Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 8
—136—
upp fyrir honum? Eins og liann svarar henni, eins mun
hezfc fyrir osS alla, er játum trú vora á hann og oröið
hans, að svara henni. Hvað segir texfci vor um það, hverju
hann hafi svarað? Látum oss heyra.: „Kostið kapps um,
að komast gegn um hið þröngva hliðið, því eg segi yðr
satt, að margir eru þeir, sem leitasfc við að komast þar
inn, en munu ekki geta það“ o. s. frv. Hann gjörir ekki
neina minnstu tilraun til að gjöra hugsunarfrœðislega grein
fyrir því, hvernig hans kenning um glötun geti fyrir van-
trúuðu mannlegu hyggjuviti orðið samrýmd við kærleiks-
eðli guðs. Hann veit, að tilveran, hin líkamlega og v hin
andlega, er full af leyndardómum, sem mannsandanum,
bundnum og takmörkuðum eins og hann æfinlega verðr hér
á landi dauðlegleikans, er algjörlega of-vaxið úr að leysa.
Svo hann lætr alla slíka leyndardóma óhreifða, og í stað-
inn fyrir að taka þá burt, bœtir hann jafnvel nýjum leynd-
ardómum við. En með sinni opinberan hjálpar hann þeim
öllum, sem hjálp lians vilja þiggja, til þess að sætta sig
við alla leyndardóraana, halda guðlegum friði í sálum sín-
urn, þó að þeim hvervetna mœti myrkar og óleysandi ráð-
gátur. Strax í sinni fyrstu opinberu prédikan, fjallrœð-
unni, var hann búinn að segja, að til væri tveir vegir, er
mönnum iægi opnir til þess að ganga á, annar vegrinn
væri breiðr og hann lægi til glötunar, hinn væri mjór og
hann leiddi til lífsins. Millivegr er enginn til effcir hans
kenning. það er að eins tvennt til í hinni siðferðislegu
veröld: réttlæti og ranglæti, gott eða illt, sannleikr eða
lygi — andlegt lj <5s eða andlegt myrkr. jiað ganga nú í
rauninni allir, ekki að eins Jesús Kristr, heldr allir, út
frá því, að þetta tvennt, það og ekkert annað, sé til. Og
um leið ganga allir í daglegu ltli út frá því, að hver ein-
asfci maðr hatí frjálsræði, hœfilegleika til að velja og á-
kveða sig fyrir annaðhvort af þessu tvennu. Ef þú neitar
mannlegu frjálsræði, þá ertu um leið búinn að játa því.
að Neró keisari hafi haft sama siðferðislega rétfc til að
vera það, sem hann var, eins og Sókrates fcil að vera það,
sem hann var, Júdas sama réfct til aö vera það, sem hann
var, eins og Jóhannes postuli til að vera það, sem hann