Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 17
—145— legar býsnir honum viökomandi. Og helzfc hópr kristinná rnanna, er svo eru nefndir eftir lionum, við allt fram á þennan dag.“ Ingersoll: það er viðrkennt, að greininni hjá Jósepliusi hefir verið skotið inn síðar. Svar: Viðrkennt af hverjum? Af yðr, af Paine, og Voltaire og öðrum vantrúarpostulum. Greinin talar svo í sterkum orðutn og beinlínis, að brœðralag vantrúarinnar getr ekki komizt út yfir sönnunarafl það, sem í því liggr, með öðru móti en því að neita því, að það sé ekta. Og þá gjöra þeir það líka. En svo eftir að hafa komið með þá neifcan, sem í sjálfu sér hefir alls enga þýðing, fœra þeir sig upp á skaftið með vantrúarárásir sínar og segja: „það er viðrkennt.“ Nei, minn góði, það er ekki viðrkennt, að þessi grein sé fölsuð. þvert á móti er hún talin ekfca, og það af gildum og góðum ástœðum. Hún finnst í öll- um handritum og öllum prentuðum úfcgáfum af verkum Jósephusar, sem nú eru til. Hún finnst í hebreskri þýð- ing, sem geymist í bókasafni Vatíkansins, og í arabiskri þýðing, sem geymzfc hefir hjá Maronítunum á Líbanon. Eusebíus, liinn elzfci kirkjusöguhöfundr, tilfœrir þessa grein, og sama gjöra þeir Híeronymus, Rufínus, Isídor frá Pelú- síum, Sozomenus, Kassíodorus, Nicephorus og margir aðrir- Eusebíus varð fytstr til að tilfœra gi'einina, og það er ó- mögulegfc, að hann, slíkr maðr, hefði logið ]>ví til, er þar stendr, án þess að það hefði komizt upp. Engin mótmœli komu fram gegn þessum stað á fyrri öldum frá neinum mótstöðumönnum kristinnar trúar. Greinin er ekta sam- kvæmt öllum sönnunar-reglum og samkvæmt öllu því, sem eftir er farið í allri heilbrigðri ritdómsfrœði. — En það er enn annar staðr hjá Josephusi, sem enginn hefir nokkurn tíma dregið í minnsta efa að væiá ekta. í bók sinni, er „Fornfrœði“ heitir, kemst hann svo að orði: „Ananus kall- aði hið gyðinglega ráð saman og leiddi frain fyrir það Jakob, bróður Jesú, sem Kristr er kallað'r, ásamt nokkrum öðrum, og lét hann þá framselda til þess að verða grýttir svo sem þeir, er brotið hefði lögmálið". Sá Jakob, sem

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.