Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 50
50 11. desember 2010 LAUGARDAGUR muni pólitíska landslagið hafa breyst mjög næsta vor. Stuðningur við aðild hafi aukist um 15 til 20 prósent og nær allir í viðskipta- lífi sjái Brussel og evru sem björgunarhring Íslands. Rætt er um jákvæð orð Olli Rehn, stækk- unarstjóra ESB, um hugsanlega aðild Íslands, að fjölmiðlar hafi gert meira úr þeim eftir hrun. Fyrir Sjálfstæðisflokk og VG þýði þetta „grundvallarbreytingu í rétttrúnaði“ en stað- festi stefnu Samfylkingar. Í Sjálfstæðisflokki, sem hafi nánast verið einráður um utanrík- isstefnu landsins síðan 1944, hafi tveir ráð- herrar lýst því yfir að flokkurinn ætti að endurskoða stefnu sína. Jafnvel Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hafi sagt að skoða ætti alla möguleika. Þetta endur- spegli bakgrunn flokksins í viðskiptalífinu. Minnst er á að Davíð Oddsson hafi ýtt undir ótta við klofning með því að ræða endur komu í pólitík. Sendiherrann kveður Samfylkingu best undirbúna fyrir umræðuna og fari ekki leynt með það. Þá segir að (Katrín Jakobs- dóttir) varaformaður VG hafi sagt sendiráð- inu vorið 2008 að margir flokksmenn væru að komast á þá skoðun að ESB-aðild væri eini raunhæfi kosturinn. Steingrímur J. Sigfússon gæti því verið að einangrast, jafnvel „lang- tíma hugmyndafræðilegur bandamaður“ hans, Ögmundur Jónasson, hafi rætt þann möguleika að setja aðild á dagskrá, þótt sjálf- ur sé hann aðildarandstæðingur. Seinna er það orðað svo að varaformaður VG hafi sagt að VG myndi líklega endurmeta ESB-stefn- una og að hún hefði skilning á því. Um Framsókn segir frá stefnu ágreiningi síðustu formanna, Halldórs og Guðna Ágústs- sonar, og hvernig sá síðarnefndi hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir yngri flokks- mönnum sem kröfðust þess meðal ann- ars að ESB-aðild yrði sett á dagskrá. Með afsögn hans sé helsta hindrun Framsóknar í þessu máli úr vegi. Evrópusinnuð ESB-Framsókn gæti orðið eftirsóknarverðari samstarfsaðili í ríkisstjórn fyrir Samfylkinguna. Í lokin segir sendiherra að þrátt fyrir allt þetta sé stjórn yfir miðunum séð sem nauð- synlegur hluti sjálfstæðisbar- áttu Íslands og efnahagslegu fullveldi. Sjálfstæðisflokk- ur og Framsókn virðist hafa áttað sig á því að það að fórna þessari helgu kýr, sem og landbúnaði, sé illn- auðsynlegt til að ná jafn- vægi í efnahagi. „Gamla klíkan“ í VG gæti orðið eini and-ESB flokkurinn og náð til sín nýjum stuðningsmönnum aðildarandstæðinga. Sendi- herrann telur þó líklegra að nýr miðju- eða mið-hægri flokk- ur verði til, andsnúinn aðild. 2009 JANÚAR Sendiherrann ræðir um glímu flokkanna við ESB-áhuga Íslend- inga í ljósi efnahagshrunsins. Þetta sé orðið mikilvægasta mál íslenskra stjórn- mála. Framsókn hafi sett aðild á dagskrá að uppfylltum ýmsum skilyrðum og líklegt sé að Sjálfstæðisflokkur geri það einnig. VG verði líklega áfram andsnúin aðild en spurning sé með Frjálslynda flokkinn, sem sé við það að þurrkast út. Nýgræðingurinn Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson hafi tekið við Fram- sókn. Óvíst sé hvað hugsanleg stefnubreyting flokksins hefði í för með sér, en nýir leiðtogar muni ef til vill endurlífga flokkinn og auka kjörþokka hans. Mögulegt sé að á fundi Sjálfstæðis- flokks verði aðildarviðræður samþykktar og flokkurinn haldi áfram í ríkisstjórn, en ESB-andstæðingar hverfi til VG. Einnig gæti flokkur inn hafnað aðildarviðræðum og ekki klofnað. Þá myndi hann missa mikið fylgi til