Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 108
80 11. desember 2010 LAUGARDAGUR80 menning@frettabladid.is Tónleika- og kyrrðarstund sem fram fer í Langholts- kirkju næsta þriðjudags- kvöld ber það forvitnilega heiti, Ertu búinn að Bach- a fyrir jólin? Tómas Guðni Eggertsson, orgelleikari og forsprakki uppákomunnar, varð fyrir svörum þegar Fréttablaðið forvitnaðist um málið: „Kveikjan að tónleikunum var þegar ég heyrði Davíð Þór Jónsson og Eyþór Gunnarsson leika saman á tvö píanó á tónleikum sem haldn- ir voru á djasshátíð í fyrra. Við hittumst skömmu síðar og fórum að ræða þá hugmynd að gera eitt- hvað saman, finna okkur verk- efni. Ég tók þann pólinn í hæðina að reyna að læra af þessum óhefð- bundna pakka, mæta þessu flæð- andi ljóni sem Davíð Þór er,“ segir Tómas Guðni Eggertsson hógvær. Úr varð að leika sálmaforspil úr hinni vel þekktu orgelbók Bachs, Orgelbüchlein. „Bókin er í raun grunnkennslubók í orgelleik og oftast eru þeir fluttir eingöngu af orgelleikara eins og gefur að skilja, en þarna spilum við hins vegar saman á orgel og píanó sem er afar sjaldgæft, raunar hef ég aldrei orðið var við að píanói og orgeli sé skeytt saman,“ segir Tómas Guðni, sem segir hlustend- ur eiga von á óvæntu tónlistar- ferðalagi á tónleikunum. Á milli laga eru lesin ljóð, eftir Þorstein frá Hamri og Hannes Pétursson svo dæmi séu tekin. „Ég var orðinn dálítið þreyttur á þessu hefðbundna tónleikaformi og langaði að brjóta það upp. Ég fékk því til liðs við mig gamlan félaga úr Þrótti, Björn Hlyn Har- aldsson leikara, og þar að auki Sigurbjörgu Þrastardóttur ljóð- skáld. Egill Ólafsson bættist svo í hópinn þegar við fluttum pró- grammið í Reykholti á dögunum,“ segir Tómas en þess má geta að það var fyrst flutt í Langholts- kirkju á aðventunni í fyrra. Bach er ómissandi á aðventunni að sögn Tómasar sem er bæði búinn að Bach-a og baka á aðventunni: „Ég er búinn að gera sex sortir, tvær tegundur af randalínum og fjórar af smákökum,“ Dagskrá stundarinnar hefst klukkan níu næsta þriðjudags- kvöld og tekur um klukkustund í flutningi. Miðasala verður við inn- gang. sigridur@frettabladid.is JÓLASKAMMTUR AF BACH ERU BÆÐI BÚIN AÐ BACH-A OG BAKA FYRIR JÓLIN Davíð Þór Jónsson píanóleikari, Tómas Guðni Eggertsson orgelleikari, Sig- urbjörg Þrastardóttir skáld og Egill Ólafsson, tónlistarmaður og skáld, voru hress þegar ljósmyndari hitti þau. Á myndina vantar Björn Hlyn Haraldsson leikara sem einnig kemur fram á kyrrðarstundinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ekki er vitað með vissu hvenær Bach samdi Orgelbüchlein eða af hvaða tilefni. Margar tilgátur hafa þó verið settar fram. Ein sú áhugaverðasta er að Bach hafi skrifað verkið á meðan hann gisti fangaklefa í Weimar um tæp- lega mánaðarskeið haustið 1717 vegna deilna við yfirboðara sinn, hertogann í Weimar. Vel kann að vera að Bach hafi haft handritið hjá sér í prísundinni, en þó þykir nú ljóst að hann hafi hafist handa við að setja verkið saman nokkrum árum áður, líklega strax 1708, og hafi síðan gripið í það af og til næstu árin.“ *Texti: Halldór Hauksson í prógrammi tónleikanna. LÍTIL BÓK MEÐ ÓÞRJÓTANDI INNIHALDI* MOLI FLUGUSTRÁKUR KOMINN ÚT Í tilefni af endurútgáfu bókanna um Mola litla flugustrák og þess að Ragnar Lár, höfundur bókanna, hefði orðið 75 ára verður haldið Molakaffi í Brúarlandi í Mosfellsbæ á sunnudag, frá klukkan 14 til 17. Við það tækifæri mun Kristín Pálsdóttir, ekkja Ragnars, afhenda Mosfellsbæ 20 verk eftir Ragnar til eignar og varðveislu. Athugið að áfangar geta fallið niður náist ekki nægilegur fjöldi nemenda. Allar nánari upplýsingar á vef skólans www.bhs.is Skólameistari Kvöldskóli BHS Vorönn 2011 Innritun í kvöldskóla BHS í málm- og véltæknigreinum fer fram föstudaginn 17. desember kl. 17 – 19 og laugardag 18. desember kl. 11 – 14 Verklegir áfangar og tölvuteikning HSU 102/212 verkleg suða HSU 232 verkleg þunnplötusuða, ál/stál/ryðfr. LSU 102/202 verkleg suða RSU 102/202 verkleg suða HVM 103 verkleg handavinna PLV 102 verkleg plötuvinna TTÖ 102 tölvuteikning fyrir byrjendur Eftirtaldir áfangar í málmiðngreinum og teikningum verða í boði. Námið hentar vel sem undirbúningur undir sveins- próf í málmiðngreinum. Til viðbótar neðantöldum greinum eru allar suðu- greinar, s.s. MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða, kenndar. Kennsla fer fram á tímabilinu frá 10. janúar til 26. apríl. Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í kennslufræði sjónlista Laust er til umsóknar starf háskólakennara í kennslufræði sjónlista við listkennsludeild. Umsækjandi skal vera listkennari á sviði sjónlista og hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri gráðu á sínu sviði. Gerð er krafa um að hann hafi yfirgripsmikla þekkingu á straumum og stefnum í sjónlistum og listkennslu, og hafi umtalsverða kennslureynslu á háskólastigi. Starf háskólakennara í listkennslu skiptist í kennslu, rannsóknir og stjórnun. Auk kennslu í fræðigreinum hefur hann umsjón með meistaraverkefnum nemenda og stýrir ýmsum verkefnum sem lúta að skólastarfinu. Hann vinnur að eigin rannsóknum og skal vera virkur þátttakandi í því fræðasamfélagi sem skólinn byggir upp. Rektor ræður í starfið í samráði við deildarforseta listkennsludeildar. Sérstök dómnefnd dæmir um hæfi umsækjenda, sbr. reglur skólans um veitingu akademískra starfa. Ráðningin gildir frá 1. ágúst 2011. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en mánudaginn 17. janúar næstkomandi til Listaháskóla Íslands, skrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar um kröfur til umsækjenda, umsóknargögn, meðferð umsókna, og eðli starfsins, er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is „Afar áhugaverð skáldsaga, frumleg og heilsteypt.“ E I NA R FA LU R I NG ÓL F S SON / MORGU N BL A ÐIÐ „Tvímælalaust ein besta skáldsaga ársins.“ F R IÐR IK A BE NÓN ÝSD Ó T T IR / F R ÉT TA BL A ÐIÐ Au gl ýs in ga sím i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.