Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 3
—131— komleika meSvitandi. Heilagr og hreinn í meðvitund sjálfs sín, meS engan minnsta óhreinindablett á sínu sálar- eSa líkamslííi, eins og fullgjörS eftirmynd guðs almáttugs, stendr hann, hvar sem hann er staddr, eins og á sannleiksbjargi eilífðarinnar, boðandi sinn makalausa kærleiksboðskap. En hvað hann var mildr og blíðr í þeim boðskap við alla þá, sem áttu eitthvað bágt! Hvernig hann haföi huggun sífellt til fyrir alla, sem eitthvað geklc verulega að í líkamleg- um eða andlegum efnum! Hvað hann beygði sig mildilega niðr að öllum, sem voru í einhverjum sárum vandræðum! HvaS það var augsýnilegt og áþreifanlegt, að hann var kominn til þess að frelsa synduga menn frá öllu illu! En svo fylgdi það að sjálfsögðu með þessu dœmalausa kærleiks- orði hans og hinni jafn-dœmalausu kærleiksframkomu hans í verkinu, að hann var strangr, ósveigjanlegr, algjörlega ó- eftirgefanlegr andspænis öllum, hvort sem þeir voru margir eða fáir, hvort sem þeir stóðu hátt eða lágt í stiga mann- félagsins, sem höfnuðu orðinu hans og drógu sig undan andlegum yfirráðum hans. Löngu áðr en maSrinn í upp- haíi texta vors lagði hina áminnztu spurning fyrir Jesúm, var það greinilega komið í Ijós, hve fjarskalega mikið var frá sjónarmiði hans í húfi, ef kenningunni hans væri hafn- aS. Menn vissu það þá og löngu áðr, aö hann hét þeim öllum frelsi og sælu og blessan og eilífu lífi, sem aðhyllt- ust orðið lians og urðu í lífi sínu með honum. En eins vissu menn það líka, að hann boðaði hverjum þeim ekk- ert minna hræðilegt en glötun, sem létu síga undan í gagn- stœða átt. Og öðruvísi gat þetta auðvitað ekki verið, svo framarlega því skyldi haldið föstu, að þessi fulltrúi guðs almáttugs var kominn til þess virkilega að frelsa mennina, hjálpa þeim inn í guSs ríki. Hann átti að vera frelsarinn, og án hans enginn frelsari. Ef því á annað borð skyldi trúað, — og það heimtaði hann augsýnilega, —- þá lá það opið fyrir öllum, að fyrir þeim, sem honutn liöfn- uðu, ekki fengist til að ganga að þeim frelsisskilyrðum, er hann í orði sínu setti upp, var ekkert frelsi til, fyrir þeim gat ekkert legið annað en þetta hræðilega, sem hann kallar glötuu. Um þetta sýuist maðriuu, sem með sþurn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.