Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 78

Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 78
FIMMTUDAGUR 9. desember 2010 62 Jólatrukkar Coca-Cola® verða við Nettó, Mjódd, í dag fimmtudaginn 9. des. á milli kl. 16-18 Næstu viðkomustaðir jólatrukkanna verða eftirfarandi: Með þér um jólinNánar á Coke.is Þú kemst í jólaskap með okkur Jólatrukkar Coca-Cola koma við á öllum stærri verslunarkjörnum landsins næstu daga og vikur fram að jólum. Jólatrukkar Coca-Cola eru innfluttir frá Bandaríkjunum og sérhannaðir til að skapa jólastemningu þar sem þeir eru skreyttir jólaljósum og ríkulega útbúnir. Annar jólatrukkurinn er helgaður stofu jólasveinsins þar sem yngsta kynslóðin getur fengið mynd af sér með sjálfum jólasveininum. Í hinum jólatrukknum er áhugasömum boðið að spreyta sig á nýjustu Playstation Move leikjunum, sem byggja á hreyfingu leikmanna. 10. des Föstudagur Krónan, Bíldshöfða kl. 17-19 11. des Laugardagur Krónan, Lindum kl. 16-18 12. des Sunnudagur Bónus, Korptorgi kl. 16-18 13. des Mánudagur Miðbæjargarðinum, Selfossi kl. 16-18 14. des Þriðjudagur Nettó, Reykjanesbæ kl. 17-19 15. des Miðvikudagur Hagkaup, Spönginni kl. 17-19 16. des Fimmtudagur Bónus, Smáratorgi kl. 16-18 17. des Föstudagur Krónan, Granda kl. 17-19 Leikarinn Denzel Washington setur víst svip á skemmtana- lífið í Stokkhólmi þessa dag- ana. Heiðraði hann vinsælan skemmtistað á Stureplan með nærveru sinni og gestir staðar- ins sneru sig úr hálslið þegar þeir sáu Hollywood-leikarann sýna mikla fimi á dansgólfi staðarins. Ástæðan fyrir dvöl Washing- tons í Stokkhólmi er sú að hann er að hlaða batteríin áður en hann heldur til Oslóar og verður kynnir á hinum árlegu tónleikum Nóbelsverðlaunanna ásamt leik- konunni Anne Hathaway. Skemmtir sér í Stokkhólmi UNDIRBJÓ SIG FYRIR NÓBELINN Leikarinn Denzel Washington skemmti sér mjög vel að sögn viðstaddra á skemmtistað í Stokkhólmi og sýndi fimi á dansgólfinu. NORDICPHOTOS/GETTY Kona sem var ákærð fyrir að hafa skorið andlit leikarans Leon- ardo DiCaprio með brotnu glasi hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi. Atvikið átti sér stað árið 2005 í partíi í Hollywood. Konan lýsti upphaflega yfir sakleysi sínu og vildi meina að hún hefði haldið að DiCaprio væri fyrr- verandi kærasti sinn. Hún átti yfir sér allt að sjö ára fangelsi en ákvað að játa sektina gegn því að dómurinn yrði styttur. Eftir að konan hefur afplánað dóm sinn verður hún flutt til heimalands síns, Kanada. Tvö ár fyrir að skera Leo LEONARDO DICAPRIO Var skorinn í andlitið með brotnu glasi í partíi fyrir fimm árum. „Ég ætlaði að koma að skoða hjá þeim verk- smiðjuna því ég þekki þá sem eru að gera þetta. Svo sá ég hvað þetta var stórt og ákvað að rissa upp fyrir þá útlit. Þeir féllust bara á að það væri málið,“ segir tísku- og grafíski hönnuðurinn Mundi Vondi. Mundi hannar miðana á flöskum nýja gos- drykkjaframleiðandans Klettur. Þar eru myndir af Íslendingum sem ljósmyndar- inn Jói Kjartans tók ásamt textum úr dægur- lögum og bókmenntum. Mundi hefur verið áberandi sem tískuhönn- uður og rekur vinsæla verslun á Laugavegin- um. Aðspurður segist hann síður en svo vera að missa „kúlið“ með því að prófa gosdrykkja- hönnun. „Ég er búinn að gera grafíska hönnun síðan ég var polli. Ég gerði skólaplaköt fyrir skólaböllin og ég var að læra grafíska hönn- un í listaháskólanum og hef unnið á auglýs- ingastofum þannig að ég er ekkert að fara ótroðnar slóðir. Enda finnst mér gaman að hanna útlit á nýrri gosverksmiðju. Það er bara jákvætt og ef einhverjir ætla að skjóta á mig skýt ég á þá til baka,“ segir hann hress. Hann hefur nú lokið starfi sínu að mestu en verður áfram með yfirsýn yfir hönnunina hjá fyrirtækinu. Nýr grafískur hönnuður hefur tekið við hjá Kletti og heitir hann Ragnar Fjalar Lárusson. Sjálfur er Mundi upptekinn við verslun sína og segir jólasöluna hefjast af fullum þunga upp úr miðjum desember. „Það er verst með jóla- skrautið á Laugaveginum. Þeir kveikja á því klukkan 18 þegar búðirnar eru að loka.“ - fb Úr tískunni í gosdrykkina MUNDI VONDI Tískuhönnuðurinn í verksmiðju Kletts sem staðsett á Köllunarklettsvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.