Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 107

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 107
LAUGARDAGUR 11. desember 2010 79 Leikkonan Sandra Bullock hyggst eyða jólunum í Texas með fyrr- verandi eiginmanni sínum, Jesse James, börnum hans og syni sínum, Louis. Bullock og James skildu fyrr á árinu eftir að upp komst um framhjáhald hans. „Sandra og Louis ætla að eyða jólunum með Jesse og börnum hans þremur. Söndru þykir afskaplega vænt um börn Jesse, enda gekk hún þeim í móðurstað á meðan hún og Jesse voru saman. Hún vill að Louis kynnist þeim og að börnin verði áfram hluti af lífi hennar. Þess vegna er hún tilbúin að eyða jólunum með Jesse þrátt fyrir það sem hann gerði,“ var haft eftir heimildarmanni. Sameinuð um jólin GÓÐ MÓÐIR Sandra Bullock vill halda sambandi við fyrrverandi stjúpbörn sín. NORDICPHOTOS/GETTY Netsíðan TMZ.com birti í gær myndband þar sem Disney- stjarnan Miley Cyrus virðist vera að reykja kannabis með nokkrum vinum sínum. Talsmaður Cyrus hefur neitað sögusögnunum og sagt hana vera reykja salvíu sem sé löglegt í Kaliforníufylki. Samkvæmt TMZ.com var myndbandið tekið upp af vini söngkonunnar á heimili hennar nokkrum dögum eftir átján ára afmælisdaginn. „Miley var ekki að reykja kannabis heldur salvíu, sem hefur svipuð áhrif og tóbak. Salvía er lögleg í Kaliforníufylki og því er Miley ekki að gera neitt ólöglegt. Myndbandinu var að öllum líkindum stolið af síma vinar Miley og selt til fjölmiðla,“ sagði talsmaður söngkonunnar um málið. Miley Cyrus reykti salvíu PARTÍDÝR Miley Cyrus er dugleg að skemmta sér. Nýverið birtist myndband á netinu þar sem hún virðist reykja salvíu. NORDICPHOTOS/GETTY Popparinn Herbert Guðmundsson hefur gefið út mynddisk sem var tekinn upp á tónleikum hans í Íslensku óperunni. Þar söng hann öll sín bestu lög, þar á meðal Svaraðu, Hollywood og að sjálfsögðu Can´t Walk Away. „Þessir tónleikar voru teknir upp 2002 en svo hurfu þeir,“ útskýrir Herbert. „Það var rosalega mikið lagt í þetta. Ég var með fimm myndavélar í Óperunni, ég var með strengjasveit og sjónvarpsbílinn á bak við. Þegar tónleikarnir voru búnir var tilbúin upptakan sett í kistu úti í sjón- varpsbíl. Svo þegar átti að fara að skoða „masterinn“ og klippa hann til fannst hann ekki og hefur aldrei fundist,“ segir Herbert. „Við vorum svo heppnir að eiga tökur úr öllum myndavélunum. Það varð að klippa þetta allt aftur og vinna þetta.“ Á disknum eru einnig myndbönd við fimm helstu smelli Herberts. Auk hinna þriggja fyrrnefndu eru þar myndbönd við I Believe in Love og nýja lagið Time sem hefur fengið mjög góð viðbrögð. Herbert segir að núna hafi verið rétti tíminn til að gefa diskinn út, meðal ann- ars í tilnefni þess að Can´t Walk Away á 25 ára afmæli í ár. „Þessi útgáfa er líka í tilefni þess að maður er ennþá að og nokk- uð seigur, með nýjan smell 2010 og allt að gerast,“ segir hann hress og á þar við Time. Nýtt lag, Treasure Hunt, er einnig komið út og hefur verið í spilun í útvarpi. Bæði lögin verða á nýrri plötu Herberts sem kemur út á næsta ári. - fb Herbert gefur út tónleika sem hurfu ALLTAF Í STUÐI Herbert hefur gefið út mynddisk með tónleikum sínum í Íslensku óperunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.