Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 92
64 11. desember 2010 LAUGARDAGUR minningar um bjarta og hlýja sumar daga, þegar ég rak ærnar úr kvíunum á beit yfir daginn. ... Í ríki óttans Það var orðið stutt í stríðið þegar við komum út til Þýskalands. Þeir sem upplýstir voru um gang mála gerðu sér grein fyrir því að til stríðs- átaka myndi eflaust koma, en von- uðu þó að ekki kæmi til þeirra. Og fjölmörgum var ljóst að Þjóðverj- ar gætu ekki unnið í þeim. En fólk var svo lamað af ótta að það þorði ekki að láta neina skoðun í ljós, ef hún stangaðist á við hina opinberu stefnu. Það er erfitt að útskýra þetta fyrir lýðræðisþjóð eins og Íslending- um, en svona er þetta þegar óttinn er orðinn húsbóndi. Auðvitað vissu menn að ýmis- legt væri á seyði; ýmislegt sem menn vildu þó helst ekkert vita af. Almenningur vissi um gyðinga- ofsóknirnar og hafði veður af fangabúðunum. Nú verða lesendur að athuga að mikið var búið að ger- ast þegar hér er komið sögu. Nasist- arnir voru búnir að ná algerum yfirráðum í Þýskalandi og setja sína menn í allar þýðingarmiklar stöður. Fólk talaði í hálfum hljóð- um um að hinn eða þessi sæist ekki lengur. En það þorði enginn að spyrja, njósnarar voru á hverju strái og eins og alltaf var mann- skepnan reiðubúin til að segja til annarra, ef það kom henni sjálfri vel. Óttinn var harður húsbóndi, eins og ég sagði áðan. Hins vegar held ég að engan hafi á þessum tíma órað fyrir því hvað myndi gerast í útrýmingar- búðunum. Þær voru býsna vel faldar, bæði fyrir umheiminum og almennum Þjóðverjum. Auðvitað gerðu nasistar sér grein fyrir því hvað þeir voru að gera og vildu ekki að það væri í hámæli. Þeir reyndu sjálfir að afmá ummerki þar sem þeir gátu í stríðslok, eins og allir vita. Ég er hins vegar ekki dómbær um hvort fólk hefði gert eitthvað, hefði það vitað. Hvað gat það gert? Það hefði sjálft farið í gasklefana, og reyna ekki allir að halda í líf- tóruna eins lengi og þeir geta? Mér finnst afskaplega erfitt að áfell- ast þá sem þögðu, enda þótt einnig megi segja að sá sem ekki andmæl- ir sé að vissu leyti samsekur. Kallaður í herinn Bruno var kallaður í herinn, þrátt fyrir að hann hefði tekið þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Það urðu flestir, sem ekki voru of gamlir, að fara í stríðið, en hann var þó eiginlega of gamall til þess. Hann lenti hins vegar aldrei í orrustum í fremstu víglínu. Til þess var hann of gamall í upphafi, þegar nóg var til af ungum mönnum. Hann var loftskeytamaður og vann í her- búðum, Bunkers, bak við víglín- una. Hann komst samt alla leið til Calais í Frakklandi. Svo gerð- ist það, þegar skammt var liðið á stríðið, að Mussolini og Hitler skiptu Týról á milli sín og Ítalir fengu hluta af Týról, sem raunar var þýskt menningarsvæði. Þetta voru margir dalir og í einangrun liðinna alda höfðu þróast alls kyns mállýskur í þessum dölum. Segja mátti að sérstök mállýska væri töluð í hverjum dal. Nasistar gátu snobbað mikið fyrir menningunni, einkum ef unnt var að tengja hana þjóð- rembu. Þeir vildu sýna menning- aráhuga sinn með því að láta skrá þessar mállýskur; gera mállýsku- atlas yfir þetta svæði. Þetta var líka nefnt Heimatforschung, átt- hagarannsóknir. Bruno var eins og fyrr segir hámenntaður mál- vísindamaður og einhver benti á að hann væri manna hæfastur til að annast þetta verk. Það varð því úr að hann var tekinn af vígstöðv- unum og settur í að vinna að hugð- arefnum sínum suður á Ítalíu. En böggull fylgdi skammrifi. Úr öskunni í eldinn Þótt Bruno teldist uppfylla sína herskyldu