Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 29

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 29
—157— meS oss, sýnum í verkinu. að vér séum ekki aðgjörðalausir, sýnum, að vér að minnsta kosti ekki mótstöðulaust getum þolað, annaðhvort að missa, e£ til vill, marga meðlimi safnaðanna fyrir fortölur vantrúariunar, sem breytir sér í allskonar búning, eða að vita af svo og svo mörgum meðal vor með hangandi hendi og ósannfœrðu hjarta. Sjá- um vér ekki, viðrkennum vér ekki, að hið sama er að hjá css öllurn: að deyfð og drungi hvílir yfir vorum kristindómsmálum nálega í hverjum íslenzkum söfnuði ? að enginn getr kannast við, að þar sé starfsamr og fram- kvæmdarsamr kristindómr, sem þessir tímar umfram ailt heimta ? Og þó eru þeir margir víðsvegar í söfnuðum með- al vor, sem elska frelsara sinn, og þrá samfélag við hann af hjarta. Hvernig eigum vér að byrja ? Yér eigum að sameina þessa menn. Vér eigum að mynda söfnuð í söfnuðun- um, söfnuð, sem með oss vilji sinna verki Jesú Krists, sem með oss kannist við þarfir og kröfur tímans, og gefi sig við að hugsa og rœða með lífi og sál um það, hvað heppilegast og hyggilegast sé til uppörfunar og framfara voru kristindómslífi. Ef vér viljum af alvöru byrja, ef innileg sannfœring vaknar f'yrir þörfinni á, að hefja nýja baráttu í nafni trúar vorrar á frelsarann, ef vér erum sannfœrðir um, að guð muni blessa sérhverja veika við- leitni, og vér biðjum hann með auðmjúku hjarta um krafta til þess, þá er ekki að óttast fyrir, að vér sjáum ekki, finnum ekki ráð til þess, hvernig vér eiguin að byrja það og það fyrirtœkið, sem oss í samráði við trúáðan Krists söfnuð virtist vera guðsríki til efiingar. þar sem líf er, þar er starfsemi og framkvæmd. þar er ekki verið að hugsa sig um, hvort hyggilegra sé að gjöra eitthvað eða alls ekkert. Hið sannfœrða hjarta hefir sínar ástœður; það er sífellt vínnanda og starfanda og þekkir tímann og að- ferðina. Hygginn búmaðr lætr það ekki bíða til morguns, sem hann getr gjört í dag. Hann helir sínar ástœður, sem hjúin, ef til vill, eiga bágt með að skilja. Og hygg- inn stríðsmaðr Jesú Krists sleppir ekki því tœkifœri, sem frambýðst, þegar hann hefir ráðfœrt sig við guð og sam- vizku sína. Hann er ekki að velta því fyrir sér, hvað

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.