Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 46
9. desember 2010 FIMMTUDAGUR2
þriggja klæðskera og erum einnig
í því svolítið að lita efnin sjálfar,
á skemmtilegan og frumstæðan
hátt – í stórum litapotti. Ann-
ars eru líka þarna „gullin“ okkar
– efni sem við höfum báðar safn-
að að okkur í gegnum tíðina, gam-
alt, gerðarlegt og þykkt silki til að
mynda,“ bætir Ríkey við.
Diljá lærði klæðskerasaum úti í
Danmörku og er Húnihún hennar
frumraun í eigin fatalínu. Ríkey
lærði einnig úti í Danmörk, text-
ílhönnun og útsaum, en hefur
auk þess hannað búninga fyrir
leikhúsin og var meðal annars
tilnefnd til Grímunnar fyrir bún-
inga í Gyðjunni í vélinni á Lista-
hátíð 2007.
„Við eigum báðar drengi, ég á
tvo og Ríkey þrjá, og okkur hefur
í gegnum tíðina fundist erfitt að
finna strákaföt sem brjóta upp
það einsleita yfirbragð sem ein-
kennir oft þann fatnað. Litaflór-
an hefur verið einsleit og maður
hefur á tilfinningunni að hugs-
unin hafi verið að strákafatnaður
þurfi að vera afskaplega „plein“,
þannig að þeir hafa hálfgleymst
meðan fyrir stelpur hafa verið
hannaðir æðislegir kjólar og fatn-
aður. Í einu skiptin sem mann
langar að eiga stelpu er þegar
kemur að því að finna fatnað sem
manni líkar,“ segir Diljá. Hún
bætir við að gerviefni séu á
bannlista í hönnuninni.
Húnihún-fatnaðurinn fæst
í Kirsuberjatrénu og næsta
sunnudag, 12. desember,
verður fatnaðurinn einnig
til sölu á jólamarkaðinum
við Elliðavatn. Fötin eru
fyrir drengi frá eins til sex
ára aldri og á dagskrá er
að með tímanum bætist við
sængurgjafir og útrás er
auk þess fyrirhuguð. „Við
ætlum að reyna að komast
út á tískuvikuna í Kaup-
mannahöfn næsta haust og
við erum með fimm ára plan
hvað útflutning varðar – eitt
land á ári,“ segir Ríkey.
juliam@frettabladid.is
Hönnuðirnir, þær Diljá Jónsdóttir og Ríkey Kristjánsdóttir.
Handlitaður puntukragi til að poppa upp
síðermaboli og fóðraður anorakkur úr
handlituðum afrísku vaxbatík-efni.
Hnésíðar gráar
jólabuxur úr ull.
Rauður er litur jólanna og aldrei gefst betra tækifæri
til að skarta þessum fallega lit. Berið hann á varirnar,
neglurnar og í kinnarnar við svartan kjól og bætið jafn-
vel rauðu skarti við. Þá er jóladressið komið.
Augnháralitur og augnbrúnalitur
Tana® Cosmetics
SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR
NÝTT!!
Plokkari með ljósi
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504
NÝ BÚTASAU
MSEFNI, ULL
AREFNI, JER
SEY, JOGGIN
G, FLAUEL, S
AMKVÆMISE
FNI
MIKIÐ AF N
ÝJUM EF U
M
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Barnafatnaður frá Ej sikke lej , Mini A
Ture, Bifrost og Danefae. Sokkabuxur
frá Melton og íslensku merkin Rendur
og Sunbird .
20% afsláttur á öllum vörum frá Ej
sikke lej, Mini A Ture og Bifrost.
Laugavegi 61 - 101 Reykjavík - S: 552 7722
Framhald af forsíðu