Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 44
44 11. desember 2010 LAUGARDAGUR Þór Whitehead sagnfræðiprófessor er höfundur bókarinnar Sovét-Ísland óskalandið - Aðdragandi byltingar sem aldrei varð. Þór nam sagnfræði á Íslandi, í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Hann er trúlega þekktastur fyrir að hafa skrifað ritröðina Ísland í síðari heimsstyrjöld, sem telur fjórar bækur, og um Ísland á árum kalda stríðsins. Í apríl 1934 sendi Skúli Þórðarson, sagnfræði- stúdent í Kaupmanna- höfn, bréf til vinar síns, Stefáns Pjeturssonar, í Moskvu. Skúli var í hópi útskúfaðra í Kommúnistaflokki Íslands og réttlínumenn virð- ast hafa grunað hann um að vera villutrúarmann af hættulegasta tagi, trotskíisti. Skúli kvartaði sáran undan „vinstri terror“ í flokknum og hvatti Stefán til að játa syndir sínar sem fyrst til að „losna úr sóttkvínni“. Flokkur- inn væri að breytast „í klíku, sem hefur engin áhrif í þjóðfélaginu, ef svona heldur áfram“. Í Lenínskólanum var bréf Skúla ritskoðað, eins og öll önnur bréf til nemenda, og kom það viðtak- andanum, Stefáni, í mikinn vanda. Bréfið var rætt á fundi íslenskra Lenínskólanema, sem töldu það hvatningu til Stefáns frá skítugri klíku tækifærissinna í Kaup- mannahöfn um að halda heim „og taka upp klofningsbaráttu gegn flokknum og Komintern [Alþjóða- sambandi Kommúnista]“. Stefán hefði sem fyrr neitað að gagnrýna sjálfan sig og tekið „flokksfjand- samlega afstöðu til miðstjórnar KFÍ og Kominterns“. Í ályktun nemendahópsins til skólayfir- valda sagði að gefa mætti Stefáni tækifæri til að leiðrétta villu sína. En nýtti hann sér það ekki „liggi leið hans út úr flokknum“. Um leið tók hópurinn afstöðu með útskrif- uðum byltingarnemum á Íslandi og fordæmdi Brynjólf Bjarnason fyrir sáttfýsi við Einar Olgeirs- son. Með skrifum sínum um fas- isma hefði Brynjólfur auk þess sannað að hann ynni meðvitað í þágu fasismans og væri því „and- byltingarsinni“. Þannig höfðu öfgafyllstu réttlínumenn, sem nú réðu lögum og lofum í Komm- únistalokknum, úrskurðað þrjá helstu foringja flokksins drottin- svikara. „Þá mélum við þig“ Enn virðist [Philipp] Dengel, skriftafaðir Stefáns, hafa kallað hann nokkrum sinnum fyrir sig í höfuðstöðvum Kominterns. Stef- án segir að á einum fundinum hafi Dengel sagst greina að hann væri „að fjarlægjast Komintern“. Ef hann sneri baki við sambandinu, væri eitt víst: „þá mélum við þig“ („denn zermalen wir dich“). Í fjórðu og síðustu greinargerð til Dengels sneri Stefán þó vörn í sókn og sakaði réttlínumenn um að lama Kommúnistalokkinn með sértrúarofstæki gegn línu Kom- interns! Bréfið frá Skúla Þórðar- syni væri engin sönnun um klík- ustarfsemi, heldur aðeins vottur um andúð meirihluta flokksmanna á ráðandi öflum. Þessi greinargerð var mikil ögrun við Norðurlandaskrifstofu Kominterns, sem samþykkti 3. júní 1934 að gefa „fél. Pjeturs- syni stranga viðvörun“. Hann hefði aðeins losað sig að hálfu við tækifærissinnaða afstöðu sína til jafnaðarmanna. Gagnrýni hans á Kommúnistalokk Íslands væri ekki í anda flokksins heldur „klíkufjandskapur“ og því alvar- legt brot á flokksaga. Stefán fengi þriggja mánaða umhugsunarfrest „til að leiðrétta afstöðu sína“, en því næst yrði „mál hans tekið til endanlegrar ákvörðunar“. Stefán var nú „kominn fram á brún hengiflugsins“, eins og Arnór Hannibalsson