Sameiningin - 01.11.1891, Síða 6
—134—
gangrinn bjá þessum mönnum er svona: það er kennt af
kirkjunni í nafni Jesú Krists, aS maðr verði at> trúa á
hann til þess að geta orðiS sáluhólpinn. Án trúar á hann
geti enginn sáluhjálpina öðlazt. En nú trúa ekki allir á
hann. Nú er þvert á móti enn eftir nærri því 19 aldir
frá því Jesús Kristr kom í heiminn miklu meira en helm-
ingrinn af hinu núlifanda mannkyni hér á jörðinni algjör-
lega án trúar á hann, algjörlega fyrir utan hina kristnu
kirkju. Og af þeiin, sem í orði lcveðnu standa í kirkjunni
og tald'r eru í hópi kristins fólks, eru vitanlega ákaflega
margir, sem að eins eru kristnir að nafninu, standa þar
vafalaust kristindómslausir í hjartanu og lífinu. Svo það
getr þá ekki verið nema tiltölulega mjög lítið brot af
mannkyninu, sem samkvæmt kristindómsins kenning, eins
og hún birtist í nýja testamentinu og er kennd af kirkj-
unni, á að geta orðið sáluhólpið. Allr þorri mannkynsins
hlýtr eftir þeirri kenning aö glatast. Og er ekki það,
spyrja þeir svo, hrópleg og hræðileg kenning ? Er ekki
óhœfa, að halda slíku fram eins og guðlegum sannleika ?
Sýnir það sig ekki, þegar farið er að rannsaka þessa kenn-
ing, að hún getr ómögulega staðizt ? Getr það samrýmzt
við guðs kærleik, að láta að eins lítið brot af mannkyn-
inu verða sáluhólpið, en hitt allt glatast ? Getr það sam-
rýmzt við heilbrigða skynsemi, að trúa á þann guð, sem
skapar svo og svo margar mannsálir og lætr þær svo glat-
ast ? Er ekki þetta nœgilegt til þess að gjöra kristindóm
nýja testamentisins og kirkjunnar algjörlega rœkan burt úr
mannlegu félagi ? Og svo fara þeir þá líka að gjöra það
litla, sem þeir geta, til þess að reka kristindóminn burt.
Og með því að gjöra það þykjast þeir gjöra guði og ná-
ungum sínum þægt vcrk, mesta þarfaverkið, sem nokkur
geti unnið. — Hverju c:guin nú vér, sem höldum ] ví
föstu, að sáluhjálparlærdómr Jesú Krists, eins og kirkjan
vor hefir kennt oss hann og eins og hann liggr fyrir öll-
um heiminum í nýja testamentinu, sé eilífr sannleikr, —
hverju eigum vér nú að svara til a"s þessa ? Hvernig
eigum vér að mœta þessari guðlastandi röksemdafrerslu van
trúarinnar ? Hvernig eigum vér að verjast svona löguðum