Samfylkingar eða Framsóknar. Hugsanlegt sé því að ESB-aðildarflokkarnir verði þrír í stað eins fyrir næstu kosningar. Sendiherr- ann lýsir svo í nokkru máli hvernig ferill umsóknar Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar gæti orðið, með stjórnarskrárbreyting- um og þess háttar. Á þingi gæti Framsókn svo stutt flokkana og viðræðum verið lokið fyrir árslok, en tekið er fram að tímasetn- ingarnar séu mjög háðar óvissuþáttum, svo sem Icesave og stækkunartregðu ESB í ljósi skuldastöðu Íslands. Seinna segir frá brott- hvarfi Geirs Haarde, sem geti gefið Sjálf- stæðisflokki tækifæri til að sameinast um ESB, takast á við raunveruleikann, eins og sumir orði það, og samþykkja Evrópusinnaða stefnu. Í þriðja skeytinu segir frá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar um að heimila hval- veiðar, en til að komast í ESB þurfi Íslend- ingar að hætta þeim. Á öðrum stað er Martin Eyjólfsson úr utanríkisráðuneyti sagður hafa sagt að umbeðnir 6,7 prósenta vextir Breta á Icesave gætu þýtt að Ísland næði ekki Maastricht-skilyrðunum og gæti því ekki tekið upp evru. FEBRÚAR Sendiherrann segir frá lögum um erlenda fjárfestingu á Íslandi. Að þau séu, með undantekningum, í samræmi við lög ESB og að flestar slíkar reglur ESB taki gildi á Íslandi. Í gegnum EES hafi Ísland aðgang að rannsóknar- og þróunarsjóðum ESB. Rætt er um stöðu kvikmyndafyrirtækja og fasteignakaup í ljósi EES. Að íslensk lög um viðskipti séu æ meir byggð á lögum ESB. Frjálsri för launafólks hafi verið tekið vel af fyrirtækjum sem lausn á skorti á vinnuafli. Í öðru skeyti um hvalveiðar segir sendiherr- ann að Árni Finnsson úr Náttúruverndar- samtökunum telji að nálgast skuli fleiri ríki ESB og félaga í Alþjóðahvalveiðiráðinu um að skrifa undir yfirlýsingu gegn hvalveiðum. MARS Í skýrslu um mansal segir sendiherr- ann að ferðaleyfi borgara í EES ríkjum sé talið nýtt til að flytja vændis konur til lands- ins. Að yfirmenn lögreglu hafi sagt sendiráð- inu að þeir hafi takmarkaðar heimildir til að grennslast fyrir um för fólks nema það sé grunað um vímuefnasmygl. Í sama mánuði segir sendiherrann að prófkjör flokkanna hafi ekki skilað mikilli endurnýjun og að Sjálfstæðisflokkur sé líklegur til að viðhalda „Atl- antshafs- sýn“ sinni, leggja mesta áherslu á samskipti við BNA. Þó séu bæði Bjarni Bene- diktsson og Þorgerður Katrín varaformað- ur miklir stuðningsmenn aðildar að ESB. Í skýrslu um Framsókn rifjar sendiherrann upp orð Halldórs Ásgrímssonar um að land- ið verði gengið í ESB fyrir 2015 og sagt að allir formenn flokksins eftir hans daga, utan Guðna Ágústsson, hafi verið hlynntir aðild. Stefnu Sigmundar Davíðs virðist frekar hægt að lýsa sem „opinni“ fyrir aðild en sem aðild- arsinnaðri. Hann sé óskrifað blað. APRÍL Sendiherrann segir frá því að aðildar- andstæðingurinn Steingrímur J. Sigfússon hafi sagt sér að hann telji ólíklegt að Ísland sæki um aðild að ESB í nánustu framtíð og að burtséð frá hver verði sigurvegari kosn- inganna verði Alþingi líklega að stórum hluta andsnúið aðild. Að Sjálfstæðismenn hafi líkt eftir stefnu VG og séu ekki aðildarsinnar, en muni leyfa almenningi að ákveða þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Seinna í mánuðinum segir sendiherrann að það að Samfylkingin hafi ekki útilokað samstarf við aðra flokka en VG sé talinn liður í að neyða VG að ESB-borð- inu. Afar líklegt sé að áframhaldandi ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur muni tækla málið fyrr en síðar. Að