Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 18
18 11. desember 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Tvö ár eru nú frá því að samstarfsáætlunin með AGS um endurreisn efna-hagslífsins eftir hrun krónunnar og fall bankanna var undirrituð af fyrri ríkisstjórn. Hvernig miðar? Erum við á réttri leið? Eða stefnum við í öfuga átt? Svörin við þessum spurningum eru ekki alveg einföld. Fjármálaráðherrann sem hefur forystu fyrir ríkisstjórnarflokk- unum virðist sannfærður. Hans boðskapur er: Það miðar að sönnu afar hægt en í rétta átt. Hvað hefur hann fyrir sér í því? Samstarfsáætlunin byggir alfarið á rótgrónum íhaldsúrræðum. Fjármálaráð- herra á hrós skilið fyrir að hafa fallist á að taka þessa áætl- un í arf frá Sjálf- stæðisflokknum því enginn hefur í orði kveðnu talað meir gegn íhaldsúrræðum en hann, nema ef vera skyldi forsætisráðherra. Þó að útfærsla skattabreytinga sé gagnrýniverð fyrir að vinna gegn verðmætasköpun hefur fjár- málaráðherra þó tekist fram til þessa að ná þeim áfangamarkmið- um sem Sjálfstæðisflokkurinn og AGS sömdu um í ríkisfjármálum. Aukheldur bendir fjármálaráð- herra á þetta: Að vænta má lítils- háttar vaxtar í landsframleiðslu. Að verðbólga er því sem næst komin niður að settu marki og vextir hafa að sama skapi lækkað verulega. Og nú hefur ríkisstjórn- in loks meirihluta í eigin þingliði fyrir nýjum Icesave-samningi. Til þess að gera raunsætt mat þarf hins vegar að horfa á við- fangsefnin frá víðara sjónar- horni. Á réttri leið? Heildarmyndin lítur öðru vísi út. Áætlun AGS um hagvöxt hefur ekki gengið eftir. Hitt er enn verra að allar spár fyrir næstu þrjú ár benda til að lítilsháttar vöxtur verði fyrst og fremst borinn uppi af einkaneyslu. Framlag utanríkis- viðskipta verður lítið. Við munum því lifa á lánum en ekki verðmæta- sköpun. Eftir reynslu sögunnar endar slíkt aðeins á einn veg. Krónan er með öðrum orðum ekki að skila þeim hagvexti sem margir ætluðu. Það ræðst meðal annars af rangri skattapólitík, óvissu í sjávarútvegsmálum, pól- itískum óstöðugleika, andstöðu við auðlindanýtingu og erlenda fjár- festingu og pólitískum vanmætti til að móta framtíðarstefnu í pen- ingamálum. Þá bendir margt til að forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár séu veikari en í ár. Þar að auki er augljóst að vinstri armur VG er í reynd andvígur þeim íhaldsúrræð- um í ríkisfjármálum sem efnahags- áætlunin byggir á. Þegar horft er á mótmæli opinberra starfsmanna sem birtist í daglegum auglýsing- um er ósennilegt að ríkisstjórnin hafi lengur nægan stuðning í eigin liði til að fylgja ríkisfjármála- markmiðunum eftir og enn síður að ljúka næsta áfanga. Fyrirheit um afnám gjaldeyris- hafta eru tálvon. Það heftir nýsköp- un og vöxt. Hættan á atgervisflótta fer um leið vaxandi. Vinnumarkaðurinn treystir ekki lengur mestu vinstristjórn sög- unnar. Láti almenni vinnumark- aðurinn opinbera starfsmenn fara á undan í kjaraviðræðum í vetur verður ríkisstjórnin ein í varnar- stöðunni í stað þess að standa í skjóli atvinnurekenda. Það eykur hættuna á að kjarasamningar fari úr böndunum. Þá blasa við innflutningshöf og kreppan fer að bíta af alvöru. Hagvöxtur sem byggir á lántökum og neyslu en ekki framleiðslu er leið til nýrrar kreppu. Niðurstaðan er þessi: Í besta falli eru jafnar líkur á að við stefn- um fram á við á hraða snigilsins sem hinu að við séum á leið aftur á bak til nýrrar kreppu. Eða í öfuga átt? Pólitíska hættan í stöð-unni er sú að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna gleðjist svo yfir því sem sjá má frá þröngu sjónarhorni í stöðumatinu að þeir telji sjálfum sér trú um að unnt sé að endur- reisa Ísland án breiðrar samstöðu í pólitík og á vinnumarkaði. Það er áhættuleikur. Spurningin er sú hvort þjóðin er sátt við að lífshagsmunir hennar ráðist í slíku pólitísku áhættu- spili. Skoðanakannanir benda að vísu til að svo sé. Vera má að það stafi af þeirri einföldu ástæðu að hún hafi ekki verið upplýst um þá áhættu sem felst í þessari stöðu. Ofris krónunnar