Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 14
142— kristnu kirkjudeildina, sera til er í heiminum, vora kirkju. GuSi sé lof fyrir að liafa látið aðra eins bjarta trú- arstjörnu koma fram á söguhimninum eins og Lúter. Og honum sé lof og þökk fyrir það, að hann lét oss, fáa, fá- tœka, smáa — íslendinga — fœðast undir þeirri stjörnu. Sú stjarna talar til vor allra á kvöldi þessarar allra- heilagra-messu, talar sama og Jesús í textanum, talar svo lengi sem nokkur kristileg trúarstjarna skín inn í augu vor: Kostið kapps um að komast gegn urn þrönga hliðið! ATHTJGASEMDIR VIÐ INGERSOLL. Nafn Robert Ingersolls er oröið býsna kunnugt meöal Islendinga. And- stœðingar kirkju vorrar og kristindóms hafa þessi seinustu ár svo oft bent á þann mann sem eitthvert mesta andlega stórmennið, er nú sé uppi í heimin- um. Mótbárur hans á móti kristinni trú, bibliunni og kirkjunni hafa þeir gjört að sínum sterkustu vopnum i vantrúarbaráttu sinni. Rit hans eru þeim mörgum sem biblía. Hann er þeirra stóri spámaðr. Enginn kirkjumaðr á að geta svarað honum ; enginn þora að eiga orðastað við hann. Fyrir þeim manni verði allir að gjöra svo vel að standa orðlausir. -— I>að, sem hér fer á eftir, getr nú gefið lesendum vorum ofr-litla hugmynd um, hve mikið er varið i þessa staðhœfing, að enginn kirkjumaðr þori að eiga við Ingersoll. Maðrinn, sem hér talar við hann, er kaþólskr prestr, ameríkanskr, að natni Lambert. Eftir hann er til bók, sem heitir Notes on Ingersoll, er fyrst kom kom út i Buffalo í New York ríki árið 1883, en hefir síðan verið útgefin i hverri útgáfunni eftir aðra og þannig fengið feyki-mikla útbreiðslu um allan hinn ensku-lesanda heim. — Tveimr árum áðr kom tímaritið North American Revieiv með ritgjörð eftir Ingersoll gegn trúarlærdómi kristninnar, og )>ar með fylgdi svar upp á þá ritgjörð til varnar kristnu trúnni frá leikmanni nokkr- um, Jeremiah S. Black að nafni, sem eins og Ingersoll er lögfrœðingr. Svo kom nokkru seinna i sama tímariti svar frá Ingersoll upp á kristindómsvörn Blacks, enn svæsnara í vantrúaráttina en hin upphaflega ritgjörð hans, og frá Black heyrðist svo um hríð ekkert. Var það af sumum talið vottr þess, að hann treysti sér engu að svara. En siðar upplýstist, að Black hafði orðið fyrir líkamlegu slasi og fyrir þá Sök hindrazt frá að svara Ingersoll á þeim tíma, sem ritstjórnin og hann höfðu ætlazt til að svar hans skyldi koma. Og er hann svo kom til heilsu aftr, neitaði tímaritið að taka nokkurt svar frá honum. pað var auðséð, að Ingersoll hafði náð tangarhaldi á ritstjórn tímaritsins í þessu máli. Frá þessu skýrði Black seinna opinberlega í öðru tímariti Og lét það verða sitt siðasta orð. En þá tók þessi kaþólski prestr, Mr. Lambert, sig til og kastaði sér inn í ritdeiluna. Hann Iét svar sitt til Ingersolls í blað eitt, er út kom í Buffalo, og voru þær greinir hans síðar útgefnar í bókarformi. jpessi bók hans er í 22 kapítulum. Lætr hann In^ersoll i gegn um alla bókina tala sjálían, tekr orð hans úr hinni síðari

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.