Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 24
—152— orS Salómons, þess manns, sem vér vitum aS gefin voru sérstakleg hyggindi: „Endir hvers hlutar er betri en upphafið". — „I upphatínu skyldi endirinn skoð'a.“ —- Til þess að fyrirtœki það, sem vér viljum koma fram og vilj- um að festi rœtr í tímanum, geti orðið blessunarríkt, verðr það að vera sannarlegt hjartans málefni. það verðr að festa rœtr í kærleiksfullu, mannelskanda hjarta. það er hjartaö, sem þarf að hlýja og verma málefnin. I hjartanu verða þau að prófast eins og gullið í eldinum. Öll hygg- indi, sem í hag koma, eru kærleiksrík. Kærleikrinn er hygg- indi hjartans. >. Ef vér höfum þá eitthvert fyrirtœki, sem oss er annt um aö fái framgang, hvernig eigum vér þá að byrja það ? Vér þurfum að gjöra það að hjartans málefni, vér verðum hjartanlega að vera sannfœrðir um. að það gjöri gagn og að það sé skylda vor að framfylgja því. Vér þurfum að hafa hyggindi til að sjá, að það sé spursmál tímans, sem fyrirtœkið á að leysa úr, og yelja þá aðferð, sem við á eftir hinum ýmsu kringumstœðum, er fyrir liggja. þetta gildir ekki einungis um hvert það fyrirtœki, sem hafið er til hagsmuna og heilla fyrir borgaralegt félag, lieidr einnig og það sérstaklega um þau, sein stofnuö eru guðsriki til eflingar, af þyí þau mál, sem kristindóminum til heyra, eru vandasamari, þýðingarmeiri, alvarlegri og há- leitari en hin borgaralegu. þessi vor málefni eru í eigin- legum skilningi málefni hjartans, málefni kærleikans, og að þeim ber oss sem kristnum mönnuin að hlynna með sérstakri nákvæmni og hyggindum, er samsvari sálarástandi voru. því skemmra sem vér erum á leið komnir í þeim efnum, því nauðsynlegra að hrinda þeim áfram. í vorum kristindómsefnum getum vér aldrei sagt að vér séum nógu langt á veg komnir. Jafnvel þ->tt vér fyndum, að vér værum á einhverju framfarastigi, þá gætum vér sagt, að vér væruin að byrja; því sönr.uin kristindómi er svo varið, að því meira sem iiann afreka-. ] ví minna álítr hann sig hafa gjört, og því meira eigi hann eftir að gjöra. Jafn- vel á hærra stigi kristilegs trúarlífs verör spursmálið, stöð- ugt lífsspursmál: Hvernig eigum vér að byrja ? Hver sigr

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.