og ofvöxt bank- anna má að miklu leyti rekja til sjálfsblekkingar. Þó að ábyrgð manna sé ærið misjöfn í þeim efnum var sjálfsblekkingin eigi að síður almenn. Þegar nú er komið að því að vinna þjóðina út úr erfið- leikunum þurfa allir að horfast í augu við raunveruleikann, bæði stjórnmálamenn og almenningur. Stundum vinna menn í lottóinu. Þannig er mögulegt að komist verði hjá nýju hruni þó að haldið verði áfram á óbreyttum pólit- ískum forsendum. Breið pólitísk samstaða eykur á hinn bóginn möguleikana á að þjóðin rati eftir framfarabraut til móts við fram- tíðina. Stjórnarflokkarnir höfn- uðu tilboði Sjálfstæðisflokksins þar um fyrir skömmu. Slík afstaða byggir á miklu sjálfs öryggi. En er sú sjálfsímynd áhættunnar virði? Áhættuspil ÞORSTEINN PÁLSSON N iðurlagning Varnarmálastofnunar virðist ætla að verða hið mesta klúður. Stofnunin verður lögum samkvæmt lögð niður eftir þrjár vikur. Eins og fram kemur í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær hefur enn ekki verið ákveðið hvaða stofnanir taka þá að sér verkefni hennar. Málið er enn statt á sama stað og síðastliðið vor, þegar frumvarp um að leggja niður stofnunina var lagt fram. Þá sagði Alyson Bailes, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fremsti fræðimaður Íslands á sviði varnarmála, í umsögn um frum- varpið: „Það er óvenjulegt að leggja niður stofnun sem gegnir mikilvægu hlutverki […] án þess að vita nákvæmlega hvar þeim skyldum sem á stofnuninni hvíla verður komið fyrir. Þessi óvissa hefur ekki eingöngu þær afleiðingar að erfitt er að meta fjár- hagslegan ávinning af því að gera umræddar breytingar, heldur veldur hún óvissu meðal erlendra samstarfsaðila.“ Við samþykkt laganna tók Alþingi ekkert mark á þessum ábend- ingum eða fjölmörgum öðrum. Þrennt virðist valda því að svona óhönduglega hefur tekizt til. Í fyrsta lagi lá Vinstri grænum svo á að leggja niður Varnarmálastofnun (sem gefur með nafni sínu til kynna þá óþægilegu staðreynd að huga þurfi að varnar málum á Íslandi) að þeir töldu óþarfa að gera áður einhverja úttekt á hvernig ætti að fara að því. Í öðru lagi stendur hallærisleg deila utanríkisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins um völd og yfirráðasvæði, sem hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar, vitrænni niður- stöðu í málinu fyrir þrifum. Í þriðja lagi hefur hvorki pólitíkin né embættismannakerfið lært sína lexíu af misheppnuðum sam- einingum ríkisstofnana og flutningi verkefna á liðnum árum. Þó var búið að smíða sérstaka stefnu um slíkar breytingar í fjár- málaráðuneytinu, eins og lýst var í Fréttablaðinu í gær. Í þessu máli er búið að snúa þeirri stefnu á haus. Þegar varnarliðið hvarf af landi brott urðu Íslendingar sjálfir að taka að sér ýmis verkefni sem Bandaríkin höfðu áður annazt. Sú leið að búa til sérstaka ríkisstofnun um þau var ekki endilega sú eina rétta. Það getur vel verið að verkefnin falli vel að rekstri annarra stofnana, til dæmis Landhelgisgæzlunnar, Isavia eða Ríkislögreglustjóra. Það er meira að segja frekar líklegt að veru- legur sparnaður náist með slíku fyrirkomulagi. En auðvitað hefði átt að byrja á að ákveða hvar verkefnum Varnarmálastofnunar yrði komið fyrir og leggja mat á til hvaða ráðstafana þyrfti þá að grípa og hvað það kostaði eða sparaði. Svo hefði átt að kynna það fyrir bandamönnum okkar í Atlantshafsbandalaginu og að því loknu hefði mátt leggja stofnunina niður að ósekju. Eins og framgangsmátinn hefur verið virðist Ísland ekki sérlega traust samstarfsríki eða fært um að sjá sjálft um þau verkefni tengd öryggi og vörnum sem öll fullvalda ríki verða að annast. Og við virðumst fullkomlega varnarlaus gegn stjórnsýslu- klúðri eins og því sem við horfum nú upp á. Hvert eiga verkefni Varnarmálastofnunar að fara? Varnarlaus gegn klúðri Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN varmadaela.is • s. 823 9448 Frí heimsending Veðurstöð m/þráðlausum regn og vindmæli PC samskiptaforrit Verð 27.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.