Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 96
68 11. desember 2010 LAUGARDAGUR Fótboltalið hinna frægu Poppsöngkonan Lily Allen hefur vakið mikla athygli fyrir tónlistarsköpun sína síðustu árin, en ekki síður fyrir uppátæki sín utan sviðs sem hafa verið ítarlega skrá- sett af papparössum og bresku slúðurpressunni. Eitt slíkt atvik átti sér stað á Upton Park, heimavelli West Ham í London, á síð- asta ári í leik liðsins gegn Blackburn Rovers. Allen sat í prívat-hólfi í stúkunni ásamt Alfie bróður sínum og leikaranum Ray Winstone, en öll höfðu þau fengið sér duglega í tána að sögn vitna. Þegar líða fór á síðari hálfleik og ljóst var að stefndi í sigur West Ham hóf Allen að syngja stuðningsmannalög nágranna- liðsins Fulham af miklum móð, en hún hefur alla tíð verið mikill aðdáandi þess félags eins og pabbi hennar, leikar- inn Keith Allen. Gerðist söngkonan svo gróf í tali í garð heimaliðsins að starfsmenn vallarins sáu sig knúna til að henda henni öfugri út af vellinum ef hún róaði sig ekki. Ekki kom þó til slíkra átaka. Á síðasta leiktímabili tjáði Allen sig um stöðu Fulham í viðtali og sagði peningana vera á góðri leið með að eyðileggja fótboltann. „Þegar ég fer á leiki með Fulham þessa dagana finnst mér stundum eins og áhorfendurnir séu ekki nærri því allir stuðningsmenn Fulham. Sá grunur læðist að mér að þar innan um leynist Chelsea-stuðningsmenn sem hafa ekki efni á miða á Stamford Bridge,“ sagði söngkonan. Í vor náðust svo myndir af Allen á úrslita- leik Fulham og Atletico Madrid í Evrópudeildinni, sem fram fór í Hamborg. Á myndunum grætur Allen sáran í lok leiks, en Fulham tapaði eftir framlengingu. Meðal annarra aðdáenda Fulham eru leikararnir Hugh Grant og Pierce Brosnan og Daniel Radcliffe, auk þess sem konungur poppsins, Michael Jackson heitinn, mætti á einn leik liðsins á heimavellinum Craven Cottage árið 1997. ■ ÓVIÐURKVÆMILEGT ORÐBRAGÐ Lily Allen grét á tapleik Fulham Bresku konungsfjölskyld-unni hefur gengið fremur illa að forðast innbyrðist deilur í gegnum tíðina og því ætti ekki að koma sérstaklega á óvart að meðlimir hennar eigi í erfiðleik- um með að sameinast um eitt enskt knattspyrnulið til að fylgja að málum. Elísabet, sjálf drottn- ingin og höfuð ættarinnar, bauð Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóra Arsenal, og leikmönnum liðsins í opinbera móttöku fyrir þremur árum og kom þá upp úr kafinu að hún hefur stutt Arsen- al með ráðum og dáð í yfir hálfa öld, en í gamla daga hreifst hún mjög af Denis Compton, leik- manni liðsins. Cesc Fabregas, hinn spænski leikmaður Arsen- al, greindi fjölmiðlum spenntur frá því eftir móttökuna að drottningin hefði tekið hann tali, spurt út í gengi liðsins og meira að segja vitað hvað hann hét. Hinn ódæli prins Harry, yngri sonur Karls Bretaprins og Díönu heitinnar, hefur farið að ráðum ömmu gömlu og er tíður gestur á leikjum Arsenal. Öðru máli gegnir um eldri bróður Harry, Vilhjálm prins, en sá styður Birmingham-félag- ið Aston Villa vegna þess að honum líkar einkar vel við aðdá- endur liðsins. Pabbi drengjanna, Karl Bretaprins, heldur af ein- hverjum ástæðum með norðan- liðinu Burnley, meðan Andrew bróðir hans er stuðningsmaður Norwich. Þá er gaman að geta þess að Paul Burrell, fyrrver- andi bryti Díönu prinsessu, er einn harðasti stuðningsmaður Wrexham sem sögur fara af. ■ KONUNGSFJÖLSKYLDAN ÓSAMMÁLA Heldur með liðum um allt England Körfuknattleiksmaðurinn Steve Nash, sem leikur með Phoenix Suns í bandarísku NBA-deildinni og var meðal annars útnefndur verðmætasti leikmaður deildarinnar árin 2004 og 2005, ólst upp í Kanada en faðir hans fæddist í námunda við White Hart Lane, heimavöll Tottenham í London. Nash var undrabarn í íþróttum, jafnvíg- ur á körfubolta, íshokkí og fót- bolta, og æfði meðal annars með Tottenham á táningsaldri þegar fjölskyldan heimsótti heimabæ föðurins. Nash hefur látið hafa eftir sér í viðtölum að hann hefði hæglega getað orðið atvinnumaður í knattspyrnu, hefði hann ekki ákveðið að ein- beita sér að körfuboltanum með svo góðum árangri. Það hefur þó ekki komið niður á áhuga hans á íþróttinni, og þegar hinn þýski Dirk Nowitzki lék með Nash hjá Dallas Mavericks urðu þeir perluvinir, ekki síst vegna þess að þeir eyddu miklum tíma saman við að horfa á beinar útsendingar frá ensku knatt- spyrnunni í sjónvarpinu. Nash er svo mikill aðdáandi Tottenham