Sameiningin - 01.11.1891, Side 30
—158—
liann eigi aS gjöra og hvernig hann eigi aS fara að því.
Til þess að frarakvæma eitthvað, þurfum yér að vera
hyggnir og samvizkusamir. Hversu oft heyrum vér menn
segja um það, sem þeir eiga að gjöra, eða þeim er á hendr
falið að framkvæma: „Hvernig á nú að fara að þessu?
Eg veit ekkert, hvernig eg á að gjöra þetta. Eg kann
ekkert að þessu.“ Hve margir af yðr kannast við þessi
og þvílík orðatiltœki úr voru íslenzka sveitalífi! Allir
könnumst vér við, að þeir, sem helzt viðhafa þau, eru
menn, sem ekki hafa nennt að setia sig inn í verk sitt,
ekki hafa neitt verið að hugsa um að gjöra gagn í stöðu
sinni, né ávinna sér með því virðing meðbrœðra sinna.
Svo iengi sem æfin endist vita sumir menn ekki hið minnsta,
hvernig þeir eiga að fara að gjöra það eða það. Aftr á
móti eru það samvizkusömu og dugandi mennirnir, sem
ekki þurfa að láta segja sér, hvernig þeir eigi að byrja.
það er samvizkan, guðsmeðvitundin í manninum, sem segir
honum það. Samvizkusemin er móðir dugnaðarins og ráð-
kœnskunnar. Eins er þessu varið í andlegum efnum. það
getr enginn verið þarfr þegn í guðs ríki, sem ekki hefir
lært að setja sig með lífi og sál inn í það starf, sem hon-
um her þar að vinna. þeir eru andlegir fáráðlingar.
sem „einlægt eru að læra, en komast aldrei til þekkingar
á sannleikanuin“. þekking á sannleikanum er einmitt fyrsta
skilyrðið til að geta verið með í guðsríkis verkum, og
þeir, sem þekkja hann, þekkja hann í hjarta sínu, þeir vitá,
hvernig þeir eiga að vera með, hvernig þeir eiga að hyrja.
Ef vér erum andlega sjáandi, þá sjáum vér, hvað að er
í andlfcgum efnum — og guðs andi leggr á ráðin.
Ef vér nú viljum reyna til að hefja nvja kristindóms-
hreifíng í söfnuðum vorum, þá kynni mörgum að virðast
þetta vandaverk og fyllsta ástœða til að spyrja: Hvernig
eigum vér að hyrja ? þá kemr mér í hug sagan um Abra-
liam, þegar liann að boði drottins ætlaði að leggja hönd á
sinn einkason, sem hann elskaði svo innilega. þegar svo
guð aftraði honum og hann undrandi sá, að drottinn hafði
séð fyrir brennifórnardýrinu, þá sagði hann: „A drottins
fjalli vcr'ðr séð ráð“. Fnðir trúarinnar, Abraham, hikaði