Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 20
—148— Ingersoll: Jóliannes staðfesfcir Matteus með því að segja ekkert um þetta efni. Svar: Jóhannes „staðfestir" Matteus með því að segja: „Enginn hefir stigið upp til himins nema sá, sem niðr sté af himni, mannsins sonr, sem er á himni.“ þetta er að segja nokkuð um umtalsefnið; eða er ekki svo? Hví sást yðr yfir þessa grein? Ingersoll: Nú finnum vér, að síðasti kapítulinn í Mark- úsar guðspjalli, frá 8. versinu, er óekta viðbót við hið upp- haflega guðspjall. Svar: Hvar finnið þér það? Yér finnum ekkert því- ] íkt. Og þar sem þér segiö, að þér hafið fundið það, þá notið þér yðr á óheiðarlegan hátt fáfrœðí þeirra, sem klappa lof í lófa fyrir yðr. þaö að þeir eiga ekkert betra skilið frá yðar hendi er engin afsökun fyrir yðr. Versin í síð- asta kapítula Marlcúsar guðspjalls, sem þér segið sé óekta viðbót, finnast í nálega öllum fornum handritum. Elzfcu kirkjufeðrnir viðrkenna þau, svo sem Irenaeus, Terfcúllían, Clemens, Ambrósíus, Ágústín o. fl. Elztu nýja-testamentis- þýðingar á latínu, sýrlenzku og arabisku hafa þessi vers. þau hljóta því að teljast ekta þangað til vér fáum gild- ari ástœðu til að kasta þeim heldr en þennan úrskurð yöar „Vér finnum". Ingersoll: (1) Annaöhvort hlýtr maðr að sleppa upp- stigning Krists, ellegar (2) að játa því, að vottunum beri ekki saman, og (3) að þrír þeirra hafi aldrei heyrt getið um þann makalausa atburö. Svar: I fyrsta máta. Uppstigning Krists verðr ekki sleppt. Henni hefði aldrei verið trúað, ef unnt væri að kollvarpa henni með öðrum eins heimskuþvættingi og því, er þér stingið út eins og sönnunum. I öðru lagi. Vitnisburðr hinna þriggja guðspjallamanna, sem eg hefi tilfœrt, er samhljóða, og enginn óhlutdrœgr maðr með viti mun halda hinu gagnstœða fram. þeir bera allir ótvíræðan og ómótmælilegan vitnisburð um virkileg- leik uppstigningarinnar. í þriðja lagi. Guðspjallamennirnir eru að eins fjórir; þrír þeirra tala um uppstigninguna, svo sera sjá má af því^

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.