loknum kosningum segir sendiherrann að vegna óvæntrar velgengni ESB-sinnaðra flokka geti Samfylking slitið ríkisstjórnar- samstarfinu í þágu „ESB-stjórnar“. VG verði líklega neytt til Brussel. Velgengni Fram- sóknar megi kannski rekja til jákvæðrar ESB-afstöðu, en flokkurinn og Borgarahreyf- ingin líti á aðild sem lausn á efnahagsvandan- um. Þessir tveir hafi því ef til vill hagnast á andstöðu VG í kosningunum. ESB-meirihluti hafi náðst á þingi og ný ríkisstjórn þurfi að endurspegla þetta. Steingrímur J. hafi reynt að „spinna“ útkomu kosninganna og meðal annars gengið svo langt að segja að einung- is elítan vilji ganga í ESB. Hann og Jóhanna Sigurðardóttir hafi viðurkennt að þetta yrði erfiðasta mál stjórnarmyndunar viðræðna. Löngun VG til að stofna fyrstu meirihluta vinstristjórnina þýði mikla pressu um að láta undan Samfylkingu í þessum efnum. Innan- búðarmenn í VG hafi viðurkennt að utanrík- isstefna VG risti ekki djúpt. MAÍ Klopfenstein reifar að ný ríkisstjórn hafi ákveðið að leggja aðildarumsókn fyrir Alþingi en að ESB slepptu segi stefna hennar frekar lítið um utanríkismál. Það sem komi mest á óvart sé að Samfylking virðist hafa þurft að hörfa úr því sem virtist mjög sterk ESB-staða, því ákveðið hafi verið að þing- menn flokkanna mættu kjósa að vild um ESB. Jóhanna Sigurðardóttir voni að sænsk formennska ESB taki umsókninni vel. Leiðtogar stjórnar- andstöðu hafi lýst áhyggjum af þ v í a ð Sam- fylk- ingin fái frítt spil til að semja við ESB. Tap- ist kosningin um ESB verði það mikill ósigur fyrir Samfylkingu en samþykkt umsókn gæfi henni góða stöðu til að leiða Ísland til Brussel og aukið vogarafl gagnvart VG. JÚNÍ Klopfenstein kveður að Steingrímur J. Sigfússon hafi sagt sendiráðinu að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar og end- urgreiða Icesave-sparifjáreigendum eins og ESB-reglur segi til um. Að Steingrímur telji að aðildarviðræður verði naumlega sam- þykktar á Alþingi, enda mjólki stjórnarand- stæðingar þetta mál sér í hag. Steingrímur telji að Samfylking og fleiri líti á ESB-aðild sem töfralausn, en hann sjálfur telji að kostir aðildar komi ekki í ljós fyrr en eftir áratug í fyrsta lagi. Seinna greinir Klopfenstein frá því að búið sé að leysa Icesave-deiluna og þar með losna við stóran ásteytingarstein í sam- skiptum við aðildarríki ESB. Þetta eigi meðal annars að þýða að aðildarumsókn verði betur tekið en ella í Brussel. Það að neita að borga hafi ekki verið raunverulegur valkostur fyrir litla eyþjóð með Evrópumetnað. JÚLÍ Klopfenstein segir að ríkisstjórnin sé upptekin af endurreisn efnahagsins og ESB- umsókn og hafi ekki mikinn tíma aflögu til að fjalla um hvalveiðarnar (sem BNA vill stöðva). Hann segir að umsókn hafi verið sam- þykkt á Alþingi eftir átök, með stærri meirihluta en við var búist. Hann grein- ir frá á stundum „kaótísku“ ferlinu á þingi, svo sem gagntillögu Framsóknar og Sjálfstæðis flokks. Sumir þingmenn hafi líkt ESB við Sovétríkin og Borgarahreyf- ingin hafi reynt að manga með atkvæði sín. Útkoman hafi verið stórsigur fyrir Jóhönnu Sigurðar dóttur og Samfylkingu en skoðana- kannanir sýni að þjóðin sé ekki endilega jafn hrifin, því samkvæmt þeim yrði aðildarsamn- ingi hafnað. Staða þjóðarbúskapar eftir tvö til þrjú ár muni greinilega hafa mikil áhrif á lokaniðurstöðuna. Seinna er talað um að aðildarferlið taki lík- lega minna en þrjú ár þar sem Ísland hafi þegar tekið yfir mikið af lögum ESB. Nú séu um 40 prósent annars vegar með og