Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 92

Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 92
76 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Meistaradeild Evrópu: E-RIÐILL: FC Bayern-Basel 3-0 1-0 Franck Ribery (34.), 2-0 Anatoliy Tymoschuk (36.), 3-0 Franck Ribery (48.) CFR Cluj-Roma 1-1 0-1 Marco Borriello (20.), 1-1 Lacina Traore (87.) LOKASTAÐAN: FC Bayern 6 5 0 1 16-6 15 Roma 6 3 1 2 10-11 10 Basel 6 2 0 4 8-11 6 CFR Cluj 6 1 1 4 6-12 4 F-RIÐILL: Marseille-Chelsea 1-0 1-0 Brandao (81.). MSK Zilina-Spartak Moskva 1-2 1-0 Tomas Majtan (48.), 1-1 Alex Raphael Mes- chini (53.), 1-2 Ibson (61.) Rautt spjald: Ibson, Spartak (78.) LOKASTAÐAN: Chelsea 6 5 0 1 14-4 15 Marseille 6 4 0 2 12-3 12 Spartak 6 3 0 3 7-10 9 Zilina 6 0 0 6 3-18 0 G-RIÐILL: AC Milan-Ajax 0-2 0-1 Demy De Zeeuw (57.), 0-2 Toby Alderweireld (65.) Real Madrid-Auxerre 4-0 1-0 Karim Benzema (10.), 2-0 Cristiano Ronaldo (48.), 3-0 Karim Benzema (71.), 4-0 Karim Benzema (87.) LOKASTAÐAN: Real Madrid 6 5 1 0 15-2 16 AC Milan 6 2 2 2 7-7 8 Ajax 6 2 1 3 6-10 6 Auxerre 6 1 0 5 3-12 3 H-RIÐILL: Arsenal-Partizan Belgrad 3-1 1-0 Robin Van Persie, víti (30.), 1-1 Cléo (51.), 2-1 Theo Walcott (73.), 3-1 Samir Nasri (77.) Rautt spjald: Bacary Sagna, Arsenal (86.). Shaktar Donetsk-Braga 2-0 1-0 Razvan Dinca Rat (78.), 2-0 Luiz Adriano (82.). LOKASTAÐAN: Shaktar 6 5 0 1 12-6 15 Arsenal 6 4 0 2 18-7 12 Braga 6 3 0 3 5-11 9 Partizan 6 0 0 6 2-13 0 IE-deild kvenna: Haukar-Hamar 73-81 Haukar: Kathleen Patricia Snodgrass 26/12 frák- öst, Íris Sverrisdóttir 17, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/5 stoðsendingar, Guðrún Ósk Ámundardóttir 8/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/9 fráköst, Helga Jónasdóttir 2/7 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2. Hamar: Jaleesa Butler 27/18 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/7 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/7 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 2. Fjölnir-Njarðvík 85-77 Fjölnir: Natasha Harris 34/13 fráköst/9 stoð- sendingar/9 stolnir, Inga Buzoka 27/16 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10/7 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Eva María Emilsdóttir 4, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2, Erla Sif Kristinsdóttir 2/4 fráköst. Njarðvík : Shayla Fields 32/14 fráköst/5 stoð- sendingar, Heiða Valdimarsdóttir 10/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 9/5 fráköst, Dita Liep- kalne 8/7 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Eyrún Líf Sigurðardóttir 5, Ína María Einarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2. Snæfell-Keflavík 70-97 Snæfell : Sade Logan 18/8 fráköst, Inga Muc- iniece 12/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 12, Björg Guðrún Einarsdóttir 8, Hildur Björg Kjart- ansdóttir 7/6 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5, Rósa Indriðadóttir 4, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/5 fráköst. Keflavík: Jacquline Adamshick 26/7 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 23/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 18/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 15/14 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/6 stoðsendingar, Hrund Jóhannsdóttir 4/4 fráköst, Rannveig Randversdóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 2. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI „Ég er lítið fyrir að skoða ein- hverja tölfræði, ég fer bara í næsta leik og kýli á það,” segir fyrirliði Tindastóls, Helgi Rafn Viggósson, en mikið hefur reynt á hann á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins í að reyna að berja menn áfram og snúa við afleitri byrjun. Tindastólsmenn komu mörgum á óvart með 17 stiga sigri í Keflavík í 16 liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar á dögunum. Það var ljóst á öllu að þarna fór ekki sama lið og tapaði fimm fyrstu leikjum tímabilsins flest- um með miklum mun. „Þetta er búið vera að skrítið tímabil. Þetta fór mjög undarlega af stað en þetta er farið að smella hjá okkur núna,“ segir Helgi Rafn. Tindastóll tapaði fimm fyrstu leikjum sínum með samtals 81 stigi en hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og þar á meðal eru útisigrar í Garðabæ og í Keflavík. Helgi Rafn er einn af þessum mönnum sem fórna lífi og limum fyrir liðið sitt og það er ljóst að Stólarnir bjuggu vel að eiga svona mann sem fyrirliða á erfiðum tímum. „Það þarf að orga þá aðeins áfram,“ viðurkennir Helgi en hann leynir því ekki að mesta breytingin tengist erlendu leikmönn- um liðsins. „Við vorum gríðarlega óheppnir með útlendinga og það er ekki í fyrsta skiptið hjá okkur. Þeir áttu að vera miklu betri en það er bara eins og gengur og gerist í þessu. Þeir eru allir góðir áður en þeir koma,“ segir Helgi Rafn en þeir Josh Rivers, Radoslav Kolev og Dimitar Petr- ushev voru aldrei í sigurliði þennan stutta tíma sem þeir voru á Króknum. „Við sendum þrjá leikmenn heim og fengum tvo í staðinn sem gera mikinn gæfumun því þeir eru á töluvert öðru getu- stigi en hinir sem voru fyrir. Þeir þrír sem voru hérna fyrst voru ekki nógu góðir fyrir íslenskan körfubolta. Nýju mennirnir gera hina leikmennina betri og það er komið sjálfstraust í liðið sem vantaði,“ segir Helgi Rafn. „Menn fóru bara að leita að nýju mönnum þegar þeir sáu að þetta voru menn sem gátu ekki sinnt þessu. Menn lögðust yfir þetta og ég held að það hafi bara allir tekið þátt í því að finna öfluga menn. Það tókst sem betur fer,“ segir Helgi Rafn. Leikstjórnand- inn Sean Cunningham er með 18,4 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum og framherjinn Hayward Fain er með 17,3 stig, 8,3 fráköst og 4,8 stoðsend- ingar að meðaltali í þessum leikjum. „Það var ekkert grín að tapa þarna ítrekað með tuttugu stigum og spila þarna nokkra leiki þar sem var rúllað yfir okkur. Það var ekki gaman en menn sýna núna úr hverju þeir eru gerðir. Við erum með sex stig núna og stefnum á að vinna tvo síðustu leikina fram að jólum. Við værum í mjög góðum málum ef við myndum taka þá,“ segir Helgi. Tindastólsliðið fékk ekki aðeins betri erlenda leikmenn því Svavar Atli Birgisson er líka byrjaður aftur eftir stutt hlé. „Hann kom vel inn í síðasta leik en það tekur hann samt tíma að slípa sig til. Þetta lítur miklu betur út en það gerði í upphafi tímabilsins,“ segir Helgi. Fram undan er leikur á móti Keflavík í kvöld. Tindastóll vann 95-78 sigur í Toyota- höllinni á sunnudaginn. „Það voru tíu ár síðan við unnum þá síðast í Kefla- vík þannig að það var alveg kom- inn tími á það að við myndum vinna þá þarna. Þetta var miklu skemmtilegra að koma heim með sigur og við verðum að reyna að halda því áfram. Við getum núna farið í Keflavík og við vitum að það er hægt að vinna þá,“ segir Helgi en hann veit að Keflvíkingar bíða þeirra í hefndarhug. „Menn þurfa að koma með haus- inn í lagi í kvöld. Það þýðir ekkert að hugsa um bikarleikinn því sá leikur er búinn. Það var bikar en þetta er deild. Við þurfum að koma brjálaðir á móti þeim,“ segir Helgi að lokum. ooj@frettabladid.is Þetta lítur miklu betur út núna Aftur og nýbúnir? Tindastólsmenn heimsækja Keflvíkinga í kvöld í Iceland Express deildinni fjórum dög- um eftir að þeir enduðu sex leikja sigurgöngu Keflvíkinga og slógu þá út úr bikarnum. Helgi Rafn Viggós- son fer yfir það sem breyttist hjá liðinu sem tapaði fimm fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar KR í kvennakörfunni eru búnir að fá mikinn liðstyrk því landsliðs- miðherjinn og besti leikmaður kvennakörfunnar undanfarin tvö ár, Signý Hermannsdóttir, sneri