Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 56
MENNING 2 Það er óvenjuleg stemning í kringum tilnefning-ar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það eru allir eitthvað svo sáttir; í fyrsta sinn í ég veit ekki hvað mörg ár virðist það vera nokkurn veg- inn samdóma álit þeirra sem pæla í þessum hlut- um að skáldverkin sem tilnefnd eru í ár séu vel lukkuð og vel að vegsemdinni komin. Það er ekk- ert hneyksli, Vissulega eru nokkrir titlar í viðbót sem eiga fullt erindi á listann, en kannski enginn sem beinlínis öskrar á tilnefningu umfram þær bækur sem hlutu náð fyrir augum dómnefndar- innar í ár. Sú hefur ekki alltaf verið raunin. Eftir fjaðrafokið sem jafnan fylgir tilnefning- unum er nánast eins dómnefndin hafi lagt upp með að leggja fram eins pottþéttan og óumdeild- an tilnefningalista og mögulegt var. Það er engin óþarfa áhætta tekin. Allt eru þetta „establíseraðir“ höfundar; reynslu boltar sem hafa verið tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna áður fyrir verk í svipuðu formi og jafnvel anda: Handritið eftir Braga Ólafsson er nokkurs konar framhald af Sendiherranum, sem hann var líka tilnefndur fyrir; Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Valdi- marsdóttur er nútímaglæpasaga sem byggir á Íslendingasögunum, rétt eins og Kalt er annars blóð, sem hún var líka tilnefnd fyrir; Bergsveinn Birgisson heldur sig innan sömu fagurfræði í Svari við bréfi Helgu og í Landslag er aldrei asna- legt, sem var líka tilnefnd; í Blóðhófni sýnir Gerð- ur Kristný að hún er enn að vaxa sem ljóðskáld, rétt eins og hún gerði með Höggstað, sem var líka tilnefnd. (Um líkindi Ósýnilegu konunnar og Dýranna í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson, get ég ekki sagt þar sem ég hef hvoruga lesið. Dóm- nefndin virðist sem sagt forðast að taka áhættu í ár. Íslensku bókmenntaverðlaununum hefur stund- um verið legið á hálsi fyrir að vera fyrst og fremst markaðsverðlaun; tilnefningarnar þjóni þeim tilgangi einum að setja límmiða á nokkra titla, sem eigi að auka sölu þeirra á hábjargræðis- tímanum. Einn forleggjari sagði mér að áhrif til- nefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á bóksölu hefðu farið þverrandi undanfarin fimm ár eða svo; tilnefningar til verðlauna bóksala hefðu talsvert meira að segja. Annar sagðist frekar hafa það á tilfinnningunni að tilnefningarnar hefðu meiri áhrif þegar deilt væri um þær. Stundum hefðu þær þau áhrif að bókin sem „öllum“ finnst að „hefði átt að vera með“ tekur sölukipp, eins og raunin varð til dæmis með Konur Steinars Braga. Er kannski ástæðulaust að taka áhættu þegar kemur að vali á tilnefningum til Íslensku bók- menntaverðlaunanna? Útkoman í ár er að minnsta kosti óumdeildasti, jafnvel sterkasti, tilnefninga- listi í áraraðir. Er hægt að draga einhvern lærdóm af því? Kannski ekki annan en þann, að tíman- um sé betur varið í að lesa Samkvæmisleiki en að taka þátt í þeim. menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Bergsteinn Sigurðsson Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: Stefán Karlsson Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is KÚLTÚRSJOKKIÐ Bergsteinn Sigurðsson JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Veiðikortið fæst á N1 Þ að verður að teljast harla óvenjulegt að listamaður sem nýtur jafn mikillar hylli og Tolli (og getur leyft sér að setja rausn- arlega verðmiða á verk sín) skuli bjóða upp á eftirprentanir af verk- um sínum. Enn óvenjulegra er að gera slíkt í samstarfi við lágvöru- verslunarkeðju. Rúsínan í pylsu- endanum er svo að gefa út bók með verkum sínum sem eingöngu fæst í þessum sömu verslunum. „Mér finnst sjarmerandi að velja Bónus sem samstarfsaðila vegna þess að það er ákveðinn listpól- itískur flötur á því að fara í aðra átt en átómatíska virknin er. Þessi átómatíska virkni í menningu og listum er að meðvitað og ómeðvit- að stefnir allt í hús valdsins sem er ríkjandi á þeim tíma. Það er svo valdið sem velur og hafnar og sort- erar hvað er hámenning og hvað er lágmenning. Það er ekkert rétt eða rangt við það, þetta er bara