Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 60
MENNING 6 aðra grein og er mjög fegin að hafa gert það.“ Betra að skrifa á ferðalögum Sögusvið bókarinnar dreifist um hálfa heimsbyggðina; frá Kanada til Íslands til Kólumbíu til Istan- búl með viðkomu við Niagrafossa, á Gíbraltar, Spáni og víðar og bygg- ist allt á flakki Kristínar undanfar- in misseri. „Ég hef verið á öllum stöðunum sem koma við sögu í bókinni, sumar sögurnar skrifaði ég jafnvel á við- komandi stað. Mér finnst mjög auð- velt að skrifa þegar ég ferðast. Það er eins og athyglisgáfan skerpist þegar maður kemur á nýjan stað og er ekki eins blindur á menninguna og heima. Það er meira álag fyrir mig að skrifa um Ísland þegar ég er á Íslandi; maður er svo fljótur að verða innilokaður í menningunni og samdauna henni; maður fær aldrei þessa sömu skörpu sýn eins og ferðalangar sem koma hingað eða fólk sem flytur hingað og þarf að aðlagast. Í útlöndum öðlast maður þessa sýn og fær að upplifa samfé- lagið upp á nýtt.“ Erfiðleikar kenna okkur að meta lífið Tónn bókarinnar er myrkur. Sög- urnar tengjast ekki innbyrðis en umfjöllunarefnið er einatt hið sama: einmanaleiki, leitin að lífsfyllingu og tengslum við annað fólk. „Merkilegt að þér skuli finnast tónninn myrkur því ég tók fimm sögur úr bókinni og skrifaði fimm nýjar til að létta hana,“ segir Kristín og hlær. „En sumar sögurnar fjalla beinlínis um þunglyndi og vanlíðan; að ná ekki sambandi við annað fólk, sökkva dýpra og dýpra inn í sjálf- an sig og hvernig það bjagar sýn manns á annað fólk og umhverfið. Auðvitað er margt gott í heimin- um og að sama skapi held ég að það sé margt gott í bókinni. Flestar sög- urnar eru af ungu fólki á ákveðn- um átakapunktum í lífi þeirra. Það á í erfiðleikum en það eru erfiðleik- arnir sem við lærum að meta lífið í gegnum. Öllu jákvæðu fylgir eitt- hvað neikvætt og öfugt. En ég veit satt best að segja ekki hvernig ég ætti að svo stöddu að skrifa bók sem er ekki morbid. Það stafar sjálf- sagt af því hvernig ég sé heiminn, það væri ekki heiðarlegt af mér að reyna að kreista fram brosandi kær- leiksbirni.“ Kláraði ekki grunnskólann Undanfarin tvö og hálft ár hefur Kristín verið í MA-námi í myndlist í Montréal í Kanada. Skólaganga hennar hefur þó fjarri því verið hefðbundin. „Ég er með athyglis- brest og fannst óendanlega leið- inlegt í skóla. Ég hætti enda mjög snemma og lauk ekki einu sinni grunnskóla. Það stuðlaði aftur á móti enn frekar að því að ég leitaði í listirnar; ég hafði vissulega þessa innri hvöt, var listhneigð og svona, en á þessum tíma sótti ég í listirn- ar vegna þess að þær voru athvarf fyrir mig. Ég fann mér hjáleið inn í myndlistina, fór í listlýðháskóla í Svíþjóð og Danmörku og fékk sam- bærilega menntun og í menntaskóla, nema á sviði myndlistar. Þaðan lá leiðin síðan í Listaháskóla Íslands.“ Þótt hún hafi numið myndlist, segist Kristín alltaf hafa haft hvöt til að skrifa, þótt hún hafi ef til vill ekki alltaf gert sér grein fyrir því. „Um daginn var ég að fara í gegn- um gamlar teikningar frá því ég var barn og tók meðal annars eftir að á öllum myndunum voru talblöðrur. Teikningarnar voru ekki endilega upp á marga fiska en fólk var alltaf að tala saman á þeim, sem mögulega endurspeglaði kannski þörf mína til að segja sögur. Myndlistarmenntun- in hefur hins vegar reynst mér afar dýrmæt við skriftirnar.