með því að vinna þetta Höfundur bókarinnar Í ríki óttans Magnús Bjarnfreðsson segir frá því í formála þegar hann hitti Þorbjörgu Jónsdóttur Schweizer á hjúkrunar- heimilinu Klausturhólum. Hún vakti athygli hans fyrir hjálpsemi en smám saman fór hann að forvitnast um sögu hennar og er afrakstur þeirrar vinnu hin nýútkomna bók. Þorbjörg lést fyrir nokkrum árum. Þorbjörg ólst upp í fámennri sveit í Vestur-Skaftafellsýslu í upphafi síð- ustu aldar. „Hún kynntist vistarbandi af eigin raun á unglingsárunum og þrátt fyrir lítil efni tókst henni að komast til mennta. Hún nam hjúkrun í tvö ár á Íslandi, en fór síðan til framhaldsnáms í Danmörku og lauk námi við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Varð hún meðal þeirra fyrstu hér á landi sem sérhæfðu sig í hjúkrun geðsjúkra ... hún giftist þýska málvís- indamanninum og Íslandsvininum Bruno Schweizer, dr. phil., og fluttist með honum til Þýskalands – til Diessen í Bæjaralandi, þar sem hún meðal annars bjó á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Seinna kom hún aftur til starfa á Kleppspítalanum. Bruno kom ári síðar til Íslands og var fjölskyld- an þá saman um sinn, en hann festi ekki yndi hér og fór utan með yngri soninn Gunnar og var fjölskyldan þá sundruð um skeið því hún og eldri sonurinn, Helgi, voru eftir hér á landi. Síðar sameinaðist fjölskyldan á ný og dvaldi þá í Þýskalandi,“ segir í formála höfundar. FRÁ SKAFTAFELLSSÝSLU TIL ÞÝSKALANDS Æ tli fyrsta örugga bernskuminn- ingin mín sé ekki frá því þegar Sveina systir fæddist. Ég var þá á fjórða árinu. Þá var ég drifin á fætur snemma morguns og sagt að leika mér í hálsinum fyrir ofan bæinn, en þar höfðum við krakkarnir leikvang og lékum okkur með leggi og kjálka og því- lík leikföng, sem börn á Íslandi höfðu leikið sér með frá örófi alda. Þetta var í áliðnum maí, svo það væsti ekkert um mig þarna. Ég sá hvar pabbi lagði á tvo hesta og fór mikinn frá bænum, og eftir drykk- langa stund kom hann til baka með konu í söðlinum. Það var Guðríð- ur Jónsdóttir, sem var þá á Breiða- bólstað hjá Bjarna Jenssyni lækni, en fluttist síðar að Eystri-Tungu í Landbroti. Ég mátti ekki koma inn meðan á fæðingunni stóð, en fór inn til Guðríðar Sigurðardóttur, sem ég kallaði alltaf austurbæjar- mömmu, en við börn þeirra Magn- úsar lék ég mér jafnan. Ég var á sjötta ári, þegar ég fór fyrst til kirkju. Það var á hvíta- sunnu. Það var eina kirkjuferðin sem við fórum allt árið. Hestarn- ir voru nú á stundum holdlitlir og háhryggjaðir á vorin. Ég reið á skinni og það var teymt undir mér. Ég man að ég var búin að fá alveg nóg af því að sitja á henni Bleikku minni, þegar heim kom. Erindið var raunar tvíþætt. Sigurður Sig- urðsson, sem þá bjó í Hæðargarði í Landbroti með móður sinni, var að flytja úr sveitinni út í Biskupstung- ur, bjó reyndar lengst af í Efsta-Dal í Laugardal. Hann var hálfbróðir austurbæjarmömmu, samfeðra, og var mikill vinur pabba. Við fórum því í leiðinni að Hæðargarði til að kveðja hann. Þá þurftum við að fara yfir Skaftárbrúna. Það var í fyrsta skipti sem ég sá brú. Lifandis ósköp fannst mér hún mikið furðuverk. Ég er búin að sjá margar brýr síðan í mörgum löndum, en engin þeirra hefur orðið eins eftirminni- leg og gamla Skaftárbrúin. Að komast af Það var indælt að vera í Hálsin- um. Það var erfitt, en um það var ekki hugsað. Það var aðeins eitt sem skipti máli: Að komast af. Að eiga mat í næsta mál og föt sem skýldu fyrir mesta kuldanum. Allt annað var aukaatriði. Við vorum bláfátæk, en við sultum ekki. Það var meira en hægt var að segja