Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1891, Síða 4

Sameiningin - 01.11.1891, Síða 4
—132 inguna kemr í upphafi textans, ekki hafa verið í neinum vafa. Hann kann að hafa verið á báðum áttum því við- víkjanda, hvort þessi Jesús frá Nazaret, sem var svo alveg ólíkr öllum öðrum mönnum, virkilega væri slík guðleg per- sóna, sem hann boðaði sjálfan sig. Hann heíir að líkind- um ekki verið fullkomlega sannfœrðr utn það, að þessi Jesús, sem hann nú stóð augliti til auglitis með, væri guð- legr mannkynsfrelsari. En hitt gat honum ekki dulizt, að væri Jesús sá, sem synduga menn ætti að frelsa, þá hlyti meira en lítið að vera í húii, ef frelsishoðskapnum hans væri hafnað, svo mikið, að það þýddi glötun eða andlegan dauða. þetta getr engum dulizt. Ef Jesús Kristr á annað borð hefir af guði verið sendr mannlieiminum til frelsis, þá hlýtr líka mannheimrinn án hans að vera án frelsis. Sé með öðrum orðurn hinn kristilegi endrlausnar-boðskapr ekki helber ósannindi, þá hlýtr líka allt það, sem kristin- dómsorðið talar um glötun og andlegan dauða að vera hei- lagr sannleikr. Sé Jesús kominn hingað ofan á jarðríki til þess að gefa mönnum eilíft líf, þá hljóta líka örlög mannanna án hans að hafa verið og vera og verða eilífr dauði. þessu getr heiibrigð, óveil mannleg hugsan aldrei neitað. Og þessu hefir auðvitað hinum spyrjanda Gyðingi, sem verðr fyrir oss í upphafi texta vors, ekki dottið í hug að neita. En hann sér, að því fer fjarri, að allir, rétt þar í hinu litla sameiginlega föðurlandi hans og Jesú, aðhyllist frelsislærdóminn, sem Jesús kom með. Hann sér, að það er ekki nema tiltölulega fámennr hópr manna, sem gengr Jesú á hönd og gjörist hans lærisveinar. Hann tekr eftir því, að jafnvel allr þorrinn lætr orðin lians guðlegu eins og vind sér um eyrun þjóta. Og í augum hans er allt útlit fyrir því, að þeir muni einnig verða ákailega margir í framtíðinni, sem á sama hátt hafni frelsisboð- skapnum hans. Hann sér meira að segja, að það er þegar all-víða, einkum meðal heldri mannanna, farið að bóla fyrir virkilegri óvildarfullri mótspyrnu gegn orði og persónu Jesú. Hann gat, þessi maðr, eins og hver annar þar í landinu á þeirri tíð, eygt svartan andlegan skýflóka draga upp úti í sjóndeildarhringnum, standanda í sambandi við

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.