“ Skólakerfið getur verið sálarmeiðandi Spurð hvort hún sjái stundum eftir að hafa ekki gengið hinn hefðbundna menntaveg, svarar hún þvert nei. „Ég hefði ekki getað það. Ég hafði ekki nægilegan áhuga á til dæmis raungreinum til að geta komið mér í gegnum þetta kerfi. Þegar ég var að alast upp voru þeir sem voru með athyglisbrest í svipaðri stöðu og lesblindir fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Ef maður er með athyglisbrest getur maður ekki gert það sem maður hefur ekki áhuga á, það er hreinlega ekki hægt. Ég leit alltaf á mig sem hálfgert fórnarlamb skólakerfisins, að það hafi hafnað mér með því að horfa ekki á það sem ég gat gert held- ur einblína á það sem ég gat ekki. Síðan benti einhver mér á að þessu væri eiginlega öfugt farið; ég væri ekki fórnarlamb skólakerfisins heldur þeir sem þurftu að fylgja því alla leið til enda og hlýða því sem þeim var sagt að gera. Það getur verið svo sálarmeiðandi að þurfa alltaf að fara eftir settum reglum; að hafa einhverja hæfi- leika sem maður fær ekki að rækta því maður þarf alltaf að beygja sig undir eitthvað utanaðkomandi kerfi sem hvorki sér þig fyrir hvað þú ert né metur þig að verðleikum.“ Flakkið getur verið slítandi Kristín er byrjuð á nýju ljóðahand- riti og skrifar sögur sem enn er eftir að ákveða í hvers konar formi þær verða. Hún er flutt heim tíma- bundið en á von á því að vera farin af landi brott áður en um of langt líður og þráir ekki rótfestu. „Rætur eru nauðsynlegar og ég á þær alveg hér. En ég held líka að þær séu eitthvað sem ber að varast. Maður getur svo auð- veldlega orðið svo innilokaður og fátækur að innan í menningu sem maður þekkir jafn vel og sjálfan sig. Þegar maður finnur að það er byrjað að gerast er nauðsynlegt að breyta því. Og það er ekkert endi- lega gaman; það getur verið virki- legt púl og slítandi að vera alltaf á flakki. En það er samt þess virði að leggja það á sig.“ FRAMHALD AF FORSÍÐU Nýhil var heilmikill skóli Kristín var ein af upphafsmann- eskjum Nýhil-skáldahópsins, sem braust fram með látum um miðjan þennan áratug. Hún segir gaman að hafa verið ungskáld þegar Nýhil var að komast í gang. „Það var ákveðin samstaða þar, sem ég held að kynslóðirnar á undan hafi saknað. Það er erfitt að vera ungskáld; það bara býr í orðinu að vera ströggl og fyrir marga alls ekki auðveld ákvörðun að taka þessa stefnu í lífinu. Það er því afskaplega fallegt að geta gengið inn í félagsskap, þar sem maður lærir að taka gagnrýni, lærir að lesa yfir fyrir aðra og svo framvegis. Þetta var heilmikill skóli fyrir okkur sem tókum þátt í þessu. Ég er mjög ánægð með þróunina hjá Nýhil. Það er enn í fullu fjöri en það hafa orðið kyn- slóðaskipti og endurnýjun, sem er gott því þetta er félagsskapur sem á að tilheyra ungskáldum og ég vona að fái að vera áfram til.“ Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 mjúkir og harðir pakkar fullt af nýju smádóti! En ég veit satt best að segja ekki hvernig ég ætti að svo stöddu að skrifa bók sem er ekki morbid. Það stafar sjálf- sagt af því hvernig ég sé heiminn, það væri ekki heiðarlegt af mér að reyna að kreista fram brosandi kærleiksbirni. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Kristín Eiríksdóttir Flestar sögurnar eru af ungu fólki á ákveðnum átakapunktum í lífi þeirra. Það á í erfiðleikum en það eru erfiðleikarnir sem við lærum að meta lífið í gegnum. Öllu jákvæðu fylgir eitthvað neikvætt og öfugt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.