um fólk á sumum öðrum bæjum. Og pabbi mun aldrei hafa þurft að fá sveitarstyrk. Ég man alltaf eftir mér hlaupandi um heiðarnar á eftir kindunum. Pabbi var hald- inn þeirri áráttu að hann gat ekki séð kind draga ull, þá var ég alltaf send af stað. Eldri systir mín var orðin of stór til að snúast við rollur og sú yngri of lítil og þar að auki heilsulítil í uppvextinum. Ég man sérstaklega eftir því að einu sinni sá pabbi kind inn undir Geirlandshrauni sem dró reifið og ég var send af stað. Ég komst fyrir hana, en þegar ég kom með hana fram undir svokallaða Rasta- gilstorfu þá slapp hún frá mér út á milli skerja, sem kallað er. Þá var ég orðin svo móð að ég kast- aði mér niður og hágrét, svo mér fannst ég ætla að springa. Ég fór heim og fékk náttúrlega skamm- ir, en pabbi hljóp sjálfur og náði henni uppi í Geirlandshrauni. Hann átti ekkert af þessum kindum en gat bara ekki þolað að kindurnar drægju reyfið og færu kannski í ullarhaft. Við það gátu þær særst illa, jafnvel svo að þær misstu fótinn. Í þá daga var engin girðing sem hélt fé niðri í lágsveitunum, og jafnskjótt og snjóa leysti fór það að sækja í heiðarnar, oft órúið. En afskiptin af fénu voru ekki öll svona. Ég á líka hugljúfar Óttinn var harður húsbóndi Bókin Í ríki óttans – Örlagasaga hjúkrunarkonunnar Þorbjargar Jónsdóttur Schweizer er nýkomin út. Í henni segir Þorbjörg frá æsku sinni, starfsferli og upplifuninni af stríðsárunum. Magnús Bjarnfreðsson sjónvarps- og fréttamaður skráði söguna. Fréttablaðið grípur hér niður á tveimur stöðum í bókinni sem gefin er út af bókaútgáfunni Hólum. ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR SCHWEIZER Ólst upp í Vestur-Skaftafellssýslu en fór víða á ævi sinni. Í DIESSEN Bruno og Þorbjörg í Diessen. Í UPPHAFI STRÍÐSINS Bruno, Anny, Þorbjörg og Leo sonur Bruno. verk, þá var það ekki herinn sem borgaði honum launin fyrir það, heldur hin illræmda Ahnenerbe. Ahnenerbe var vísindastofnun nas- ista, sem vissulega sinnti ýmsum gagnlegum málum, en hún sá líka um germaniseringuna, þjóðern- ishreinsunina, sem nasistar töldu auðvitað hin merkustu vísindi. Þar með voru gyðinga ofsóknirnar. Forschungstätte für Germanen- kunde hét stofnunin sem Bruno vann fyrir og hann var titlaður deildarstjóri. Þessi frelsun frá vígstöðvun- um, sem við vissulega fögnuðum öll, varð þess vegna um leið ávís- un á tortryggni og óvild, eins og við fengum ríkulega að kenna á eftir stríðið. Það eitt að hafa verið á launaskrá hjá Ahnenerbe var nóg til þess að lenda á svörtum lista áratugum saman. Þannig urðu það hin meinlegu örlög mannsins sem ég giftist til að bjarga undan nasistum, að hann var hundelt- ur eftir stríðið fyrir það að hafa þegið laun hjá einni illræmdustu stofnun þeirra við raunveruleg menningarstörf. Raunar veit ég að það voru fleiri en Bruno sem fengu þarna vinnu, þótt þeir væru and- vígir nasistum. Það voru þá menn sem sköruðu fram úr og þeir töldu réttlætanlegt að hafa á launum. En þeir réðu engu, það var ekkert mark tekið á þeim. Það eina sem þeir höfðu upp úr þessu var að þeir voru ekki sendir á vígvellina, en fóru á svartan lista. Þeir voru sem sagt á honum fyrir stríð, í stríð- inu og eftir stríð. Fyrir stríð og í því fyrir að vera andvígir nasist- um, eftir stríðið fyrir að hafa unnið hjá Ahnenerbe. Svona getur lífið á stundum verið öfugsnúið. Nasistar gátu snobbað mikið fyrir menningunni, einkum ef unnt var að tengja hana þjóðrembu. Þeir vildu sýna menningaráhuga sinn með því að láta skrá þessar mállýskur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.