Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 48
48 11. desember 2010 LAUGARDAGUR Sendiráðsskjöl um Ísland og ESB 2006 FEBRÚAR Carol van Voorst sendiherra segir að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika sé ekki á dagskrá Alþingis, né hafi hann vakið mikla athygli hér á landi. Ísland hafi fylgt for- dæmi ESB við að undirrita hann, en „var- færnislega viðurkennt“ að gagnrýni BNA á sáttmálann ætti við rök að styðjast. Sendi- herrann segir að miðað við þessa tvíbendni stjórnvalda Íslands megi búast við „venju- bundnu átakanlega hægfara“ ferli Íslands við að setja alþjóðasáttmála í lög. Sendiherrann segir að Ísland hafi ákveð- ið að taka þátt í yfirlýsingu ESB sem for- dæmdi sprengjuárás andspyrnuafla í Írak á Al-Askari moskuna. Nikulás Hannigan í utanríkisráðuneytinu hafi tjáð sendiráð- inu að Ísland myndi ekki gefa út aðra yfir- lýsingu, en tæki mið af sjónarmiðum BNA þegar hugleidd yrðu frekari viðbrögð. MARS Sendiherrann segir að sendiráðið hafi beðið ríkisstjórn Íslands um að fara fram á það opinberlega að Íranir sleppi úr haldi blaðamanninum Akbar Ganji. Nikulás Hannigan í utanríkisráðuneytinu hafi svar- að því til að ekki sé hefð fyrir því að Ísland sendi frá sér yfirlýsingar um einstök atriði í utanríkismálum. Allajafna fylgi land- ið yfirlýsingum ESB. Hann hafi beðið samstarfsmenn sína í Brussel að hafa augun opin fyrir hugsanlegri beiðni ESB um að taka þátt í yfirlýsingu um Ganji. Ísland muni líklega vera með í henni, verði hún gefin út. Sendiherrann segir að stjórn- völd teygi sig nú í átt að Evr- ópu. Þetta séu viðbrögð við því sem margir túlki sem höfnun BNA, og vísar sendi- herrann þar til brottfarar hersins. Vitnað er í Hall- dór Ásgrímsson forsætis- ráðherra, sem sagði: „Ég held að það sé ljóst að í framtíðinni mun Ísland færa sig nær Evrópu og fjær Bandaríkjunum.“ Einnig er greint frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, hafi sagt eðlilegt að Ísland treysti á lönd eins og Bretland, Danmörku og Noreg. Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra er að byggja brýr til Evrópu án þess að brenna brýrnar til BNA, segir sendiherrann. Geir sé nógu raunsær til að vita að evrópskar ríkisstjórnir séu ólíklegar til að bjóða neitt meira en „samúðarhljóð“ og að öll evr- ópsk tilboð um varnarbúnað séu líkleg til að vera eingöngu viðskipta- legs eðlis. Í lokin segir sendiherrann að „við ættum ekki að láta ákallið um nánari samvinnu Íslands og Evrópu koma okkur úr jafnvægi, heldur koma því á hreint að BNA telji ekki að sér vegið með íslensku ákalli um nánari öryggistengsl við Evrópu. Raunar myndum við taka því vel ef deila mætti byrðunum“. APRÍL Sendiherrann greinir frá því að gagnrýnendur Geirs H. Haarde utanríkis- ráðherra nýti sér brotthvarf hersins til að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn undir hans stjórn sé ekki lengur flokkur sem tryggi þjóðaröryggi, eins og flokkur- inn hafi lengi sagst vera. Þeir segi stjórnina sofa við stýrið og að Ísland eigi að ganga í ESB. Sendiherrann nefnir mögulega leið til að verðlauna Geir fyrir „þrjóska Atlants- hafs/NATO stefnu“ hans [dogged Atlantic- ism]. Seinna í skýrslunni tekur sendiherrann undir með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur úr Samfylkingu um að tvenns konar stefnu- áherslur ríki meðal stjórnarflokkanna: Sjálfstæðisflokkur vilji samstarf við BNA en Framsókn við Evrópu. Ingibjörg hafi sagt að Samfylkingin ynni að því að gera Evrópu að „öryggissamfélagi okkar í framtíðinni“. Þess má geta að í skýrslu frá 2005 var sér- staklega tekið fram af sendiráðsstarfsmanni að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson væru sammála í ákveðnu utanríkismáli. MAÍ Sendiherrann segir að sendiráðið hafi rætt Cartagena-bókunina um líffræðilegt öryggi við Sigurð Þráinsson í umhverfis- ráðuneytinu. Hann hafi sagt að íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið nein skref til að framfylgja ákvörðunum, ákveðnum á fundi aðildarríkja að bókuninni. Ísland, sem aðili að EES-samningnum, sé að bíða eftir evr- ópskri rammalöggjöf um hvernig eigi að fylgja málinu eftir. JÚNÍ Sendiherrann ræðir um væntanlega alþjóðaráðstefnu Rauða krossins í Genf og segir að Ingibjörg Davíðsdóttir úr utan- ríkisráðuneytinu hafi tjáð sér að íslensk- ir fulltrúar þar muni vera með yfirlýsingu í samræmi við línu BNA, að því gefnu að nágrannar Íslands í Evrópu geri slíkt hið sama. Sendiherrann segir Ísland „örugglega í okkar horni“ en það muni ekki vera með opinskáar meiningar [strike direct blows] án evrópsks/norræns skjóls. Þetta sé dæmigert fyrir Ísland alþjóðlega og komi alls ekki á óvart frá Valgerði Sverrisdóttur, nýjum utanríkisráðherra. ÁGÚST Sendiherrann hefur eftir starfs- mönnum utan- ríkisráðu- neytis að Ísland ætli að halda í, og jafnvel auka við, starfsemi sína á Srí Lanka, eftir að friðargæsluliðar ESB þurftu að hverfa þaðan. 2007 MARS Sendiherrann segir í skýrslu um mansal á Íslandi að frjáls för launafólks samkvæmt EES þýði aukið gegnumstreymi fólks frá nýjum aðildarríkjum í Austur- Evrópu. Íslensk stjórnvöld hafi kynnt breyt- ingar á vinnulöggjöf í ljósi þessa. Yfirmenn á Keflavíkurflugvelli séu þjálfaðir í Evr- ópska lögregluskólanum og að dómsmála- ráðherra sé að yfirfara bókun Evrópuráðs um aðgerðir gegn mansali, hvaða breyting- ar á íslensk lög hún hafi í för með sér þegar hún verður fullgild. Minnst er á Frjálslynda flokkinn og gagn- rýni hans á frjálsa för launafólks innan EES og á stefnu stjórnvalda til að samræma fólk- ið íslensku samfélagi. Þá segir að íslensk stjórnvöld hafi snögglega brugðist við þessu, svo sem með því að hindra að vinnuafl frá Rúmeníu og Búlgaríu geti komið til Íslands fyrr en 2009. APRÍL Í greinargerð um komandi alþingis- kosningar segir sendiherrann að Framsókn hafi daðrað við að líta til Evrópu í stað Banda- ríkjanna einna. Valgerður Sverrisdóttir hafi talað um að það sé óhjákvæmilegt að skoða spurninguna um aðild að ESB. Sagt er að Framsókn sé hins vegar allajafna fylgjandi Ameríku og NATO og hafi tekið vel í fjárfest- ingar bandarískra fyrirtækja í orkufrekum iðnaði. Samfylkingin sé eini flokkurinn með ESB-aðild á dagskrá. Rætt er um að frjáls- lyndir hafi verið gagnrýndir fyrir (EES) rasisma. 2008 APRÍL Klopfenstein sendiráðsstarfsmaður segir frá „pepp-ræðu“ Geirs Haarde forsætis- ráðherra á fundi Samtaka atvinnulífs- ins þar sem Geir hafi rætt árangur Íslands á síðustu árum, og rætt þátt- töku lands- ins í EES í því sambandi. Geir hafi hafnað því umbúðalaust að Ísland taki upp erlendan gjaldmiðil einhliða. Valkostirn- ir séu að vera fyrir utan ESB og halda í krón- una, eða að ganga í ESB og fá evru. Hið síð- arnefnda sé verri kostur, að mati Geirs, enda þýði það skert fullveldi til að gera tvíhliða fríverslunarsamninga, í fjárhagsstjórnun og sjávarútvegi. Geir hafi sett á laggirnar nefnd til að skoða hvernig hagsmunum Íslands gæti verið borgið innan ESB og segi það „fárán- legt“ að tala um að ESB-aðild sé ekki rædd í ríkisstjórninni. ÁGÚST Sendiherra segir Grétu Gunnars- dóttur úr utanríkisráðuneyti hafa sagt að Ísland fylgi ályktunum OSCE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) og ESB um að krefjast þess að bardögum linni og sest verði að samningaborði í Georgíu. SEPTEMBER Klopfenstein segir að í ljósi hruns krónu hafi framámenn í Framsókn stungið upp á að kosið verði um að ganga í ESB. Geir Haarde haldi áfram með það sem hann kalli pragmatíska nálgun á gjaldeyris- mál og trúi því að kostir krónu séu meiri en evru á þessum tímapunkti. Sendiherr- ann greinir frá því að Davíð Oddsson seðla- bankastjóri hafi sagt á fundi með fulltrúa frá bandaríska fjármálaráðuneytinu og öðrum frá AGS að rammalög ESB um bankamál kveði á um að bankar setji á stofn sjóð til að tryggja innistæður, sem virki vel í kerfi þar sem hundruð banka leggi sitt að mörkum, en sé augljóslega ekki gott kerfi þar sem einung- is þrír bankar séu fyrir. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hafi (að líkindum á fundi með fulltrúa banda- ríska fjármálaráðuneytisins) sagt að hann hafi rætt við franska fjármálaráðherrann Lagarde, þegar Árni var spurður hvort íslensk stjórnvöld hefðu leitað til ESB. Svo virðist sem ESB hafi ekki kerfi til að takast á við svona fjármálavandræði og að aðstoð þaðan yrði líklega í formi eftiráhjálpar, mun Árni hafa sagt. NÓVEMBER Sendiherrann kveður að búið sé að semja um Icesave og að ESB láni Íslandi fé til að borga skuldina. Viðræðurnar hafi byrj- að að frumkvæði Frakka í forsæti ESB. Að ESB muni halda áfram að taka þátt í að finna lausnir sem geri Íslandi kleift að endurreisa fjárhagskerfi sitt og efnahag og einnig styðja við bakið á Íslandi hjá AGS. Geir Haarde hafi sagt að stjórnvöldum hafi verið tilkynnt að enginn myndi lána þeim fé nema málið yrði leyst. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra hafi einnig sagt stjórnina hafa fengið „skýr skilaboð“ frá ekki bara Bretlandi og Hollandi heldur einnig frá ESB og Norðurlöndum. Sendiherra hefur eftir heimild- um í Sjálfstæðisflokki að Bjarni Benediktsson telji að „gamla klíkan“ (e. old guard) í flokki sínum standi í vegi fyrir ESB-aðild og því að hann verði ráðherra. DESEMBER Sendiherr- ann segir að Ingibjörg Sólrún hafi sagt í hádeg- isverði hjá danska sendi- herranum að flokk- ur hennar styðji mjög að sótt verði um aðild að ESB sem fyrst og að fundur Sjálfstæðis- flokks í lok janúar geti orðið örlagamikill til að marka framtíðarstefnu Íslands. Sjálfstæðisflokk- ur gæti vel samþykkt aðildarumsókn þótt einnig sé mögulegt að hann myndi klofna. Hún telji að Fram- sókn muni einnig samþykkja ESB-umsókn á fundi sínum á sama tíma. Einnig séu félag- ar í VG sem gætu verið viljug- ir til að landið fari í þessa átt, en hún sé ekki viss um að flokkurinn sjálfur breyti um stefnu í fyrirsjáan- legri framtíð. Ingibjörg útilokaði ekki að gamalreyndir andstæðingar aðildar innan Sjálfstæðisflokks myndu sameinast skoðanabræðrum í VG og Framsókn og stofna nýja stjórnmálahreyfingu. Ef Sjálfstæðis- flokkur ákvæði að aðhafast myndi opinberri umsókn fylgja skjót og átakalaus afgreiðsla í Brussel og Alþingi gerði nauðsynlegar breyt- ingar á tungutaki stjórnarskrár um fullveld- ismál. Þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um samn- inginn. Ingibjörg búist ekki við kosningu um umsóknina sjálfa, og telji að skoðanakann- anir, sem sýni meirihluta almennings fylgj- andi umsókn, dugi til að koma ferlinu í gang. Framsókn og VG muni þó líklega vilja kosn- ingar um umsóknina. Seinna ræðir sendiherrann um róttækar breytingar í umræðunni um hvort sækja eigi um ESB-aðild, sem flokkar landsins basli nú við að laga sig að. Í skoðanakönnunum sé nú meirihluti fylgjandi aðild og nær 70 pró- sent vilji taka upp evru, um leið og minni- hluti styðji ríkisstjórnina. Fyrir utan Sam- fylkingu séu allir flokkar að ræðu hvort og hvernig eigi að setja aðild á dagskrá. Innan Sjálfstæðisflokks óttist menn klofning vegna þessa og formaður Framsóknar hafi sagt af sér vegna málsins. Jafnvel „dyggu þjóðernis- sinnarnir“ í VG séu farnir að endurskoða stöðuna til að halda í stuðning unga fólks- ins. Afgerandi flokksfundir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks séu framundan svo jafn- vel þótt nýir and-ESB flokkar birtist ekki FRAMHALD Á SÍÐU 50 Stór hluti skjala Wikileaks úr bandaríska sendiráðinu á Íslandi fjallar á einhvern hátt um samband Íslands og Evrópusambands- ins. Klemens Ólafur Þrastarson ritar hér í tímaröð upp úr á sjötta tug skjalanna, sem flest eru frá 2006 til 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.