Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 30
30 11. desember 2010 LAUGARDAGUR B ankahrunið lék pól- itíkina illa, líkt og svo margt annað í samfélaginu. Flokk- arnir sem slíkir eru í sárum og reyna nú hvað þeir geta til að öðlast traust á nýjan leik. Ástandið er vissulega misjafnt. Flokkarnir tveir sem voru í ríkis- stjórn þegar Ísland fór á hliðina eru auðvitað í mestum vandræðum með sjálfa sig. Báðir settu nefnd í málið. Framsóknarflokkur inn hefur líka pælt í sjálfum sér og þar er nefnd að störfum. Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð hefur hins vegar ekkert gert og ætlar ekkert að gera. Ástæð- an er einföld. VG lítur svo á – og líklega með réttu – að hrunið sé öðrum að kenna. Björn Valur Gíslason þingmaður afgreiddi þetta snyrtilega í blaða- grein fyrr á árinu. Hann sagði hroka og stærilæti fyrri stjórn- valda hafa afvegaleitt samfélagið og að VG þyrfti hvorki að biðjast afsökunar né endurskoða stefnu sína. Þing- og forystumenn flokksins hefðu ekki hrökklast frá störfum, ekki þurfti að blása til neyðarfunda vegna skýrslu rann- sóknarnefndarinnar og ekki þyrfti að setja flokknum nýjar siðareglur. „Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð stóðst, einn flokka með sóma, prófið sem aðrir féllu á,“ skrifaði Björn Valur. Úbbs! Fyrir liggja skýrslur og tillögur áðurnefndra nefnda Samfylkingar- innar og Sjálfstæðisflokksins. Í báðum er vikið að ýmsu og eitt og annað lagt til. Margt er merki- legt og annað síður en eitt er sér- lega athyglisvert. Nefndir beggja flokka komast að þeirri niðurstöðu að forystufólk þeirra hafi í raun gleymt að það var í stjórnmála- flokki. Það gleymdi að flokkarnir eru hreyfingar fólks sem vill hafa áhrif á stefnu flokks síns og hafa eitthvað um gjörðir kjörinna full- trúa að segja. Samfylkingin Í skýrslu umbótanefndar Samfylk- ingarinnar segir að sú gagnrýni sé áberandi meðal almennra flokks- manna að forystan sé ekki í tengsl- um við grasrótina. Innra starf flokksins sé veikt og standi ekki undir væntingum flokksmanna sjálfra um Samfylkinguna sem öfl- ugan stjórnmálaflokk. Er í því efni lagt til að skipulagi flokksstjórnar og landsfunda verði breytt þannig að aðildarfélög og almennir félags- menn hafi meira að segja um mál- efnin sem þar eru rædd. Efla beri málefnastarf. Nefndin segir líka að forysta Samfylkingarinnar virðist lítið leita til aðildarfélaganna. Það skapi þá tilfinningu að forystu liðið forðist samráð við félögin. Þá segir að starf ráðherra sé í litlum eða engum tengslum við flokkinn. Ráðherrar hafi engar skyldur um að standa skil á emb- ættisfærslum sínum gagnvart eigin félögum og flokksmenn hafi engar formlegar leiðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Starfshópur Sjálfstæðisflokksins um starfshætti og skipulag fjall- ar um þetta á grunni skýrslu sem skrifuð var í fyrra og heitir „Radd- ir úr grasrót“. Á fundum sem vara- formaður flokksins hélt ásamt starfsmönnum hans með á annað hundrað trúnaðarmönnum var ákall eftir breytingum á flokks- starfinu áberandi. Var oftast nefnt að flokkurinn þyrfti að vera opnari og aðgengilegri en hann er nú. „Forystan, í breiðum skilningi (þingmenn og sveitarstjórnarfull- trúar) þarf að vera í betri tengsl- um við grasrótina. Hleypa henni betur að ákvarðanatöku og virkja þann mikla mannauð sem býr í flokknum,“ segir í skýrslu starfs- hópsins. Ný nefnd, framtíðarnefnd, hefur verið sett á laggirnar. Hún á meðal annars að leggja upp í umfangs- mikla vinnu með grasrót flokks- ins við að