóðin hefur engu gleymt eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ávallt vonað. Þetta er m.a. ástæðan fyrir skrif- um hins froðufellandi skipstjóra í gjaldþrota dagblaði í Hádegis- móum. Veldi Sjálfstæðisflokksins virðist alls staðar að hrynja; hjá lesendum Morgunblaðsins, fylgi við Sjálfstæðisflokkinn og áhrif- um í stjórnsýslu. Með umbóta- skýrslunni, sem misheppnaðir brandara kallar hjá Sjálfstæðis- flokknum eru strax teknir að upp- kalla, hefur Samfylkingin tekið sitt fyrsta skref í átt að uppbygg- ingu ímyndar sinnar og trúverðug- leika. En ein skýrsla er ekki nóg. Nú þurfa verkin að tala. Í tóma- rúmi stjórnmálanna í dag eru allar forsendur þess að Samfylk- ingin geti vaxið. Allir jafnaðarmenn hljóta að vona að það muni skýrsla umbóta- nefndar kenna okkur. Samfylkingin Ingólfur Margeirsson rithöfundur Samfylkingin verður aldrei samstarfs- aðili eða stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins. Stefna íhaldsmanna og kapítalista og jafnaðarmanna eru gjörólíkar. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 SJÁÐU JÓLA- STJÖRNURNAR SKÍNA! Svo bar við um þessar mundir að toppliðin í enska boltanum skyldu mætast í Manchesterborg. Var því látið boð út ganga um að skrásetja skyldi íslensk heimili í áskrift að Stöð 2 Sport 2. Og sjá! Við boðum ykkur mikinn fögnuð! F í t o n / S Í A MAN. UTD. – ARSENAL MÁN. 13. DES. KL. 19:50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.