Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 100
 11. desember 2010 LAUGARDAGUR72 timamot@frettabladid.is FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR rithöfundur (1940-2010) var fædd þennan dag. „Sá sem hefur gengið í gegnum bálið verður aldrei samur aftur.“ Merkisatburðir 1917 Nýja bíó í Reykjavík frumsýnir kvikmyndina Voðastökk og þótti tíðindum sæta að bíóið hafði látið þýða textana á íslensku. 1930 Til átaka kemur í Reykjavík vegna verkfalls í Garnastöð Sambandsins og eru þau kölluð Garnaslagurinn. Um samdist í lok mánaðarins. 1936 Georg VI. verður konungur Bretlands eftir afsögn eldri bróður síns Játvarðs VIII. 1941 Þýskaland og Ítalía segja Bandaríkjunum stríð á hendur. 1948 Snjóflóð fellur á bæinn Goðdal í Strandasýslu. Sex manns farast. Húsbóndanum er bjargað úr flóðinu eftir fjóra sól- arhringa. 1961 Fyrstu bandarísku herþyrlurnar koma til Saigon og markar það upphaf Víetnamstríðsins. 1975 Breski dráttarbáturinn Lloydsman siglir tvisvar á varðskipið Þór í mynni Seyðisfjarðar, um tvær sjómílur frá landi. Gunnar Gunnarsson rithöfundur og kona hans, Franzisca Antonia Josephine Jörgensen, gáfu íslenska ríkinu Skriðuklaustur á Fljótsdalshéraði þennan dag árið 1948. Þau höfðu átt jörðina í tíu ár og búið þar frá 1939 er þau létu byggja þar íveruhús í bæheimskum stíl. Það var teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger. Í því eru á fjórða tug herbergja enda kostaði það álíka mikið og tíu einbýlishús í Reykjavík á sama tíma. Í gjafabréfinu er kveðið á um að jörðin skuli hagnýtt á þann hátt að til menningarauka horfi. Tilraunabú í sauðfjár- og jarðrækt á vegum RALA var rekið þar frá 1949 til 1990 en Gunn- arsstofnun var sett á laggirnar árið 1997. Þess má geta að á morgun verður þar hinn árlegi upplestur á Aðventu Gunnars klukkan 14 og jafnframt opið í jólakökur og heitt súkkulaði í Klausturkaffi. ÞETTA GERÐIST: 11. DESEMBER 1948 Ríkið fær Skriðuklaustur að gjöf „Þetta verður gleðiríkur og góður dagur og það verður gaman að enda afmælisár Ljóssins með svona ljósa- göngu,“ segir Þorsteinn Jakobsson fast- eignasali sem í dag gengur á Esjuna ásamt fjölda fólks sem mun mynda ljósafoss niður hlíðarnar. Esjan er 365. fallið sem Þorsteinn klífur á árinu í til- efni af fimm ára afmæli Ljóssins, end- urhæfingu krabbameinsgreindra. Mæt- ing er við Esjustofu klukkan 14 í dag þar sem tónlistarmenn flytja hvatning- arsöngva en gangan hefst stundvíslega klukkan 14.30. Göngufólk er beðið að hafa meðferðis vasaljós, ennisljós eða kyndla. „Það var áramótaheit í fyrra að taka 365 fjallstoppa úti um allt land á einu ári,” segir Þorsteinn. Ég vissi alltaf að ég gæti það en það mátti heldur ekk- ert koma fyrir mig. Fyrsta fjallið var Helgafell við Hafnarfjörð, ég gekk á það á nýársdag.“ En hvað kom til að hann tókst á við svona erfitt verk- efni? „Ég hef alltaf haft þörf fyrir að ganga en í fyrra fann ég hvers ég var megnugur þegar ég tók þátt í að setja Íslandsmet með því að fara sjö ferð- ir á Esjuna á einum degi. Það var líka fyrir Ljósið. Í vor gekk ég svo á tíu fjöll á tólf og hálfum tíma í sama tilgangi. Kona sem ég þekki er með krabbamein og mig langar að styrkja það góða starf sem unnið er í Ljósinu,“ útskýrir Þor- steinn og minnir á númer styrktar- sjóðsins: 0130-26-410520 kt. 590406- 0740. „Það munar um hvað sem er.“ Meðal fjalla sem Þorsteinn hefur sigrað á árinu eru Snæfellsjökull, Spák- onufell við Skagaströnd, Böggvisstaða- fjall við Dalvík, Súlur og Hlíðarfjall við Akureyri, Hólmatindur og Svarta- fjall við Eskifjörð og Hádegisfjall við Reyðarfjörð, auk allra fjalla á Suðvest- urlandi. Ekki má gleyma hæsta tindi landsins, Hvannadalshnúk en á hann gekk Þorsteinn 8. maí með starfsfólki 365. „Mér var boðið með 365 og það var mjög gaman,“ segir hann brosandi. En hvaða fjall var erfiðast uppgöngu? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér ekkert þeirra erfitt. Ég nýt hvers skrefs sem ég tek og hugsa aldrei um erfiðleika,“ svarar Þorsteinn bros- andi. „Hugarfarið er höfuðatriði. Ég hef aldrei farið úr liði og aldrei fengið verki í hnén eða skrokkinn. Veit ekki hvað það er. Þegar maður er slakur andlega þá er allt smurt.“ Þorsteinn viðurkennir að hafa þri- svar verið í lífshættu í fjallaferðunum. „En það hefur bara kennt mér,“ segir hann. „Ég lenti í sjálfheldu á Hádegis- fjalli á Reyðarfirði, fór upp á vitlausum stað og líka á Baulu. Samt er ég enginn áhættufíkill.“ gun@frettabladid.is ÞORSTEINN JAKOBSSON: GENGUR Á 365. FJALLSTOPPINN Á ÁRINU Nýt hvers skrefs sem ég tek FJALLGÖNGUGARPURINN „Þegar maður er slakur andlega þá er allt smurt,“ segir Þorsteinn sem ætlar að ljúka við að uppflylla áramótaheitið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ömmusystir okkar, Aðalheiður Sigurðardóttir Skólastíg 14a, Stykkishólmi, lést á St Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 1. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju 14. desember kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju í Heimahorninu, sími 438 1110. Jófríður Sveinbjörnsdóttir Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir Stefán Þór Sveinbjörnsson Sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Víglundar Guðmundssonar Greniteigi 5, Keflavík. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar og Sigrúnar Ólafsdóttur hjúkrunarfræðings á HSS. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Kristín Víglundsdóttir Guðmundur Ingi Guðjónsson Magnea Inga Víglundsdóttir Gunnar Magnússon Hafrún Ólöf Víglundsdóttir Sverrir Víglundsson Hallfríður Anna Matthíasdóttir Jóhann Sigurður Víglundsson Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir Íris Víglundsdóttir Böðvar Bjarnason Lilja Víglundsdóttir Njáll Karlsson Ragnheiður Víglundsdóttir Kristján Valur Guðmundsson afabörn, langafabörn og langalangafabarn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, stjúp- móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Hrefnu Sveinsdóttur frá Vík í Mýrdal, Sóltúni 30, Reykjavík. Elsa Þorsteinsdóttir Axel Bryde Sveinn Hrólfsson Daði Hrólfsson Debora Turang Arnar Þór Hrólfsson Andri Hrólfsson Sunna Karlsdóttir Ingólfur Hrólfsson Hanna Jónsdóttir Gunnhildur Hrólfsdóttir Finnur Eiríksson Bryndís Hrólfsdóttir Engilbert Gíslason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdafaðir, afi og bróðir, Geir Hlíðberg Guðmundsson læknir, Löngumýri 2, Garðabæ, lést mánudaginn 6. desember á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 17. desember kl. 11.00. Margrét Guðmundsdóttir Guðmundur Freyr Geirsson Pálína Kristín Jóhannsdóttir Gunnar Þór Geirsson Steinunn Ósk Geirsdóttir Friðrik Óskar Friðriksson Guðný Jónasdóttir Gísli Hlíðberg Guðmundsson Sara Vilbergsdóttir Sigurdís Guðmundsdóttir Eyjólfur Ólafsson Sindri Geir, Eydís Lilja, Jóhann Margeir, Iðunn Lilja og Friðrik Skorri Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ragnars Björnssonar matsveins. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun síðustu mánuði. Jóna Ásgeirsdóttir Gunnar Ingi Ragnarsson Valdís Bjarnadóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Egill Þórðarson Anna Birna Ragnarsdóttir Snorri Sigurjónsson Ásgrímur Ragnarsson Unni Larsen Einar Ragnarsson Hafdís Erla Baldvinsdóttir Ingibjörg Ragnarsdóttir Lúther Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.