að komið hefur til tals að hann fjárfesti í félaginu, en sá kanadíski tekur þó skýrt fram að öll slík viðskipti muni sitja á hakanum þar til körfu- knattleiksferlinum sé lokið. „Ég er ekki einn af þessum banda- rísku viðskiptajöfrum sem vilja kaupa fótboltalið til að græða á þeim. Ég þarfnast ekki meiri peninga. Ég vil bara að Totten- ham gangi vel, enda hef ég verið aðdáandi frá blautu barnsbeini,“ sagði Nash í viðtali fyrir nokkr- um árum. Aðdáendahópur Tottenham telur meðal annarra leikarana Jude Law og Kenneth Branagh, rithöfundinn Salman Rushdie og tónlistargoðsögnina Phil Collins. ■ ÆFÐI MEÐ TOTTENHAM Körfuboltamaðurinn Steve Nash er aðdáandi frá blautu barnsbeini „Með hverjum ætli Megas haldi í ensku“ var spurt í sjónvarpsauglýsingu fyrir nokkrum árum og fengust við því fá svör. Kjartan Guðmundsson fór þó á stúfana og komst að því hvaða lið Dr. Dre, Osama Bin Laden og fleiri frægir styðja í ensku deildinni. Þótt enska knattspyrnan hafi sótt í sig veðrið í vinsældum svo um munar síðustu árin er ljóst að fótboltinn, eins og við Evrópubúarnir þekkjum hann, á ekki upp á pallborðið hjá ýkja mörgum Bandaríkjamönnum. Undan tekningar eru þó til, meðal annars í formi rapparans, upp- tökustjórans og alhliða hipphopp- mógúlsins Dr. Dre (Andre Romelle Young) sem gerðist ein- dreginn stuðningsmaður Liver- pool á hljómleikaferðalagi í Eng- landi með hljómsveitinni NWA (Niggers with Attitude) á níunda áratugnum. Í viðtali við leikskrá Liverpool fyrir nokkrum árum sagðist Dre fyrst hafa séð leik með liðinu í sjónvarpi og strax hrifist af þessum flottu leikmönn- unum („cool cats in red“). „They whupped some poor dudes four or five zip“ (þeir rústuðu ein- hverjum vesalingum fjögur eða fimm núll) sagði Dre um téðan leik. Sérstaklega hreifst rappar- inn af John Barnes, leikmanni Liverpool, sem hann sagði minna sig á körfuknatt- leikshetjuna Magic Johnson. En svo skemmtilega vill til að Barnes vakti á sínum tíma talsverða athygli, ekki endilega jákvæða, fyrir að rappa í stuðn- ingsmannalögum Liverpool og enska landsliðsins. Eftir því sem best er vitað hefur Dr. Dre ekki verið inntur eftir áliti sínu á gengi Liverpool nýlega. Þá er einnig forvitnilegur fjöldi Hollywood-leikara stuðnings- menn Liverpool. Hjónin fyrr- verandi Billy Bob Thornton og Angelina Jolie munu hafa fylgst grannt með gengi liðsins, Samuel L. Jackson og Daniel Craig fara ekki leynt með aðdáun sína á félaginu, vöðvatröllið Dominic Purcell úr Prison Break fæddist í Liverpool og einnig foreldrar grínistans Mike Myers. ■ COOL CATS IN RED Hipphopp-meistarinn Dr. Dre hreifst af John Barnes Osama Bin Laden gerðist ungur að árum áhugamaður um knattspyrnu og spilaði iðu- lega fótbolta með vinum sínum í Sádi-Arabíu. Í bókinni Bin Laden: Behind the Mask of Terror eftir Adam Robinson, sem kom út árið 2001, kemur fram að Bin Laden hafi gerst harður stuðningsmaður Norður-Lundúnaliðsins Arsen- al þegar hann dvaldi um hríð í borginni á tíunda áratugnum. Mun hann þá hafa verið tíður gest- ur á Highbury, þáverandi heimavelli Arsenal, og fagnaði meðal annars á pöllunum þegar liðið komst í úrslitaleik í Evrópukeppni bikarhafa vorið 1995. Einnig kemur fram í bókinni að Bin Laden hafi tekið svo miku ástfóstri við „Skytturnar“ að hann hafi fjárfest í treyju liðsins og gefið elsta syni sínum. Þegar breskir fjölmiðlar höfðu samband við talsmann Arsenal í kjölfarið á þeim fregnum að einn alræmdasti maður heims væri stuðningsmaður félagsins sagði hann að Bin Laden yrði meinuð aðganga að vellinum myndi hann freista þess að fá inngöngu. Sem verður reyndar að teljast heldur ólíklegt úr þessu. Meðal annarra stuðningsmanna Arsenal má nefna óvenju lit- ríka samsetningu af tónlistarfólki, til að mynda þá Johnny Rotten, söngvara pönksveitarinnar Sex Pistols, poppsöngkonuna Dido, Roger Waters úr Pink Floyd og Roger Daltrey, söngvara The Who. ■ FRÁ RIYADH TIL NORÐUR-LONDON Osama Bin Laden var tíður gestur á Highbury Fleiri frægir aðdáendur í ensku: ➜ Will Ferrell - Chelsea ➜ Justin Timberlake - Manchester United ➜ Mel B - Leeds United ➜ Cameron Diaz - Brent- ford ➜ Sylvester Stallone - Everton ➜ Meal Loaf - Hartlepool ➜ Russell Brand - West Ham ➜ Ricky Hatton - Manchester City ➜ Sting - Newcastle ➜ Ricky Gervais - Reading ➜ Eric Clapton - West Bromwich Albion MEL B OG MEAT LOAF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.