Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 22
22 11. desember 2010 LAUGARDAGUR Í Fréttablaðinu 9. desember sl. er sagt frá umræðum þingmanna á Alþingi um möguleika á því að auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum í því skyni að tryggja að heilsugæsl- an geti veitt sem mesta þjónustu um land allt. Af því tilefni vill fag- deild heilsugæsluhjúkrunarfræð- inga koma eftirfarandi upplýsing- um á framfæri. Á heilsugæslustöðvum um allt land starfa hjúkrunarfræðingar. Þar gegna þeir stóru hlutverki í heilsuvernd eins og t.d. ungbarna- vernd, mæðravernd og skóla- heilsugæslu. Hlutverk þeirra er auk þess mikilvægt í hjúkrunar- móttökum heilsugæslustöðvanna. Þeir taka á móti fólki sem kemur á heilsugæsluna veikt, slasað, til eftirlits vegna sjúkdóma eða til heilsuverndar; veita ferðamanna- bólusetningar, gefa sprautur, sýkla- lyf í æð, veita ráðgjöf og fræðslu svo eitthvað sé nefnt. Einnig hafa hjúkrunarfræðingar símatíma og sinna þannig símaráðgjöf. Hjúkrunarfræðingar mennta sig fjögur ár í háskóla til BS-prófs og fjölmargir eru auk þess með fram- haldsnám af einhverju tagi, s.s. meistaranám eða diplómanám. Að loknu meistaranámi geta hjúkrunar- fræðingar hlotið réttindi sem sér- fræðingar í hjúkrun. Nokkrir hjúkrunarfræðingar á Íslandi hafa nú þegar sérfræðiréttindi í heilsu- gæsluhjúkrun. Hjúkrunarfræð- ingar fá yfirgripsmikla menntun í BS-námi sínu. Þeir læra um flest það sem tengist heilsufari manns- ins, jafnt líkamlegu, andlegu sem félagslegu. Af þessu má sjá að hjúkrunarfræðingar hafa góðan grunn til að starfa við móttöku á heilsugæslustöðvum. Í löndum eins og t.d. Bandaríkj- unum, Bretlandi og Svíþjóð geta hjúkrunarfræðingar menntað sig til enn meiri ábyrgðar og sjálf- stæðari vinnubragða en hér á landi. Þar hafa þessir hjúkrunarfræðing- ar leyfi til að greina algenga sjúk- dóma, ávísa lyfjum og panta rann- sóknir. Sýnt hefur verið fram á að þeir veita framúrskarandi þjónustu og að fólk sem þiggur þjónustuna er ánægt með hana. Hér á landi eru nú þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar með slíka sérmenntun og tilbúnir að nýta krafta sína í þágu heilsu- gæslunnar. Til þess að hjúkrunar- fræðingar geti skrifað lyfseðla þarf lagabreytingar og skorum við á þingmenn að huga að slíkum laga- breytingum. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar fagna umræðu um málefni heilsu- gæslunnar á Alþingi enda er mjög mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að leggja góðan grunn fyrir heilsu- gæslu framtíðarinnar. Mikilvægt er að heilsugæsluhjúkrunarfræð- ingar taki þátt í að þróa heilsugæsl- una og býður því fagdeild heilsu- gæsluhjúkrunarfræðinga fram krafta sína til að móta langtíma- stefnu heilsugæslunnar. Hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu Heilsugæsla Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir Formaður fagdeildar heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga Áslaug Birna Ólafsdóttir Varaformaður fagdeildar heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga Til þess að hjúkr- unarfræðingar geti skrifað lyfseðla þarf lagabreytingar og skorum við á þingmenn að huga að slíkum lagabreytingum. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 6. desember sl. var rætt við Ögmund Jónasson dómsmálaráð- herra um iðnaðarnjósnir á Íslandi. Þar sagði ráðherrann m.a. að það væri mikil breyting frá fyrri tímum búin að eiga sér stað þegar grunn- þekking var öllum frjáls og til afnota, en nú væri hún farin í ríkari mæli en áður að ganga kaupum og sölum. Hann sagði að við værum að komast í kynni við nýjan heim og að stórþjóðirnar hefðu átt við þetta að glíma lengi þegar þær hefðu verið að „pukrast“ með ýmis leyndarmál í framleiðslu t.d. uppskrift af kóka kóla eða uppskrift af kjarnorkubún- aði. Þetta væri nýtt fyrir okkur. Einnig fannst Ögmundi dálítið merkilegt og „umhugsunarefni“ að á 20. öldinni hefðu grunnrann- sóknirnar sem þá voru stundaðar af