Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 7
135—
árásum á trúarsannindi drottins vors Jesú Krists ? — E5a
eigum vér að þegja við öllu þessu ? Eigum vér að láta guð'leysið
og Krists-afneitanina hafa hér síðasta orðið ? Eigum vér
að standa hjer uppi orölausir ogláta svo þetta fólk hœlast um,
að vér getum ekkert sagt ? Eigum vér að kasta burt öll-
um vopnunum, sem eg var að tala um hérna um kvöldið,
hinu guðlega alvæpni, sem heilagr andi heldr að oss í
kristindómsorðinu, sleppa allri sókn og vörn og flýja með
háðung burt af vígvellinum ? — Ja, vér gætum gjarnan látið
allar þessar freistingarspurningar eiga sig að því leyti,
sem þær að eins koina frá Krists-afneitunar-talsmönnunum
fyrir utan vorn kirkjulega hóp. Vér gætum með all-mikl-
um rétti sagt, að þeir væri ekki svara verðir. Og eitt
er alveg víst, að það heyrir til kristilegri alvöru að var-
ast að stæla um hin heilögu sannindi trúarinnar við al-
vörulausa flysjunga, sem vitanlegt er um, að enguin rök-
semdum vilja sinna, og sem því ómögulegt er að fá til að
átta sig á neinu þýðingarmiklu spursmáli. Svo allar mót-
bárur slíkra manna gegn kristindóms-evangelíinu mætti, út
af fyrir sig, gjarnan eiga sig. En hvað eru mótbárurnar á
móti sannindum hins kristilega trúarorðs, sem úr þeirri átt
koma, annað en bergmál af andmælum þeiin gegn orði
drottinlegrar opinberunar, sem allt af annað veifið láta til
sín heyra frá syndaeðli allra manna, einnig þeirra, sem í
fullri alvöru vilja kristnir vera ? Freistarinn mœtti sjálfum
mannkynsfrelsaranum og reyndi til að tæla hann út af
grundvelli hins eilífa sannleika með trúarlegri röksemda-
leiðslu. Svo það er þá ekkert tiltökumál, þótt viðlíka
afvegaleiðandi tælingarraddir láti til sín heyra lijá læri-
sveinum hans, hvort sem þeir nú kunna að vera veikir
eða sterkir í trúnni. Og þeiin rödduin er full ástœða til
að syara. þeim röddum er kristinn maðr skyldugr til að
geta svai’að. það er skylda þín, kristinn maðr, við sjálfan
þig, að afla þér svo mikillar andlegrar upplýsingar, að þú
sért maðr til þess á fullnœgjanda hátt að mœta öllum á-
rásum á þína kristilegu barnatrú, hvaðan sem þær koma. —
Munu þeir ekki verða fáir, sem hólpnir vorða ? — Hyernig
svarar nú Jesús sjálfr þeirri spurning, þegar hún er borin