hins vegar á móti aðild en fimmtungur óákveðinn. Félag- ar úr „Evrópuhreyfingunni“ hafi sagt sendi- ráðinu að í þeirra hópi væru helst menntaðir fagmenn með tekjur yfir meðallagi. Segir að ungt fólk, sem allajafna hafi stutt aðild, virð- ist vera að færast á öndverða skoðun. Þetta valdi Evrópusinnum miklum vonbrigðum og undrun og telji þeir að ef til vill beiti aðildar- andstæðingar áhrifaríkari tækni. Auðveldara sé að sjóða boðskap aðildarandstæðinga niður í stutt hnitmiðuð skilaboð. Evrópusinnar ætli að breyta um taktík og gera unga fólkið að helsta markhópi sínum. Einnig telji þeir, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnmálamanna, að tengsl séu milli Icesave og aðildarferlisins. Sendiráðið ræddi einnig við ónefndan tals- mann Heimssýnar, sem mun hafa sagt að helstu gallar hugsanlegrar aðildar væru glat- að fullveldi og sjálfstæði. Að ESB myndi lík- lega afnema 200 mílna efnahagslögsögu og leyfa öðrum ríkjum að veiða í henni. Einn- ig að aðild þýði dauðadóm yfir landbún- aði. Þessi talsmaður hafi talið að nið- urstaða þjóðaratkvæðagreiðslu yrði eins og hún var í Noregi, þar sem aðild að ESB var felld, og að við- ræður yrðu hægar og almenning- ur loks þreyttur á ESB. Klopfen- stein segir baráttuna um ESB rétt að hefjast. Síðar segir hann að VG hafi glatað miklum trú- verðugleika vegna umsóknar- innar og hefur eftir breska sendiherranum að Icesave og ESB-umsókn tengist ekki. SEPTEMBER Sendiráðs- starfsmaðurinn Watson hefur eftir Össuri Skarp- héðinssyni utanríkisráð- herra að hann telji að ESB hafi með ráðum gert 16. nóv- ember að skilafresti Íslands til að svara fyrirspurnum ESB vegna aðildarferlisins. Þetta hafi verið gert svo ekki væri hægt að taka fyrir mögu- leika Íslands á fundi leiðtogaráðs ESB í desember. Tafirnar dragi úr þeirri ásýnd að Ísland komist á hraðferð inn, á kostnað annarra umsóknarríkja. Seinna á Össur að hafa sagt að framtíð Íslands, erlend lán og ESB-innganga séu háð því að vel takist að ljúka Icesave. NÓVEMBER Watson greinir frá því að Bjarni Benediktsson segi sendiráðinu frá bréfi sem hann hafi sent Þjóðaröryggisráði BNA. Hann vilji fá fund í Hvíta húsinu og stuðla að aukn- um samskiptum ríkjanna. Brottför hersins hafi ýtt undir þá skoðun almennings að sam- bandi BNA og Íslands fari hrakandi. Umsókn um aðild að ESB ýti enn undir þetta. Bjarni hafi sagt að engin löggjöf ESB skyldi landið til að taka á sig skuldbindingar vegna Icesave. Watson segir að flokkur Bjarna sé eindreg- inn í andstöðu sinni við ESB og að Icesave- nálgun Bjarna virðist pólitísk frekar en efna- hagsleg. DESEMBER Watson segir að (Ellisif) Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, hafi sagt sendiráðinu að hún efist um að stofn- unin verði leyst upp á ábyrgan hátt. Ákvörð- unin sé einungis tekin til að sefa VG. Þetta séu verðlaunin fyrir stuðning við umdeild mál eins og ESB-aðild. 2010 JANÚAR Sendiráðsstarfsmaðurinn Eagen segir að einn helsti sérfræðingur Íslands um Evrópuför landsins, Baldur Þórhallsson, telji næsta víst að Bretland og Holland muni hindra viðleitni landsins til að ganga í ESB nema gengið verði frá Icesave. Utanríkis- ráðuneytið haldi öðru fram og leggi áherslu á að ESB og Icesave séu ekki og eigi ekki að vera tengd mál. Eagen segir í lokin að í ljósi höfnunar forsetans á Icesve séu efasemdir um lífvænleika stjórnarinnar, aðildarum- sóknina og um endurreisn efnahagsins, rétt- mætar. FRAMHALD AF SÍÐU 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.