Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 58
MENNING 4 yrðir Elíasson er göldróttur. Það hef ég vitað í tuttugu ár, eða frá því að ég las Bréfbátarign- i n g u n a 1 s a f n smásagna sem tengjast laus- lega innbyrð- is og lúta öðrum skáldskaparlög- málum en geng- ur og gerist. Fyrir tuttugu árum var ég þr e t t á n á r a vinnukona í sveit hjá góðu fólki sem lagði ekki í vana sinn að heimta skýringar á sjálfsögðum hlutum. Hefðu þau spurt mig hvers vegna ég var svona hrifin af þessu litla, gula kveri, hefði ég líklega svarað að mér þættu sögurnar skrítn- ar og fallegar, en núna þegar ég er orðin fullorðin þykist ég vita meira um ástæður þess að ég lét heillast. Fegurðin er ekki síst fólgin í því að láta liti, birtu, lykt, hluti og fólk spretta upp úr textanum eins og kanínur úr hatti. Þegar Gyrðir segir: Nótt hlykkjaðist hjá utan timburþils, svartur snákur,2 þá hlýða skynfærin og lesand- inn heyrir nóttina nuddast við þilið og sér fyrir sér gráðuga og þunglynda skepnu eða meinlausa, mjúka risaslöngu, allt eftir því hvort heimurinn virðist háska- legur eða vinveittur þá stundina. Eða þegar hann segir: Skólinn; villugjarnt á göngum og neðan- sjávarbirta, börnin gráir fiskar, tifandi uggum og húsvörður- inn fór um rang- ala í kafarabún- ingi.3 Þá man maður að ein- mitt svona var að mæta í skól- ann eldsnemma morguns, ennþá með annan fót- inn í undirvit- undinni. Sögurnar hans Gyrðis bjóða upp á hið óvænta, ekki með snið- ugum snúningi í framvindunni heldur með því að fá sér snúning með ímyndunaraflinu. Mamma sat hjá mér fram í dögun nótt eftir nótt og dottaði, en ég lá og starði upp í timburklætt loft og gætti þess að halda svefn- verum frá augunum. Þær komu örsmáar sígandi niður úr ljósa- krónunni á ósýnilegum þræði og lentu mjúklega á sænginni minni, ég bandaði þeim jafnóðum ofan á gólf og þaðan hrökkluðust þær undir rúmið og inn í glerkassa þar sem fuglsegg lágu á bómull.4 Og ég sem lesandi á ekki í nein- um vandræðum með að leggja trúnað á þessi fögru ósköp. Ef drengurinn í sögunni upplifði þetta svona þá var þetta svona. Punktur og basta. Alveg eins og í veruleikanum. Veruleikinn er dulúðugur og margfaldur í roðinu, ljóðrænn og einkennilegri en orð fá lýst. Úrvinnslan á honum, í formi skáldskapar og annarrar umfjöll- unar er á hinn bóginn stundum mun þunglamalegri, einfaldari og fátæklegri. Í skáldskap Gyrðis þekkti ég aftur þessa áhugaverðu afkima veruleikans sem ég hafði oft óljóst saknað í öðrum skáldskap. Gyrð- ir hafði rík áhrif á mig, bæði sem höfund og sem manneskju, með því að taka allt með í reikning- inn. Líka allt þetta sem einhverj- um gæti þótt ótrúlegt. Án þess þó að ég vilji beinlínis væna hann um töfraraunsæi. Einmitt ekki. Frek- ar myndi ég segja að nálgun hans væri eins konar ofur-raunsæi eða háraunsæi. Og það er fleira sem Bréfbáta- rigningin og önnur verk Gyrðis eiga sameiginlegt með (há)veru- leikanum frekar en með öðrum skáldskap: Dauðinn er sínálægur en ekki endanlegur. Ástin er sínálæg en þó ekki sýnileg berum augum. Fólk er alltaf að segja eitthvað hálfskiljanlegt. Illskan er oftast ámátleg örvænting, en ekki útreiknaður illvilji. Orsaka- og afleiðingakeðjur eiga sér ekkert augljóst upphaf eða endi. Kenndir og upplifanir eru full- gildur efniviður ævintýra. Það er að segja: Hvert einasta augnablik hefur í sér fólginn