Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 28

Sameiningin - 01.11.1891, Qupperneq 28
156— ura söfnuöum, að nú skuli aö eins 1 af 10 fermdum "ansra til altaris ? Má oss ekki verða sem frelsara vorum og spyrja: Hvar eru þá hinir 9? Hafa þeir eigi ástœðu, tíma eða tœkifœri til að koma ? Eða eru þeir svo illa undir- búnir, að þeir treysta sér ekki til að koma ? Eða eru þeir farnir að komast á aðra skoðun en vér hinir aðrir um nauðsyn á því, að játa drottin sinn og frelsara í söfn- uðunum ? Hvílíkt voðalegt eftirdœmi er þetta í söfnuðun- um! þegar hinir fullorðnu, sem ætti og að vera orðnir 'full- orðnir og reyndir í trúnni, oft helztu og atkvæðamestu menuirnir, láta sig ekki árum saman sjá við drottins borð; hvílíkt hryggilegt eftirdœmi gefa þeir þá börnum ■ sínum og yfirhöfuð hinum upprennanda œskulýð ! Og hvernig gengr það með lestr heilagrar ritningar ? Munu það verða 1 af 10 í hinni íslenzku kirkju, sem ljúka þeirri bók upp ár út og ár inn ? Og ef svo væri, er þá ekki komið hætt virðingunni og elskunni til guðs orðs ? Og hversu víðtœk- ar afleiðingar hefir þetta fyrir allt kristiniómslífið í heild sinni! Ef elskunni til guðsorðs, elskunni til frelsarans, er burt kippt úr hjörtunum, livað er þá orðið eftir af vorum kristindómi ? þegar nú hér við bœtist, að vantrúin, Krists- afneitanin, smeygir höfði inn víðsvegar hjá oss, svo hún jafnvel á sína talsmenn í blöðum vorum, þegar vér nú heyrum, að það er „Ijós hinnar nýju speki og þekkingar", sem á að upplýsa heiminn, dreifa sinni birtu yfir trúar- brögðin — og hví þá ekki setjast í trúarinnar sess í hjarta mannsins ? —, þegar því er haldið fram í útbreiddu blaði, að það sé einungis íhaldsmenn, aftrfaramenn, póli- tiskir staurar og hengimœnur, sem haldi taum lcristilegrar kirkju, og annað þessu líkt, er þá nóg að hlæja að því eða láta það með öllu afskiftalaust ? þegar fjandmenn krist- indómsins ganga opinberlega til verks og berjast á vígvelli blaðanna, er það þá rétt, að loka sig inni í kastala trúar- innar, til að vera þar óhultr, eða fara, í felur, eða láta sem menn hvorki heyri né sjái ? það er ekki meiningin með þessum orðum, að eg ætlist til, að vér förum í orða- stríð við þessa menn, sízt í blöðunum, heldr er hitt mein- ingin, að vér sýnum í verkinu, að einhver lífshreifing só

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.