strúkt- úr,“ segir Tolli. Listin til fólksins Með því að hætta sér inn á leik- völl markaðshyggjunnar vill Tolli vinna gegn þessum strúktur og gera verk sín aðgengilegri fyrir þá sem að öðrum kosti gæfist ekki tækifæri til að njóta þeirra. Honum þótti mikið til Bónusljóða Andra Snæs Magnasonar koma, en þau voru samóma hans eigin hug- myndum um „listina til fólksins“. Þá kviknaði löngun Tolla til að gera sín eigin „Bónusverk“. „Ég er svo heppinn að njóta hylli en telst frekar dýr listamaður miðað við það sem telst standard. Með því að bjóða upp á eftirprent- anir þá geri ég fleirum sem vilja njóta sjónræns gildi verka minna kleift að gera það, án þess að þurfa að eiga frummyndir. Ég hafði lengi verið að hugsa um eftirprentanir og spyrja af hverju gerir þetta eng- inn? Í því góðæri sem hefur verið frá 1970 hefur grafíkin og plak- atið hnigið til viðar, en þetta var auðvitað trademarkið í umhverfi stúdentsins, láglauna- og milli- stéttarfólks, kennara og opinberra starfsmanna. Svo hverfur þetta bara. En tækni til eftirprentunar á striga er orðin gríðarlega flott í dag og sjónræni munurinn er orð- inn mun minni og þú færð heilmik- ið steríó úr eftirprentununum.“ Gæðin og markaðshyggjan Eftirprentanir Tolla hafa fært hann upp í pontu á miðju mark- aðstorginu, torginu sem svo marg- ir listamenn forðast eins og heit- an eldinn. „Listamenn hafa mikla fóbíu gagnvart commercialisma,“ segir Tolli. Engan þarf að undra þar sem gæði og gróðahyggja markaðshyggjunnar fara ekki allt- af saman. Tolli viðurkennir það fúslega, en gefur um leið lítið fyrir þær áhyggjur (sem allir aðrir en hann sjálfur virðast hafa) að eftir- prentanirnar dragi úr gildi verka hans. „Það er ekkert sem segir að maður geti ekki notað samskipta- leiðir commercialismans til að færa fram gæði. Allt sem heitir að víkka út landamæri í samskiptum og list- um er af hinu góða, sama í hvaða átt er farið. Að fara með listina inn á miðjuna þar sem samskiptaregl- ur eru skýrar, vegna þess að hún er svo vel kortlögð af öllum mark- aðsöflunum, gefur tækifæri til að nota fullt af nýjum samskiptatorg- um fyrir listir, menningu og gæða- vöru, sem annars á að vera dýr og fyrir fáa bak við múra valdsins. Maður spyr sig líka hversu mikil alvara er í því þegar menn segjast vilja færa listina til fólksins og rífa niður menningarlandamæri en eru svo hræddir við að sjá sig á stöðum tengdum commercialisma, stöðum sem listamaður á eiginlega ekki að láta sjá sig.“ Gerir ekki fleiri eftirprentanir Ekki ber á öðru en aðdáendur Tolla, og viðskiptavinir Bónuss, taki bæði bók og eftirprentun- um Tolla vel. Salan er góð, bókin komin í nær 5.000 eintök, og síð- ari hluti eftirprentananna að selj- ast upp. Enn fremur segist Tolli ekki hafa orðið var við annað en jákvæðni í sinn garð frá kolleg- um sínum. En verður þetta fastur liður í framtíðinni. Kartöflurnar, frosnu pitsurnar og eftirprentan- ir Tolla í sátt og samlyndi undir sama Bónusþaki? „Nei. Þessar átta myndir, hundr- að eftirprentanir hver, eru end- anlegt projekt. En aðrar eftir- prentanir, eins og til dæmis fyrir ferðamenn, er náttúrulega bara sterk viðskiptahugmynd sem er búin að margsanna sig. Fyrir mér er stúdíóið og málverkið bara „bas- ecamp“ sem svo bergmálar áfram yfir í aðra hluti. Ef maður telur innistæðu fyrir því í verkum sínum er um að gera að þróa þau áfram og nýta á ýmsan hátt. Til dæmis eru alvarlegar umræður í gangi um að ég skreyti ytra byrði Iceland Express-flugvélanna með verkum mínum.“ „Ég er ekki að gera neitt nýtt og held því ekki fram að ég sé að gera eitthvað rétt eða rangt. Ég er bara að gera eitthvað sem er eins nakið og frosin lifrarpylsa.“ NAKIÐ EINS OG FROSIN LIFRARPYLSA Marg- ir settu spurninga- merki við að Tolli skyldi hefja samstarf við Bónus. Tolli sér hins vegar tækifæri þar sem aðrir sjá listrænt tabú. Það er ákveðin þversögn í að auka virði verka með því að gengisfella þau, en það er nákvæmlega það sem Tolli vonast eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MYNDLIST TRYGGVI GUNNARSSON Friðurinn órofinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.