orðaði það. Leiðin „til sátta við flokkinn var nánast lokuð – nema hann legði sig í líma að þjóna öllum skipunum, sem hann fékk að ofan“. Landar Stef- áns í Lenínskólanum vildu engin samskipti eiga við hann lengur, nema einn maður, Steingrímur Aðalsteinsson. Í Sovétríkjunum var slík einangrun merki um að Kommúnisti til skrifta í Moskvu Í bókinni Sovét-Ísland óskalandið eftir Þór Whitehead birtist meðal annars frásögn Stefáns Pjeturssonar frá sóttkví hans í Moskvu sem ekki hefur birst áður á prenti. Hann leiddi hófsama fylkingu kommúnista í harðri baráttu innan flokksins á fjórða áratug síðustu aldar. Vegna þessa var hann kallaður til Moskvu til að hann gæti „þróast í rétta átt“. Hér er gripið niður í bókina. ÚTIFUNDUR KOMMÚNISTA Íslenskir kommúnistar funda í Templarasundi í Reykjavík einhvern tíma á árabilinu 1930 til 1937. Sennilega má hér sjá Einar Olgeirsson halda ræðu, en hann var höfuðandstæðingur Stefáns Pjeturssonar í Kommúnistaflokknum. MYND/MAGNÚS ÓLAFSSON braut „flokkssvikara“ af vinnu- stað í þrælabúðir, eftir að hreins- anir Stalíns komust í algleyming. Afskipti sendiráðsins skiptu öllu Atburðarásin á þessum síðustu vikum Stefáns í Moskvu er ann- ars nokkuð óljós. Þannig segist Jón Ólafsson hafa fundið heim- ildir fyrir því í skjalasafni Kom- interns, að Stefáni hafi verið veitt heimfararleyfi frá Moskvu í júní- mánuði 1934. En þetta leyfi hafi aðeins verið til að sýnast. Kom- intern hefði gert „sérstakar ráð- stafanir“ til að láta stöðva Stefán á landamærum Sovétríkjanna og beðið leynilögregluna um að gera leit í farangri hans. „Þessi beiðni bendir til að ætlunin hafi verið að handtaka Stefán.“ Jón gerir ráð fyrir því að þetta heimfararleyfi hafi verið veitt, áður en Stefán leitaði til danska sendiráðsins um hjálp. Ef svo er, virðist alþjóða- sambandið hvorki hafa afhent Stefáni leyfið né sagt honum frá því. Ella hefði hann ekki snúið sér til Dana. Því er hugsanlegt að hér sé um að ræða leyfið, sem Stefán fékk að lokum með hjálp Dana, en í beiðninni um sérstaka leit í far- angri hans hafi ekki falist ósk um handtöku. Hitt kemur þó einnig til greina, að Komintern hafi áður ráðgert handtöku hans, eins og Jón Ólafsson ályktar, en íhlutun Dana orðið til þess að hætt var við þá ráðagerð. Ef ætlunin var sú að hneppa Stefán í þrælabúðir eða fangelsi, hefði verið klókt að láta hann halda á brott frá Moskvu með heimfar- arleyfi, en handtaka hann síðan í kyrrþey á landamærunum. Þá var auðveldara að fullyrða að hann hefði farið úr landi frjáls maður, þegar spurst hefði verið fyrir um hann frá Íslandi. Alla vega eru yfirgnæfandi líkur á því, að Stef- án hefði ekki átt afturkvæmt til Íslands, ef hann hefði ekki bland- að sendiráðinu í mál sitt. Þremur dögum eftir að stjórn- málanefnd framkvæmdanefndar Kominterns barst kæra Lenínskól- ans á hendur Stefáni, 4. júlí 1934, samþykkti nefndin (í raun æðsta stjórn sambandsins) að reka hann úr Kommúnistaflokki Íslands að tillögu Norðurlandaskrifstofu Dengels. Stefán hefði óhlýðnast fyrri ákvörðun nefndarinnar um að leiðrétta hentistefnu sína innan þriggja mánaða. Vitnisburðurinn frá sænskum herbergisfélaga Stefáns var kornið sem fyllt hafði mælinn. Lenínskólinn hafði jafn- framt krafist þess að hann yrði rekinn úr framhaldsdeild sinni. En „mélaður“ varð hann ekki úr þessu vandræðalaust, þökk sé sendiráði Danakonungs. Rekinn úr flokknum Komintern rak Stefán úr KFÍ sama dag og einn af rússneskum yfirmönnum Lenínskólans færði honum þessi tíðindi: „Þú ferð út úr landinu í kvöld og færð passann.