þann mögu- leika að vera magnþrungið. Fyrsta sagan í Bréfbátarign- ingunni heitir „Tréfiskur“, gerist á litlum sveitabæ niðri við sjó og segir frá Heiðu litlu, gamla Axel og hundinum Tycho Brahe. Heiða tálgar, sendist, hjálpar til og leik- ur við hundinn. Axel heyjar, býr til bréfbáta og gerir það sem þarf að gera – sem felst meðal annars í því að skjóta ellihrjáðan hund- inn. Hver unir þannig við sitt og við lesturinn koma mér í hug orð viturrar frænku minnar: Það er best að hver hafi sitt því þá hefur Djöfullinn ekkert. En. Eitthvað er að. Það skynj- ar maður frá fyrstu síðu. Þótt allt sé kannski eins og það á að vera er ekki þar með sagt að í því felist öryggi eða notalegheit. Hundurinn sefur með augun opin, eins og hann viti að hann eigi bráðum að deyja. Heiða er kannski aðeins of saklaus og Axel aðeins of praktískur. Hún gefur lítið fyrir skyldurnar og efnisheiminn eins og hann legg- ur sig. Hann tekur ekkert tillit til hinna fíngerðari þátta sálar- lífsins, kennda og langana – eigin eða annarra. Svo þegar Axel bannar Heiðu að koma með í kaupstað af engri sér- stakri ástæðu annarri en að það sé meira vit í að hún sé heima að taka til svíður lesandann undan ískrandi ójafnvæginu. Já, eða óréttlæti og vanskilningi heims- ins. Saga númer tvö, „Loftnet“, segir frá drengnum Friðriki sem býr með foreldrum sínum í borg- inni og á sér ímyndaðan bróður. Sumarið áður hafði hann farið með föður sínum í heimsókn til Axels og Heiðu og Heiða sýnt honum tjörnina þar sem hún síðan drukknaði síðar þetta sama sumar. Friðrik lifir að mestu í eigin hugarheimi og ekki batnar það þegar illvíg skarlatssótt leggur hann í rúmið. Það er engu líkara en að hann ráfi um á hafsbotni, í blekkingarheimi sem ofinn er úr minningum hans og ímyndunum. Eins og hann hafi drukknað en ekki Heiða. Heimur fullorðna fólksins er bjagaður og óskiljanlegur. Það segir eitt og meinar annað, klekk- ir hvert á öðru með hálfkveðnum vísum og hlær sig máttlaust að einhverju sem er ekkert fynd- ið. Það er ekki nema von að lít- ill drengur haldi sig að mestu í vatnsósa draumum sínum. Sögumaður „Vængmanns“, þriðju sögunnar í bókinni, er Elvar Jónasson, framliðinn maður sem drengurinn Friðrik hafði vingast NEÐANSJÁVARBIRTA TILVÍSANIR 1 Mál og menning, 1988. 2 Bls. 120. 3 Bls. 69 og 70. 4 Bls. 68. 5 Bls. 118 6 Bls. 119. Guðrún Eva Mínervudóttir Í skáldskap Gyrðis þekkti ég aftur þessa áhugaverðu afkima veruleikans sem ég hafði oft óljóst saknað í öðrum skáldskap. Gyrðir hafði rík áhrif á mig, bæði sem höfund og sem mann- eskju, með því að taka allt með í reikninginn. Á dögunum kom út hjá Uppheimum ritgerðasafnið Okkurgulur sandur, þar sem tíu rithöfundar skrifa ritgerðir um skáldskap Gyrðis Elíassonar. Menningarblað Frétta- blaðsins birtir hér grein Guðrúnar Evu Mínervudóttur um Bréfbátarigninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EINSTAKT TÆKIFÆRI Borgartún 36 105 Reykjavík Sími 588 9747 Nokkur eftirárshjól frá Linhai á sérstöku tilboði til áramóta. Hjólin koma götuskráð. Öflugt vinnutæki með burðargrindum að aftan/framan og dráttarbeisli. Hjólin koma með beinni innspítingu og sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. 990.000 kr. 788.845 kr. án vsk. Innifalið: Fjórhjólataska og spil að verðmæti 79.800 kr. Linhai 520 - ÞJARKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.