aftur út á gólf í 50-46 sigri á Grindavík á þriðjudags kvöldið. Þetta var fyrsti leikur Signýj- ar síðan að hún varð Íslands- meistari með KR-liðinu í vor en hún vann þá þann stóra í fyrsta sinn. „Ég var aldrei hætt og gaf það aldrei út því ég gerði ráð fyrir því að mig langaði að spila meira. Mér langaði að fara að kíkja aftur á æfingar og er búin að æfa með liðinu í þrjár vikur. Það var kominn tími á að prófa að spila,“ segir Signý. KR-liðinu hefur ekki gengið eins vel og í fyrra en með tilkomu Signýjar er ljóst að liðið getur farið langt í vetur. „Þessi leikur var ekkert sér- staklega fallegur á að horfa en mér fannst mjög gaman að koma til baka og það var ekki verra að vinna leikinn,“ sagði Signý, sem var með 8 stig, 7 fráköst og 3 varin skot í þessum fyrsta leik. „Ég fékk mjög góðan frið og það voru allir skilningsríkir um það að ég þurfti á pásu að halda. Ég fékk að koma aftur á mínum forsendum og ég held að það hafi verið rétt. Ég er búin að vera í allt sumar að styrkja mig og vonandi skilar það sér í því að ég losni við þessi álags- meiðsli,“ segir Signý, sem hefur spilað mikið meidd undanfarin tímabil. „Ég er ekki komin til að spila 40 mínútur í leik, heldur til að vera hluti af því sem er þegar í gangi. Við högum líka æfingun- um eftir því að reyna að halda gömlum skrokki góðum,“ segir Signý í léttum tón. „Ég þurfti bara pásu og þurfti aðeins að kúpla mig út úr þessu. Það virkaði alveg því ég er alveg tilbúin í þetta núna. Ég ætla að reyna að hjálpa liðinu og gera það sem þarf til þess að hafa gaman að þessu. Vonandi skilar það sér í sigrum,“ sagði Signý. - óój Signý Hermannsdóttir, besti leikmaður kvennakörfunnar undanfarin tvö ár, sneri aftur í KR-liðið í fyrrakvöld: Þurfti aðeins að kúpla mig út úr þessu MÆTT AFTUR Signý Hermannsdóttir mun hjálpa KR-liðinu mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það var ekkert grín að tapa þarna ítrekað með tuttugu stig- um og spila þarna nokkra leiki þar sem var rúllað yfir okkur. Það var ekki gaman en menn sýna núna úr hverju þeir eru gerðir. HELGI RAFN VIGGÓSSON FYRIRLIÐI TINDASTÓLS LEIÐTOGINN Helgi Rafn Viggósson hefur verið fyrirliði Tindastólsliðsins síðustu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Kvennalið Hamars vann sinn tíunda leik í röð í Ice- land Express deild kvenna í gær er það sótti Hauka heima. Hamar því enn með fullt hús á toppi deildarinnar. Jaleesa Butler var í aðalhlut- verki hjá Hamri eins og svo oft áður með 27 stig, 18 fráköst og 3 varin skot. Slavica Dimovska var einnig sterk með 21 stig og 8 fráköst. Keflavík er í öðru sæti og KR því þriðja. - hbg Iceland Express deild kvenna: Hamar er óstöðvandi FÓTBOLTI Taugar stuðningsmanna Arsenal voru þandar til hins ítr- asta í gærkvöldi er liðið komst með nokkrum herkjum í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal lenti í vandræðum gegn Partizan Belgrad, sem hafði ekki unnið leik, en knúði fram sigur með mörkum frá varamanninum Theo Walcott og Samir Nasri. Arsenal lenti engu að síður í öðru sæti síns riðils og fær því afar erfiðan andstæðing í sextán liða úrslitunum. Ekki bætti úr skák að Bacary Sagna fékk rauða spjaldið þegar stutt var eftir af leiknum og verð- ur því í leikbanni í sextán liða úrslitunum. Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í riðlakeppninni en leikmenn liðsins töpuðu líklega ekki svefni vegna tapsins enda búnir að vinna riðilinn. Jose Mourinho var í frægu leik- banni er Real Madrid tók á móti Auxerre. Það breytti engu því Real valtaði yfir franska liðið þar sem Frakkinn Karim Benzema skoraði þrennu. - hbg Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lokið: Arsenal komst áfram MARKI FAGNAÐ Robin van Persie skoraði úr víti og fagnar hér markinu ásamt félögum sínum. NORDIC PHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.