“ Stefán fann ekki fyrir fjandskap frá þessum gamla bolsévíka, sem honum þótti um margt geðþekk- ur maður. Brottförin frá Moskvu var líka tíðindalaus, þótt Stefáni væri ekki rótt. Tvær konur fylgdu honum á járnbrautarstöðina og gáfu honum nesti fyrir ferðalag- ið. Aðalfréttin í blöðum og útvarpi Moskvu þennan dag var um „nótt hinna löngu hnífa“, morð og fang- elsanir Hitlers á andstæðingum innan og utan Nasistalokksins. „Af þessu lærir Stalín,“ hugsaði Stefán með sér. Honum varð ekki svefnsamt í járnbrautinni frá Len- íngrad á leiðinni að landamærun- um Sovétríkjanna og Finnlands, en vopnaðir verðir gerðu enga til- raun til að hefta för hans. Þegar til Helsinki kom sendi Stefán danska sendiráðinu símskeyti um að allt hefði gengið að óskum. BYLTINGIN SEM ALDREI VARÐ handtaka vofði yfir og hættulegt væri að blanda geði við „sökudólg- inn“. … Í júní 1934 leið að sumarleyfi í Lenínskólanum. Þá var nemend- um boðið í ferðalög til að sjá stór- brotna nýsköpun Sovétríkjanna og vinna sjálfir að „uppbyggingu sós- íalismans“. Stefán vissi að hann væri nú í meiri hættu en nokkru sinni fyrr. Honum brá því í brún, þegar skólayfirvöld sögðu honum 6. júní 1934, að hann ætti að fara í leyfi út á land með „rússnesku félögunum“, en ekki skorarfélög- um sínum frá Norðurlöndum. „Þá er lítill tími til stefnu,“ hugsaði Stefán með sér, og hótun Dengels um að hann yrði „mélaður“ sótti ákaft á hann. Nú voru góð ráð dýr. Aftur minntist Stefán þýsku kommúnistanna, sem sovétstjórn- in hafði meinað brottferð, eins og þeir Einar Olgeirsson höfðu frétt. Einn þessara Þjóðverja hafði sloppið úr landi með því að leita eftir hjálp í sendiráði Austurríkis, sem var fasistaríki að mati komm- únista. Stefáni sýndist, að eina bjargarvon sín gæti verið að fylgja að nokkru dæmi þessa manns: Fara í sendiráð Danmerkur, sem hafði fyrirsvar fyrir Íslendinga, og biðja þar um hjálp til að kom- ast úr landi. Nú fann Stefán fyrir því, hve illa hann var staddur, vegabréfslaus maður með eitt sov- éskt skírteini upp á vasann um að hann héti Jón Helgason. Á fundi með Dengel, líklega eftir síðustu viðvörun frá Komintern, hafði hann beðið skriftaföður sinn um að skila sér vegabréfi sínu. Hann ætlaði sér ekki að falla frá skoðun- um sínum og hefði því ekkert leng- ur að gera í Sovétríkjunum. Deng- el hafði engu svarað ósk hans og verið fámáll. Það var eftir engu að bíða, í danska sendiráðið yrði hann að fara án tafar. Njósnari í gerfi betlara Þegar Stefán var kominn smáspöl frá heimavist Lenínskólans á leið í danska sendiráðið, tók hann eftir betlara einum. Maður þessi hafði sníkt þarna fé frá því um veturinn og leit kunnuglega út. Stefán hrað- aði sér sína leið og kvaddi brátt dyra í sendiráði konungs Dan- merkur og Íslands. Bað hann um að fá að tala við sendiherrann, en hann reyndist vera á ferðalagi um Vestur-Asíuhéruð Sovétríkjanna. Staðgengill sendiherrans, ungur og vingjarnlegur sendiráðsritari, var hins vegar fús að ræða við hann. Stefán sagði honum undan og ofan af dvöl sinni í Moskvu og þurfti ekki að hafa mörg orð um það, að hann væri í hættu staddur. Stefán segir að sendiráðsritarinn hafi umsvifalaust gefið sér þetta ráð: „Þú verður að heimta pass- ann, þá fyrst getum við konstater- að að þér sé haldið hér gegn vilja þínum.