Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 5
—133—
þessa makalausu persónu, Jesúm frá Nazaret, og þann frels-
isboðskap, sein hann flutti öllum landsins lfö. það bjó
stormr og steypiregn, hræðilegt andlegt þrumuveðr í þeim
skýfióka. Skýílókinn stœkkaði óðum og það var augsýni-
legt, að hann myndi fœrast yfir hðfuð Jesú. Hann og
hans lærisveinar áttu strangt stríð í vændum, og það ein-
mitt út af því, að hann ltom með þennan eilífðar-boðskap
guðs almáttugs. En skýflókinn þýddi meira en væntanlegt
strangt stríð frá heilum hópum fólks gegn Jesú og hans
áhangendum. Hann hlaut líka að þýða það, að allirþessir,
sem risi öndverðir á móti persónu og orði Jesú, köstuðu
sér um leið út í hræðilega baráttu á móti sinni eigin gæfu
og sáluhjálp. Með þennan skýflóka í augsýn og allt það
hræðilega, sem hann hafði að þýða, í huganum, var undr
eðlllegt, að fyllast áhyggju út af því, hve raunalega lítill
sýndist ætla að verða hópr þeirra manna, sem fengist til
þess að láta Jesúm frelsa sig. Og svo kemr þá algjörlega
eðlilega þessi spurning til Jesú frá manninum fyrst í text-
anum: „Meistari, munu þeir ekki verða fáir, sem hólpnir
verða ?“ — það liggr býsna opið fyrir, að spyrja svona út
af frelsislærdómi Jesú Krists. það var ómögulegt annað
en að slík spurning risi upp í heiminum óðar en annar
eins lærdómr viðvíkjandi sáluhjálp mannanna og sá, er
Jesús Kristr kom með, varð almenningi kunnugr. Og það
mátti búast við, að það myndi aftr og aftr verða komið
með þessa spurning eða einhverjar henni líkar frá and-
stœðingum kristindómsins, í því skyni að gjöra talsmeun
hans orðlausa og trúarmálið kristilega hlœgilegt. Og það
er þetta, sem einmitt í gegn um allar aldir kristinnar
kirkju hefir verið gjört. það er þetta, sem þann dag í
dng er verið að gjöra í hópi þeirra meðal vors eigin fólks,
sem hafa tekið upp á því, að hafa frelsisevangelíum Jesú
Krists fyrir leiksopp. þeir eru að sperrast við, að gjÖra
hinn kiistilega sáluhjálparlærdóm að kómedíu. Og þeir nota
einmitt spurninguna um það, hvort þeir muni ekki verða
fáir, sem samkvæmt lærdómi trúar vorrar á endanum geti
hólpnir orðið, }>ví til stuðnings, að hin kristua barnatrú
kirkjunnar sé hlœgileg og hræðileg vitleysa. Hugsunar-