móta áherslur og sýn Sjálfstæðisflokksins til framtíðar, einkum hvað varðar skipulag mál- efnavinnu og innra starf flokksins. Gera eigi allt innra starfið opnara og gegnsærra og gefa sem flestum flokksmönnum kleift að taka þátt í því og koma að stefnumótun og ákvarðanatöku. Þessi áform eru í takti við áherslur Bjarna Benediktssonar formanns. Á fundi flokksráðs í apríl sagði hann að opna bæri flokkinn, tryggja aðkomu allra að starfi hans og að allar raddir heyr- ist og hafi vægi. Líkt og í íþróttum Samkvæmt greiningu sjálfstæð- is- og samfylkingarfólks á ástand- inu má líkja fyrirkomulagi flokk- anna við íþróttafélög. Almennir flokksmenn eru eins og stuðn- ingsmenn fótboltaliðs. Þeim er ætlað að styðja við bakið á for- ystunni, djöflast í kosningabar- áttu og borga félagsgjöldin. Í fót- boltanum geta stuðningsmennirnir ekki skipt sér af liðinu, þjálfarinn stjórnar því. Í stjórnmálunum geta almennir flokksmenn ekki skipt sér af stefnunni, forystumennirn- ir stjórna henni. Nýtt hugarfar Þó að nefndir flokkanna leggi til að skipulaginu verði breytt er ljóst að meira þarf til svo að raunveru- legar breytingar verði á starfshátt- um í stjórnmálunum. Það þarf nýtt hugarfar. Augljós er öllum sú tilhneiging stjórnmálamanna að einangra sig þegar þeir veljast til ábyrgðar- starfa. Ráðherrar mynda um sig þröngan hóp manna sem þeir leita til um ráð. Til verður eitthvað sem heitir „stefna ráðherrans“ í ýmsum málum og upp og ofan hvort hún samræmist því sem samþykkt hefur verið á vettvangi flokksins. Samfylkingarnefndin bendir á, og byggir á röddum fólksins í flokknum, að forystan fylgi sam- þykktum stofnana flokksins ekki eftir. Eru ráðherrar og þingmenn gagnrýndir fyrir að hlíta ekki ákvörðunum lands- og flokks- stjórnarfunda, og starfa eins og þeir séu einyrkjar í stjórnmálum án skipulegs samráðs við flokks- stofnanir og flokksfélaga. Ef vinnulag sem þetta á að heyra sögunni til þarf hugarfar stjórn- málamannanna að breytast. Sérfræðingaveldið Samfylkingarnefndin víkur sér- staklega að aðkomu sérfræðinga að stefnumótun flokksins á undan- förnum árum. „Þó að allir séu sammála um mikilvægi sérfræði- ráðgjafar, hefur þessi áhersla orðið til þess að grasrótarstarf er vanrækt. Starf framtíðarhóp- anna 2003-2005 hefur verið nefnt sem dæmi um þetta. Tækifæri til þátttöku var vissulega til staðar á flokkstjórnarfundum, en starfið og kjarnaumræðan fór fram í lokuð- um hópum. Afrakstur vinnunnar lagði grunn að frekari stefnumót- unarvinnu síðar og var mikilvæg- ur efniviður í stefnumótun fyrir kosningar 2007, einkum í velferð- ar og umhverfismálum. Stefnu- gögn flokksins fyrir kosningarn- ar 2007, svo sem Fagra Ísland og Úbbs! Við erum í flokki Stjórnmálaflokkarnir vinna nú að því að endurheimta traustið sem hrundi með bönkunum. Þeir reyna að greina hvað fór úr- skeiðis og hvað þeir þurfi að laga svo allt verði gott á ný. Við skýrslulestur staldraði Björn Þór Sigbjörnsson við eina niðurstöðu. FÓLKIÐ Í LANDINU Stjórnmálaflokkarnir vinna nú að því að breyta skipulagi sínu og starfsháttum til að auka vægi almennra flokksmanna í starfi þeirra. Naflaskoðun þeirra eftir hrunið hefur leitt þeim fyrir sjónir að langt er milli forystufólks flokkanna og grasrótarinnar. Tillagna um breytingar er að vænta á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sú gagnrýni er áberandi meðal almennra flokksmanna að forystan sé ekki í tengslum við grasrótina. Úr skýrslu Umbótanefndar Samfylkingarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.