“ Um leið hafi ritarinn tekið að sér að biðja sovéska utanríkis- ráðuneytið um að sjá til þess að Komintern skilaði vegabréfinu. Þegar Stefán kom út úr sendiráð- inu, rak hann allt í einu augun í betl- arann, sem hann hafði tekið eftir á leiðinni úr heimavistinni. Hann stóð þar álengdar og hafði augljóslega elt hann í sendiráðið. Beyg setti að Stef- áni, því að hann þóttist strax viss um, að þetta væri njósnari leynilög- reglunnar og ætti að fylgjast með Lenínskólanemum. Ef til vill hafði honum verið falið að fylgjast sér- staklega með ferðum Stefáns. Nú liðu nokkrir dagar í spennu og óvissu. Síðan fór Stefán öðru sinni í danska sendiráðið. Þá var honum sagt að sendiráðið hefði tekið mál hans upp við sovéska utanríkisráðuneytið. Vonir stæðu til að hann fengi vegabréf sitt aftur og gæti haldið heim. Þegar hann kæmi til Helsinki á heim- leiðinni, ætti hann að staðfesta komu sína þangað með símskeyti til sendiráðsins. Komintern glímdi ekki lengur við einangraðan útlending undir dulnefni. Leyni- lögreglan gat að sjálfsögðu enn handtekið þennan þegn Danakon- ungs, en ljóst var að úr því yrði óþægilegt milliríkjamál. Vitnisburður herbergisfélaga Í júnílok 1934 dró skyndilega til uppgjörs á milli Stefáns og Kom- interns. Stefán og sænskur her- bergisfélagi hans, Tage Larsson (dulnefni Tore Oman), voru kærð- ir til starfsmannadeildar Lenín- skólans, útibús leynilögreglunnar, fyrir skammarlegan drykkjuskap á heimavistinni. Eins og Arnór Hannibalsson rekur í bókinni Moskvulínan, virðist Larsson hafa verið kallaður fyrir starfsmanna- deildina, þar sem hann hafði ótrú- legustu ummæli eftir Stefáni frá nætursvallinu: „Ég berst fyrir verkalýðshreyfinguna, og það er ekki endilega það sama og að berjast fyrir Komintern.“ „Kom- intern er að eyðileggja flokkinn.“ „Ég fer heim til að berjast opin- skátt gegn Komintern.“ Larsson kvaðst hafa sagt Stefáni, að sér fyndist „heimskulegt“ að senda mann, sem þannig talaði, heim til sín. En Stefán hefði svarað því svo, „að það væri ekki hægt að koma í veg fyrir för manns, sem vill fara burt“. „Mér skildist,“ sagði Larson að lokum, „að hann ætti við sendi- ráðið [danska]“. Stefán hafði nú verið staðinn að drottinsvikum við Komintern og flokk sinn í augum Lenínskóla- manna. Bersögli hans stafaði lík- lega af því, að danska sendiráð- ið hafði gefið honum vonir um að hann fengi aftur vegabréf sitt og heimfararleyfi. Starfsmannadeild Lenínskól- ans brá hins vegar skjótt við og kærði Stefán fyrir framkvæmda- nefnd (yfirstjórn) Kominterns með bréfi til Ottos Kuusinens, „stórmeistara“ norrænna komm- únista. Stefán viðurkenndi aug- ljóslega ekki „tækifærissinnaðar villur sínar“ og væri „reiðubúinn að berjast gegn línu Kominterns“. Skólinn þyrfti fyrirmæli um, hvað gera skyldi við þennan villu- ráfandi sauð: „Ef til vill ætti að senda hann til framleiðslustarfa í Sovétríkjunum.“ Þetta var annað- hvort tillaga um að varpa Stefáni í þrælabúðir (gúlagið) eða setja hann í erfiðisvinnu einhvers stað- ar í hinu víðlenda „verkalýðsríki“. Þrældómur sýnist þó mun líklegri af samhenginu að ráða. Jafnvel þótt svo hafi ekki verið, lá refsi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.