Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 26

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 26
—154— stigi þjóðkirkja vor st'endr ? Finnnm vér hvöt hjá oss til að liefja umrœðu um ástand þetta á opinberum stað, á al- mennum héraðsfundi, þar sem forstöðumenn safnaðanna og fulltrúar þeirra eru saman komnir ? Eða þykir oss réttara að þegja um það' og láta aðra tala um það ? Hvað er þá að hjá oss ? Hvað er það, sem vér þurfum svo nauðsynlega að rœða um ? Er kristindómsástand vort þeitn mun lakara nú en áðr, að það útheimti meira umtal, meiri athygli, meiri varkárni og alvarlegri samvinnu ? Uppá þessi spursmál ef- ast eg ekki um að komi ýmisleg svör. þeir munu margir v.era, sem ætla það sé nœgilegt til kristindóms-viðhalds og -eflingar í kirkju vorri,- að prestarnir haldi áfrarn cins og verið hefir að prédika guðs orð og veita sakrament.in, að þeir gegni þessu sínu háleita embætti með allri alúð og samvizkusemi, og hafi að öðru leyti þá hœfilegleika og mannkosti, sem staðan og guðs orð heimta af þeim, að það þurfi ekki frekari umrreðr uin vorn kristindóm en framfari í kirkjunni og við uppfrœðing barnanna. Aftr eru aðrir, sem líta öðruvísi á þetta mál, og eg verð að játa, að eg er einn af þeim. Eg álít, að það sé lífsspursmál vors kristindóms á þessum tímum, að unnt sé að vekja nýja andUga hreifing í söfnuðunum, og að það þurfi að gjörast með sarntökum og samvinnu vor prestanna. Vér prestarnir, hinir eiginlegu og sjálfsögðu verkamenn í vín- garði drottins, vér iiöfum verið allt fram á þennan dag svo „ísóleraðir' eða aðskildir, sem mest rná vera. Fyrir utan sinn eigin fámenna söfnuö hefir enginn íslenzkr prestr, að kalla má, flutt guðsríkis erindi. í sínum siifnuði hefir hver um sig rekið það mjög ýmislega, og það hefir viljað sannast eins á vorri stétt sem öðrurn, að „ómögulegt er að hneykslanir komi ekki, en vei þeim, er þeim veldr“. En mjög líklegt er, að einmitt þessi hneyksli, sem orðið er svo tíð- rœtt um, hefði færri fyrir komið, ef alvarlegr og eindreg- inn felagsskapr hefði verið meðal prestanna sjálfra, til að vinna sitt háleita skylduverk með allri alúð og kostgæfni. Af því að prestarnir hafa ekki veriö sameinaðir ineð nokkru ytra bandi til styrktar hinu andlega kærleiksverki sínu, hefir altr eðlilega leitt, að safnaðarlífið í kirkju vorri hefir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.