háskólum heimsins og upplýsing- arnar og afurðirnar sem þá hefðu orðið til verið öllum frjáls til afnota. Síðan hefði þetta hins vegar breyst undir lok síðustu aldar og byrjun þessarar, en þá hefði dregið úr vægi þessa og einkavæðingin og einka- hagsmunir færst inn eftir háskóla- göngunum. Þá hefði það sem áður var afmarkað við hergangaiðnað og ýmsa framleiðslu átt við á öllum sviðum. Eftir að hafa hlustað á Ögmund er mesta umhugsunarefnið fyrir höf- und þessarar greinar þekkingar- leysi ráðherrans á þessum mála- flokki og sú tilfinning að hann sæki hugmyndir sínar um atvinnusköpun til steinaldar. Það er hægara sagt en gert að átta sig á því hvar á að byrja til að svara þessu. Ögmundur setur t.d. uppskriftina að kóka kola og upp- skrift að kjarnorkubúnaði undir sama hatt, þ.e. að leyndarmál séu ekki af hinu góða. Það skal koma skýrt fram að höfundur þessar- ar greinar er ekki fylgjandi þróun vopna af neinni gerð. En það að segja að menn séu að „pukrast“ við að halda uppskrift þessa fræga drykkjar leyndri í sömu andrá og kjarnorkubúnaður er vægast sagt furðulegt. Þetta svokallaða „pukur“ og það að vernda vörumerki þessa fræga drykkjar gerir fyrirtækið að einu af verðmætustu fyrirtækjum heimsins. Ef þessi uppskrift yrði gerð aðgengileg myndi verðmat þessa fyrirtækis hrynja, sem myndi m.a. hafa í för með sér minni tekj- ur inn í bandaríska ríkiskassann og þúsundir manna myndu missa vinnuna. Hvað varðar háskólaumhverfið er það oft algjört lykilatriði að þeirri þróun sem á sér stað innan háskóla- veggjanna sé haldið leyndri vegna þess að þessi þróun getur verið upp- spretta nýs sprota fyrirtækis eftir nokkur ár sem yfir lengri tíma litið skapar störf og tekjur fyrir ríkis sjóð. Það sem gerir slík sprota- fyrirtæki sérstök er sú tækni sem þau hafa og sú vara sem þau fram- leiða og selja. Þessa tækni er hægt að verja með því að sækja um einka- leyfi, en forsenda þess að hægt sé að sækja um einkaleyfi er að uppfinn- ingin hafi ekki verið birt og gerð aðgengileg fyrir almenningi. Verðmæti slíkra hátæknifyrir- tækja, sbr. Marel, byggjast meira eða minna á óáþreifanlegum verð- mætum þeirra, en slík verðmæti er hægt að tryggja með t.d. einka- leyfum, vörumerkjun og hönnun. Ef ekki er séð til þess að þessari þróun sé haldið leyndri til að byrja með getur verið erfitt að tryggja þessa verðmætasköpun. Stór tekjulind margra helstu háskóla erlendis felst sem dæmi í svokölluðum leyfissamningum, en þá hafa háskólarnir sótt um einkaleyfi á ákveðinni þekkingu (t.d. aðferð eða tiltekinni vöru) og selja öðrum fyrirtækjum leyfi til að framleiða þessa vöru og setja hana á markað og fá t.d. ákveðna prósentu fyrir hverja selda vöru. Þarna er semsé komin ný tekju- lind í háskólaumhverfið, sem ann- ars þyrfti hugsan lega að koma frá ríkissjóði, sem gerir háskólann öfl- ugri. Það að segja að þær grunnrann- sóknirnar sem stundaðar voru í háskólum heimsins og upplýsing- arnar og afurðirnar sem þá hafi orðið til hafi verið öllum frjálsar til afnota á 20. öldinni getur vel átt við íslenskt háskólaumhverfi, en þetta á ekki við háskólaumhverfið utan Íslands. Í Bandaríkjunum og Þýska- landi sem dæmi hafa menn fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þess að vernda þá þekkingu sem orðið hefur til innan háskólaveggjanna með m.a. ofangreindri aðferð, þ.e. með leyfissamningum, til að afla aukins fjármagns til kennslu og rannsókna. Þetta hefur auk þess stuðlað að auk- inni sjálfbærni háskólanna og þ.a.l. sparnaði fyrir ríkið. Ef Ögmundur Jónasson hefur áhuga og vilja til að efla íslenskt atvinnulíf eru hugmyndir eins og þær sem komu fram í umræddu viðtali í besta falli misskilningur og tímaskekkja. Fáfræði Ögmundar Háskólarann- sóknir Guðmundur Reynaldsson doktor í eðlisfræði og einkaleyfasérfræðingur Eftir að hafa hlustað á Ögmund er mesta umhugsunar- efnið fyrir höfund þessar- ar greinar þekkingar leysi ráðherrans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.