Sameiningin - 01.11.1891, Page 22
—150—
að eins síðustu orðin, sem hann (Markús) tilfœrir. Ef maðr
má eklci segja, að þér farið hér vísvitandi með úsannindi,
þá hlýtr maðr að segja, að þetta sé skilningsleysi yðar að
kenna.
Ingersoll: Lúkas segir oss, að síðustu orðin, sem Kristr
hafi talað, hafi — að blessan nokkurri undantekinni — ver-
jð: „Sjáið, eg sendi fyrirheit föður míns yfir yðr“ o. s. frv.
Svar: Lúkas segir ekkert í þá átt, og það er örðugt
að trúa því, að þér hafið ekki vitað, að þér höfðuð Lúkas
fyrir rangri sok, þegar þér sögðuð þetta. þér ldjótið að hafa
takmarkalausa trú á trúgirni aldar þessarar og á botnlausa
fávizku þess mannílokks, sem þér skjútið máli yöar til, þeg-
ar þér slengið öðru eins út. það er alls ekki að furða,
þó að miklir og lærðir guðfrceðingar sé ófúsir á að eiga
orðastað við yðr. þögn þeirra er öllum með viti auðskilj-
anleg. það er ekki skylda þeii-ra og það á elcki við fyrir
þá, að snúa sér við til þess að svara hverjum guðlastanda
glamrara, sem fyrir peninga hleypir tungu sinni á stað
gegn kristindóminum og læzt v.era svo og svo rnikill spek-
ingr. þeir skorast undau að eiga við yðr orðastað af söniu
ástneðu og aðrir eins lögfrœðingar og Marshall, Taney eða
Evaits myndi skorast undan að fara að rœða um eitthvað
í almennum lögum eða Itómarétti við ólærðan en uppbelgd-
an skottu-lögfrœðing.
Ingersoll: Síðustu orðin samkvæmt Jóhannesar guðspjall,
voru: „þegar Pétr sá þennan, segir hann við Jesúm: Herrai
hvað verðr um þennan?“
Svar: það er óþarfi að segja lesaranum, eftir það sem
nú er sýnt af ósannindum þeim, er þér hafið borið á hina
guðspjallamennina, að staðhœfing yðar um ]?að, sem Jóhann-
es segi, er með öliu ósönn og að fyrir henni er ekki
minnsti flugufótr. þér farið alveg með álit yðar með þessu
lagi.
Ingersoll: Frásögn af uppstigningunni er líka gefin í
Postulanna gjörningum, og síðus'u orð Krists sainkvæmt
þeim innblásna votti eru: „En þér skuluð öðlast kraft hei-
lags anda“ o. s. frv.